Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 16

Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 16
16 8. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvernig er Landspítalinn búinn tækjum? SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Fyrrverandi yfirlæknir hjarta- deildar telur að tækjamál Land- spítalans séu helsti veikleiki hans. Mörg stærri lækningatæki hefa hærri meðalaldur en ásættanlegt getur talist. Sambærilegar stofnan- ir á Norðurlöndunum eru margfalt betur settar, og vart hægt að bera saman íslenskan raunveruleika í því samhengi. Björn Zoëga, forstjóri LSH, og Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga, hafa lýst áhyggj- um af því að fjárveitingar hafa ekki fengist frá ríkinu til eðlilegrar end- urnýjunar á tækjabúnaði spítalans. Kallað er eftir skilningi fjárveit- ingavaldsins svo halda megi uppi því þjónustustigi sem Íslendingar telja ásættanlegt. Björn orðar það svo að spítalinn sé kominn í gjald- þrot hvað varðar tækjakaup. Lækningatæki á Landspítala Að ósk Fréttablaðsins vann Land- spítalinn samantekt um lækninga- tæki á spítalanum og hvernig fjár- veitingar til tækjakaupa hafa þróast á undanförnum fimmtán árum. Samantektin sýnir hversu umfang starfseminnar er mikil og við hvað er að eiga þegar harðnar á dalnum í efnahagslegu tilliti. Skráð lækningatæki í notkun á Landspítala eru nú um 11.930 talsins. Heildarendurnýjunarverð þeirra er um átta milljarðar, en heildarkaupverð er 4,9 milljarðar. Ódýrustu tækin kosta frá einhverj- um þúsundum eða tugþúsundum króna en þau dýrustu yfir 300 millj- ónir króna. Meðalaldur tækjanna í dag er rúm átta ár. Mörg tæki eru á viðunandi aldri en mörg stærri tæki eru með hærri meðalaldur. Tækjakaup og framlög á fjárlögum Framlag til kaupa á lækningatækj- um fyrir Landspítala hafa lækkað umtalsvert í krónutölu frá samein- ingu LSH og Sjúkrahúss Reykja- víkur (Borgarspítala) árið 2000 til dagsins í dag. Eftir sameiningu var ljóst að umtalsverða fjármuni þurfti til bæði nýkaupa og endur- nýjunar á lækningatækjum. Fram- kvæmdastjórn og forstjóri LSH töldu á þeim tíma að það væri for- gangsmál að fá meira fjármagn til þessara þátta og yrði leitað eftir því á næstu árum. Það gekk hins vegar ekki eftir og greiðslur fyrir leigu á tækjum, sem gripið var til í neyð, hafa síðan tekið æ stærri hluta af fjárveitingu hvers árs. Því er búið að ráðstafa hluta af fjárframlagi til tækjakaupa til ársins 2014 og vegna gengishrunsins fer öll fjárveiting þessa árs og næsta árs til greiðslu leigusamninga. Spítalinn hefur vegna þessa ekki haft fjárveitingu fyrir kaupum á stærri tækjum í nokkur ár og árið 2009 voru eingöngu keypt tæki sem bráðakaup fyrir um 25 milljónir króna en forgangsraðaðar beiðnir innan sjúkrahússins voru um 450 milljónir króna. Fjárveiting og endurnýjun lækninga- tækja Fjöldi lækningatækja í notkun kall- ar á endurnýjun í einhverjum mæli á hverju ári auk þess sem tæki úreldast og ný tækni kemur á mark- að fyrir meðferð og greiningu sjúk- dóma auk nýrrar starfsemi. Verk- lag í klínískri starfsemi breytist og kallar á nýja tækni sem var ekki notuð áður og búnaður verður óhagkvæmur í rekstri og kallar á breytingu vegna hagkvæmni. Á Landspítala fer fram mikið af starfsemi sem ekki er til staðar annars staðar í heilbrigðiskerfinu hér á landi og í mörgum tilfellum reiðir starfsemin á landsvísu sig á tækjabúnað LSH, og má þar nefna röntgendeild, skurðstofur, gjör- gæslu og rannsóknarstofur. Skiptir því miklu að rétt tæki séu til staðar og þau í lagi. Umfangsmikil starf- semi er innan LSH vegna þjónustu við tækin, bæði reglubundið eftirlit og einnig bráðaviðhald. Rík áhersla er lögð á að tæki í klínískri notkun séu í lagi og starfi eðlilega. Lækningatæki eru nauðsynlegur hluti fyrir starfsemi LSH en fjár- magn til endurnýjunar er aðeins lítið brot af heildarrekstri spítalans. Fjárveiting fyrir lækningatæki er nú um 0,6 prósent af fjárveitingu til rekstrar LSH og er það mun lægra en er á sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Í athugun frá 2002, frá nokkr- um helstu háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum sem sinna sam- bærilegum rekstri og Landspítali, er hlutfall fjárveitingar til tækja- kaupa á móti fjárveitingu til rekst- urs frá 1,8 prósentum til 3,2 pró- senta. Það ár var fjárveitingin 0,8 prósent á LSH. Hlutfallið hefur engu síður lækkað á undanförnum árum. Hlutfallið fyrir árið 2009 var um 0,53 prósent og verður um 0,68 prósent fyrir árið 2010. Landspítali er því að fá hlut- fallslega mun minna til tækja- kaupa en sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndunum. Þörfin fyrir end- urnýjun er hins vegar jafnmik- il hér og á þeim sjúkrahúsum sem samanburðurinn nær til. Helsti veikleikinn Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu að stað- an væri mikið áhyggjumál. Það sé orðin veruleg þörf á venjulegum lækningatækjum. Þar má nefna öndunarvélar, ómtæki og línu- hraðal, sem kostar til dæmis um 300 milljónir í stofnkostnað. „Með hverju árinu sem líður verður þessi þörf sífellt meiri og þá erum við ekki að tala um neinar nýjung- ar,“ sagði Ólafur og bætti við að samfélagið verði að gera upp við sig hvort kaupa á nýjustu tækni til landsins eða hvort senda eigi fólk til rannsókna til útlanda. Guðmundur Þorgeirsson, próf- essor í lyflækningum við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstöðu- maður hjartadeildar LS, telur að tækjamál LSH séu helsti veikleiki spítalans. Hann segir að mann- afli, skipulag þjónustu, rannsókn- ir, kennsla og jafnvel húsakosturinn geri LSH að þeirri öflugu stofnun sem menn þekki. Það sé því úr takti að kaup og endurnýjun á tækjakosti spítalans sé háð þeim annmörkum sem raun ber vitni. Stóraukin framlög þarf til tækjakaupa Lækningatæki samkvæmt lagaskilgreiningu: ■ Hvert það verkfæri, búnaður, áhald, efni (þó ekki lyf) eða annar hlutur, notað eitt sér eða með öðru, ásamt hugbúnaði sem þarf til að tækið starfi rétt, sem framleiðandi ætlar til notkunar fyrir menn til þess að: a. greina, hindra, athuga, meðhöndla eða lina sjúkdóma, b. greina, hafa eftirlit með, meðhöndla, draga úr eða bæta líkamstjón, fötlun eða skerta getu, c. rannsaka, breyta eða koma í stað líffæris eða lífeðlisfræðilegrar starf- semi, Lækningatæki - skilgreiningKRAFT YOGA/FRAMHALDS YOGA GOTT FYRIR ALLA OG UPPLAGT FYRIR HLAUPARA Komum sterk inn í sumarið Áhersla lögð á aukinn kraft, miklar teygjur, rétta öndun og góða slökun. Kennt í Drafnarhúsinu Hafnarfi rði (Sjúkraþjálfarinn) Sanngjarnt verð Skráning og upplýsingar í síma 6910381 Flugtímabil: 4. maí –20. júní Bókunartímabil: 4.–11. maí 10.000 kr. afsláttur Sumargjöf Afsláttarkóði: IEX0502 með ánægju www.icelandexpress.is Allar nánari upplýsingar um afsláttinn á www.icelandexpress.is Bókaðu núna! Jeppi TIL SÖLU Dana 60 fr & aft / Milligír / Tölvukubbur / HL:5:38 / Loftkerfi / Gormar fr & loftpúðar aftan / Spil / Bedlock felgur / o. fl. Toyota LC 120 / 2007 / 46” dekk Ásett verð kr. 11,9 m / Nánari upplýsingar í síma 898-4988 ALVÖRU Óska eftir að kaupa íslenskt – enskt Lingapone námskeið. Námskeið sem samanstendur að einni stórri bók sem á stendur Íslenskt enskt Lingapone námskeið. Kassa og kassettur. Ég borga 40.000 fyrir námskeiðið Upplýsingar síma 865-7013 Eiríksstaðir Blóðbanki Hringbraut Læknagarður Geðdeild Hr. Eskihlíð 6a Ægisgata 26 Landakot Öldugata 17 Skjalageymsla Grensás Fossvogur Gautland 11 Hátún 10 Ármúli 1a Flókagata 62 Lágmúli 9 Rauðilækur 36 Dalbraut Kleifarvegur 15 Kleppur Laugarásvegur 71 Ljósheimar 22 Starfsemi Landspítalans í Reykjavík Flókagata 29, 31 STARFSEMI Á 33 STÖÐUM Tækjamál LSH verður að skoða í ljósi þess hversu starfsemin er dreifð. Nýtt háskólasjúkrahús mun spara stórar upphæðir vegna hagræðis, og á það ekki síst um betri nýtingu tækja og búnaðar. Sem dæmi má nefna að tvennt þarf af ýmsum dýrum tækjum vegna skiptingar á milli starfseminnar í Fossvogi og við Hringbraut. Hvítabandið Skúlagata 10 Rauðarárstígur 31 Lokastígur 16 Leifsgata 5 Rauðarárstígur 33 Þverholt 18 Reynimelur 55 M YN D /BYG G Ð Á U PPLÝSIN G U M FR Á LA N D SPÍTA LA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.