Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 6
6 8. maí 2010 LAUGARDAGUR T ilb o ð in g ild a til 11. m a í e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a st, a u g lýst ve rð e r tilb o ð sve rð . Góður Kostur á grillið NÝR OPNUNARTÍMI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10-20 Þurrkryddaðar lærissneiðar Kjöthornið 1.699 kr/kg verð áður 2.128 kr/kg Bökunarkartöflur 1 kg 99 kr/kg Pepsi og Pepsi Max 2 L 179 kr verð áður 225 kr Grísalærisvöðvi Goði 1.518 kr/kg verð áður 1.898 kr/kg Hvítlauks- og piparkryddaðar lærissneiðar Kjöthornið 1.699 kr/kg verð áður 2.128 kr/kg Hvítlauks- og Piparsósur KEA 225 kr Var rétt að handtaka Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings? JÁ 96,1% NEI 3,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna? Segðu skoðun þína á visir.is ELDGOS Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmæling- ar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði kross- inn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síð- degis vegna þessa. Lýsingar heimafólks eru til vitnis um það að öskufallið hafi verið „óþolandi klukkustundum saman“ og um sjötíu manns leit- uðu athvarfs í fjöldahjálparstöð- inni í Vík. Margir þeirra létu vita að þeir ætluðu ekki að vera á heimilum sínum yfir nóttina, segir Víðir Reynisson, hjá Almanna- vörnum. „Þetta eru rétt viðbrögð og mjög skiljanlegt að fólk, sér- staklega barnafólk og eldra fólk, fari meðan á þessu stendur. Fyrir marga er ekki um neitt annað að ræða en að fara.“ Víðir segir að öskufallið hafi náð frá Þorvaldseyri í vestri allt aust- ur á Mýrdalssand, um sextíu kíló- metra frá gosstöðvunum. Erfitt sé þó að átta sig á hvað er öskufall og svo aska að fjúka. Elísabet Ólafsdóttir, sem býr við Hátún í Vík, segir ástandið óþol- andi og að hún hafi ekkert farið út fyrir hússins dyr. „Þetta er ógeðs- legt. Það er öskulag hér yfir öllu og maður er að verða hálfvitlaus á því að hafa ekki ferskt loft,“ segir Elísabet, sem er áttræð. Berglind Guðmundsdóttir, íbúi við Bakkabraut, ákvað í gær að fara frá Vík og vera hjá vinafólki í Reykjavík. Litli sonur hennar, Guðmundur Atlas, verður hjá afa sínum og ömmu á Laugarvatni. „Hann tekur þessu vel og finnst það hálfgert sport að vera með grímuna sína.“ Berglind hefur ekki ákveðið hvenær hún fer heim; um það hafi Eyjafjallajökull mest að segja. Margt af hennar fólki var farið frá Vík seinni partinn í gær. Björn Oddsson jarðeðlisfræð- ingur segir að gosmökkurinn hafi risið hæst um sjö kílómetra og stefndi þá í suðaustur. Ekki sé aukinn styrkur í gosinu þótt það sé kannski tilfinning þeirra sem búa á öskufallssvæðinu. Reyndar hafi sprengivirkni líklegast minnkað frá því deginum áður. Gígur hleðst áfram upp í kringum gosopið í ískatlinum og hraunstraumurinn til norðurs er á svipuðum slóðum og undanfarna daga. svavar@frettabladid.is Vík í Mýrdal eins og draugabær í gærdag Tugir manna flúðu heimili sín í Vík í Mýrdal í gær vegna mikils öskufalls. Öskufjúk eykur á vandann. