Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 2
2 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Vilmundur, er þetta allt sama tóbakið? „Já, þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt sama tóbakið.“ Tóbaksplöntufræ eru til sölu í Garðheim- um. Vilmundur Hansen er garðyrkjufræð- ingur í Garðheimum. BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hefur fallið aldrei fyrr verið jafn mikið á einum degi. Markaðurinn náði þó að endurheimta tvo þriðju verðfallsins aftur áður en dagurinn var á enda. Í fyrstu héldu menn að ástæðan væri almenn spenna á fjármálamörkuðum sem stafar ekki síst af áhyggjum af stöðu evrunnar og áhrifum skulda- vanda Grikkja á hana. Síðan kom upp sú saga að verðbréfamiðlari hefði óvart gert sölutilboð upp á 16 milljarða dali, en í raun hafi hann einungis ætlað að gera sölutilboð upp á 16 milljónir. Ekki er vitað hvað hæft er í þessu, en þetta ætlar fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sem sagt að kanna. Mikill órói var áfram á mörkuðum vestra í gær, þrátt fyrir góð tíðindi af atvinnumálum í Bandaríkj- unum sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að stappa í menn stálinu. Dow Jones-vísitalan hrapaði um heil 280 stig snemma dags en hafði að mestu náð sér aftur síð- degis. Svipaða sögu er að segja af öðrum vísitölum, þótt umrótið á þeim hafi ekki verið jafn mikið. - gb Mikill órói á verðbréfamörkuðum eftir óvænt og óútskýrt verðhrap á fimmtudag: Skyndilegt verðfall verður kannað SPENNTIR Í KAUPHÖLLINNI Eftir verðfallið á fimmtudag ríkti veruleg spenna í kauphöllinni í New York í gær. NORDICPHOTOS/AFP ELDGOS Loftrými umhverfis Kefla- víkurflugvöll fyrir blindflugsum- ferð lokast eftir hádegi í dag. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verði komið að vesturströnd landsins um hádegisbil. Iceland Express ákvað því að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Í gær aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti í dag. „Flugvélar komast inn og út í fyrramálið en eftir það er miðað við að Akureyrarflugvöllur verði notaður,” segir Hjördís Guðmunds- dóttir upplýsingafulltrúi Flug- stoða. Ekki liggur fyrir hvort hægt verði að fljúga til og frá Keflavík- urflugvelli á sunnudaginn. - shá Ferðum aflýst í dag: Enn truflar gosið ferðafólk EFNAHAGSMÁL Halldór Ásgríms- son, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks- ins, telur sig ekki þurfa að biðjast afsök- unar á sínum störfum sem ráðherra á árun- um fyrir banka- hrun. Alltaf séu gerð mistök en hann segist hafa starfað á grundvelli sam- visku sinnar. Rætt var við Halldór í Kastljósi í gærkvöldi. Halldór sagðist ekki kannast við að einkavæðingu bankanna hefði verið handstýrt. Teknar hefðu verið ákvarðanir á þeim forsendum sem lágu fyrir á sínum tíma. Halldór telur að grípa hefði átt til aðgerða fyrri hluta árs 2006 þegar hættumerki sáust vegna stærðar bankanna. Halldór Ásgrímsson: Þarf ekki að biðjast forláts HALLDÓR ÁSGRÍMSSON SPURNING DAGSINS Fáðu faglega ráðgjöf um val á hlaupaskóm og kynntu þér NIKE+ MEÐ ÖLLUM NIKE HLAUPASKÓM KÍKTU Í Í DAGLINDUM KAUPAUKI INTERSPORT FÓLK Lokakeppni alþjóðlegu fyr- irsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi,“ skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hen- net segir Ísland verða ti lval- inn stað fyrir keppnina. Það var Jón sem bar hug- myndina upp v ið Hen net þegar hann var fastur í Frakklandi um miðjan síðasta mánuð vegna röskunar á flugi af völdum gossins í Eyja- fjallajökli. „Ég var öskutepptur í París og heimurinn stopp. Ég varð að gera eitthvað úr tíma mínum og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að koma ferðamennsku í gang aftur,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann komst í samband við Hennet í gegnum sameiginlegan vin þeirra beggja og bar hugmyndina upp við hann. „Þetta yrði svakalegt dæmi,“ segir Jón. Umboðsskrifstofa Elite er ein sú stærsta í heimi og hafa margar af þekktustu fyrirsætum heims tekið þátt í keppninni. Þar á meðal eru Linda Evangelista, Cindy Craw- ford og Gisele Bündchen. Sýnt er frá keppninni á sextíu sjónvarps- stöðvum og reiknað með að um fjögur hundruð manns geti fylgst með henni. Fyrirsætukeppnin er heilmikið fyrirtæki en gert er ráð fyrir áttatíu keppendum, svipuð- um fjölda blaða- og fréttamanna auk rúmlega fimm til sjö hundruð gesta. Í gegnum tíðina hafa heims- þekktir hönnuðir og listafólk verið viðstatt keppnina. Þar má meðal annars nefna John Galliano, David Bowie og Richard Gere. „Mér líst mjög vel á þetta, tel það jákvætt,“ segir Birkir Hólm, forstjóri Icelandair. Hann hafði ekki séð bréf og gögn frá Elite í gær. Hann segir þetta verða mikla landkynningu og spennandi kost ef að því komi margir aðilar. Reiknað er með að kostnaður við að halda keppnina hér nemi 280 milljónum króna. