Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 12
 8. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING Verður kosningafyrirkomulaginu breytt? Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er kominn í þá stöðu að geta valið með hverjum hann vill stjórna. David Cameron, leið- togi Íhaldsflokksins, hefur gefið loforð um að helstu kosningamál- um frjálslyndra verði gert hátt undir höfði í stjórnarsáttmála samsteypustjórnar þeirra. Gordon Brown, forsætisráð- herra og leiðtogi Verkamanna- flokksins, bíður álengdar og hefur einnig lofað frjálslyndum öllu fögru fari viðræður Camerons og Cleggs út um þúfur. Clegg hefur ekki viljað gefa nein svör, önnur en þau að sá flokkur sem flesta þingmenn fékk eigi rétt á að reyna fyrst að mynda stjórn. Hann bíður þess að heyra nánar í hverju tilboð Camerons er fólgið. Úrslitum ræður væntanlega hvor þeirra er tilbúinn til að ganga lengst í kjördæmamálinu, enda gæti breytt kosningafyrirkomu- lag gert langþráðan draum Frjáls- lyndra demókrata að veruleika: að verða einn af stóru flokkun- um þremur í staðinn fyrir að sitja fastur í hlutverki þriðja flokksins sem engu ræður. Úrslit þingkosninganna á fimmtudag voru vonbrigði fyrir alla leiðtoga þessara þriggja flokka, en líklega þó mest fyrir Nick Clegg því fyrir aðeins fáum vikum leit út fyrir að honum myndi takast að breyta landslagi breskra stjórnmála með því að gera flokk sinn að jafnoka hinna tveggja. David Cameron getur að vísu fagnað því að hafa fengið flest atkvæði og um leið flest þingsæti, en hann náði ekki meirihluta eins og honum hafði þó verið spáð lengi vel. Gordon Brown forsætisráðherra harmar að hafa misst þingmeiri- hluta stjórnar sinnar, en gerir sér enn vonir um að geta haldið áfram að stjórna með Clegg sér við hlið. Samanlagður þingstyrk- ur þeirra dugar þó ekki til, og því þyrftu einhverjir smáflokkanna að koma til liðs við hugsanlega stjórn þeirra – og óvíst með öllu hvort af því yrði. Eins og fyrri daginn hafði kosn- ingafyrirkomulagið veruleg áhrif á útkomu allra flokkanna. Þannig bættu frjálslyndir í reynd við sig einu prósenti atkvæða frá kosn- ingunum 2005, en misstu samt fimm þingsæti. Íhaldsflokkurinn fékk ekki nema fjórum prósentum meira en í síðustu kosningum, en fékk samt 97 þingmönnum fleira en síðast, og Verkamannaflokkurinn missti 91 þingmann þótt hann hefði ekki tapað nema sex prósentum. Þetta skýrist af því að kosið er í einmenningskjördæmum, þar sem sá flokkur sem flest atkvæði fær í kjördæmi fær jafnframt þingsæti þess kjördæmis. Þessu fyrirkomulagi vill Frjálslyndi flokkurinn fyrir alla muni breyta. Þrátt fyrir fögur orð Camerons er þó ekki víst að Íhaldsflokkurinn sé í reynd tilbú- inn til að ganga langt til móts við sjónarmið frjálslyndra í þessum efnum, því breytt kosningafyrir- komulag gæti sem hægast haft í för með sér að langt verði þang- að til íhaldsmenn komist aftur í stjórn. Eftir kosningarnar á fimmtudag eiga flokkarnir ekki aðra kosti en að mynda samsteypustjórn eða minnihlutastjórn. Síðast var gerð tilraun til slíks árið 1974 þegar Harold Wilson stjórnaði minni- hlutastjórn Verkamannaflokksins. Sú tilraun entist ekki nema fáeina mánuði, en þá þurfti að efna til kosninga á ný. gudsteinn@frettabladid.is Clegg vill sjá hvað Cameron býður Gordon Brown gefur David Cameron kost á að mynda stjórn með Nick Clegg, en segist reiðubúinn til að reyna stjórnarmyndun ef Cameron nær ekki árangri. Kjördæmamálið ræður væntanlega úrslitum í stjórnarmyndunarviðræðum. BÍÐUR ÁTEKTA Gordon Brown átti ekki annan kost en að gefa David Cameron færi á að spreyta sig á stjórnarmyndun. NORDICPHOTOS/AFP Á nokkrum stöðum í Bretlandi varð kjörsókn meiri en starfsfólk kjörstaða réð við. Afleiðingin varð sú að nokkuð stór hópur þurfti frá að hverfa þegar kjörstöðum var lokað. Biðraðirnar voru einfaldlega of langar. Samkvæmt breskum kosningalögum verða kjósendur að hafa fengið kjör- seðil í hendurnar fyrir klukkan 22. Þeim sem komast ekki að er einfaldlega vísað frá. Í London, Sheffield, Birmingham og víðar komu hópar fólks saman til að mótmæla þessu. „Það er gríðarlega mikið af reiðu fólki hérna,“ sagði einn mótmælenda í London, sem hafði verið vísað frá kjörstað eftir að hafa staðið lengi í biðröð. „Þetta er algert hneyksli.“ Margir fengu ekki að kjósa Breska þingið Þingsæti Breyting Atkvæðahlutfall Íhaldsflokkurinn 306 +97 36% Verkamannaflokkurinn 258 -91 29 Frjálslyndir demókratar 57 -5 23 Flokkur lýðræðislegra sambandssinna (N-Írland) 8 -1 0,6 Skoski þjóðarflokkurinn (Skotland) 6 0 1,7 Sinn Fein (N-Írland) 5 0 0,6 Plaid Cymru (Wales) 3 +1 0,6 Sósíaldemókrata- og Verkamannaflokkurinn (N-Írland) 3 0 0,4 Græningjar 1 +1 1,0 Bandalagsflokkurinn (N-Írland) 1 +1 0,1 Kosningu frestað 1 Úrslit þingkosninganna Skotland Verkamannaflokkurinn 41 Frjálslyndir demókratar 11 Skoski þjóðarflokkurinn 6 Íhaldsflokkurinn 1 Norður-Írland Flokkur lýðræðislegra sambandssinna 8 Sinn Fein 5 Sósíaldemókrata- og Verkamannaflokkurinn 3 Bandalagsflokkurinn 1 Aðrir 1 Wales Verkamannaflokkurinn 26 Íhaldsflokkurinn 8 Frjálslyndir demókratar 3 Plaid Cymru 3 Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. Mæðradagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi árið 1934. Siðurinn er sóttur til Banda- ríkjanna þar sem dagurinn var fyrst haldin hátíð- legur opinberlega árið 1914, þann 9. maí. Það var atorkusöm kona, Anna Marie Jarvis, sem kom deginum á en hún vildi minnast móður sinnar. Víða um heim tíðkast að kaupa blóm handa mæðrum á mæðradaginn. Bjóddu mæðrum upp á rjúkandi BKI kaffi á mæðradaginn. BKI Classic Mömmur og góðar minningar eru allt í kringum okkur, kysst á bágtið, knús fyrir háttinn og dýrmætt hrós fyrir vel unnið verk. Njóttu dagsins og faðmlagsins og rifjaðu upp minningarnar. Tilvalið tækifæri fyrir mjúkt BKI kaffi. Kauptu gott BKI kafffi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Mæðradagurinn er á morgun. Fagnaðu mæðradeginum með BKI kaffi Mæðradagurinn er á morgun Kauptu BKI fyrir mæðradaginn Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.