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir ráðleggja þeim sem geta að fara. ASKA Í SÓLHEIMAHJÁLEIGU Þau Margrét Þrastardóttir og Jóhann Bragi Magnússon létu ekki öskumökkinn stoppa sig í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TYRKLAND, AP Tyrkneska þingið samþykkti í gær stjórnarskrárbreytingar sem gagnrýn- endur segja til þess ætlaðar að styrkja völd ríkisstjórnarinnar á kostnað dómsvaldsins. Stjórnin fékk þó ekki nægilega mikið fylgi við breytingarnar til þess að þær taki gildi fyrr en þær hafa verið bornar undir þjóðina. Líklega mun því forseti landsins efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja fyrirkomulagið í sumar. Dómsvaldið hefur frá stofnun tyrkneska lýðveldisins árið 1923 látið veraldleg sjónar- mið vera ráðandi, en núverandi stjórn, sem komst til valda árið 2003, er hins vegar byggð á íslömskum grunni. Stjórnin segir hins vegar breytingunum ætlað að styrkja lýðræðið í landinu, efla rétt kvenna og barna og tryggja persónuvernd. Stjórnin hefur áður takmarkað völd hersins, sem styður ákaft hina verald- legu undirstöðu ríkivaldsins og hefur fjórum sinnum bylt ríkisstjórnum síðan 1960. Breytingarnar fela meðal annars í sér að hægt sé að draga herforingja fyrir borgara- lega dómstóla frekar en herdómstóla. Lík- legt þykir að stjórnarskrárbreytingarnar verði samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, því Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra nýtur mikils fylgis meðal landsmanna. - gb Umdeild stjórnarskrárbreyting í Tyrklandi sögð styrkja stjórn Erdogans: Tyrkneska þingið dregur úr völdum dómara ATKVÆÐI GREIDD Á ÞINGI Recep Tayyip Erdogan forsætis ráðherra og félagar hans á þingi greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytinguna. NORDICPHOTOS/AFP ■ Ráðlegt er að þeir sem eiga þess kost dvelji ekki á svæði þar sem öskufall er vel sýnilegt en þeir sem þurfa að dvelja á öskufallssvæðum haldi sig sem mest innanhúss. ■ Dragið úr öskumagni innanhúss með því að þétta glugga með límbandi. Ösku sem fellur innanhúss er mikilvægt að hreinsa upp jafnóðum. ■ Gæta skal þess að þyrla upp eins litlu af gosösku og mögulegt er þar sem hún hefur fallið. ■ Úti við er mikilvægt að nota grímur og augnhlífar. Eiga þarf birgðir af grímum og skipta reglulega. Hægt er að nálgast grímur á heilsugæslu- stöðvum á öskufallssvæðum, fjöldahjálparstöðvum og í þjónustumiðstöð- inni í Heimalandi. ■ Akstur þyrlar upp ösku og því er mikilvægt að aka ekki nema nauðsyn krefji og gæta þess að halda ökuhraða í lágmarki. Tilmæli Almannavarna vegna öskufalls TÆKNI Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi. Þorvaldur flutti erindi á afmælis- ráðstefnu Opinna kerfa þar sem hann fór yfir ástæður og kosti þess að reisa hér gagnaver. Ísland hefur ýmsa kosti umfram önnur lönd þar sem gagnaver hafi verið reist, að mati Þorvaldar. Öðru fremur skipti máli að hér geti fyrirtæki tryggt örugga, stöð- uga og endurnýjanlega raforku á samkeppnishæfu verði til langs tíma. Hann nefndi að raforkuverð geti sveiflast mikið í Bandaríkjun- um auk þess að á sumum stöðum þar í landi verði fólk að haga lífi sínu í takt við raforkuframleiðsl- una. Það þurfi ekki að gera hér. Þorvaldur gagnrýndi frétta- flutning af gosinu á Eyjafjallajökli og sagði útlendinga halda að hér sé allt í kalda koli. Þótt gosið hafi vissulega valdið mikilli röskun á millilandaflugi sé það tímabundið ástand. Miklu máli skiptir að hefja starfsemi í gagnaveri Verne Hold- ing að Ásbrú. Aðeins þannig verði útlendingum sýnt fram á öryggið hér, að sögn Þorvaldar. - jab ÞORVALDUR Mikilvægt er að koma gagnaveri Verne Holding á Reykjanesi í gagnið, að sögn fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagkvæmt og öruggt að reisa hér gagnaver, segir Þorvaldur E. Sigurðsson: Bestu samningarnir fást hér KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.