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir 175 milljóna króna framlagi frá ríki og borg til stuðn- ings verkefninu. Afgangurinn kemur frá öðrum, svo sem að utan og vegna sýningarréttar. jonab@frettabladid.is Elite vill halda loka- keppni hér í haust Tæplega þúsund erlendir ferðamenn gætu komið hingað haldi umboðsskrifstof- an Elite fyrirsætukeppni hér í nóvember. Þar á meðal eru heimsfrægar stjörnur. Jón Ólafsson, kenndur við Skífuna, bar hugmyndina upp við forstjóra Elite. FYRIRSÆTUR Í KEPPNINNI Fyrirsætukeppni Elite hefur verið haldin árlega frá 1983 í nokkrum af helstu stórborgum heims. Síðustu tvö ár hefur hún verið haldin í kín- versku borginni Sanya. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP JÓN ÓLAFSSON DÓMSMÁL Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær í sex stöður héraðsdómara, auk þess sem hún skipaði einn dóm- ara til viðbótar í embætti tíma- bundið í afleysingum. Dómurum var við þetta fjölgað um fimm. Þau Áslaug Björgvinsdóttir, Ásmundur Helgason og Ragn- heiður Harðardóttir voru skipuð dómarar við Héraðsdóm Reykja- víkur, og Ingiríður Lúðvíksdótt- ir skipuð dómari tímabundið við sama dómstól. Jón Höskuldsson var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykja- ness. Þá voru þau Ragnheiður Thorlacius og Sigurður Gísli Gíslason skipuð dómarar við Héraðsdóm Suðurlands. - bj Ráðherra skipar dómara: Fjölgar dómur- um um fimm Stór landkynning „Þetta verður mjög stórt landkynn- ingardæmi fyrir okkur ef af verður,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Hún áréttar þó að Ferðamála- ráð eigi eftir að kynna sér málið betur og því sé lítið hægt að segja um það á þessari stundu. ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR ORKUMÁL Alvarleg rafmagnsbilun varð í byggðarlínu við Brenni- mel í Hvalfirði í gærkvöldi sem olli rafmagnsleysi víða um land. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti voru truflanir vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði. Á Suður- og Suðvest- urlandi fór hins vegar rafmagn ekki af. Rafmagnið fór af Akureyri um klukkan níu og var enn raf- magnslaust þegar Fréttablaðið fór í prentun á ellefta tímanum. - shá Alvarleg bilun í gærkvöldi: Rafmagnslaust víða um land NEYTENDUR Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit í gær hjá starfsstöð Hátækni og tók afrit af rafrænum gögnum þar um olíufélagið Olís. Hátækni er dótt- urfélag Olís. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að rannsókn á gögnum sem hald var lagt á í húsleit hjá Skiptum og dótturfélögum þess, Símanum og Tæknivörum, seint í síðasta mánuði hafi leitt eftirlitið að Hátækni. Grunur leikur á að um hugs- anlegt samráð á farsímamarkaði hafi verið að ræða á milli fyrir- tækjanna, að sögn Páls Gunnars en Tæknivörur eru umboðsaðili fyrir farsíma frá Sony Ericsson, Motorola og Samsung. Samkvæmt úrskurði miðaði húsleit Samkeppn- iseftirlitsins hjá Símanum, Skipt- um og Tæknivörum að almennri rannsókn á mögulegri misnotkun á markaðsráðandi stöðu á farsíma- markaði. Þá hafði farsímafyrirtæk- ið Nova beint kvörtun til eftirlitsins vegna markaðssetningar Ring, sem er á vegum Símans. Í kjölfar hús- leitarinnar í síðasta mánuði kærði Síminn Samkeppniseftirlitið fyrir að notast við þjónustu samkeppn- isaðila Símans í húsleitinni. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða liggur fyrir í rannsókn málsins, að sögn Páls Gunnars. - jab Samkeppniseftirlitið rannsakar hugsanlegt samráð á farsímamarkaði: Tóku gögn hjá Hátækni PÁLL GUNNAR Húsleit hjá Skiptum og dótturfélögum vegna gruns um markaðsmisnotkun leiddi eftirlitið að Hátækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fríða Á. Sigurð- ardóttir látin Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykja- vík í gær. Fríða fæddist á Hest- eyri í Sléttu- hreppi á Horn- ströndum 11. desember 1940. Fyrsta bók Fríðu var smá- sagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt sem kom út árið 1980. Síðan sendi hún frá sér skáldsögur og fjölda smásagna auk þess sem hún þýddi verk erlendra höfunda. Bók hennar, Meðan nóttin líður, sem út kom árið 1990, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991 og Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1992. Síðasta verk verk Fríðu var skáldsagan Í húsi Júlíu sem kom út árið 2006. Fríða var heiðursfélagi í Rithöfunda- sambandi Íslands. Fríða lætur eftir sig eigin- mann, tvo uppkomna syni og sex barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.