Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 26

Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 26
26 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Ákæru á hendur níu mótmæl-endum vetrarins 2008 til 2009 er ekki aðeins beint gegn lækna- nemanum, myndlistarmanninum, leikskólakennaranum, líftækni- fræðingnum eða öðrum aðgerða- sinnum í hópi sakborninga. Hún beinist gegn öllum þeim sem líta svo á að vald ríkisins sé háð vilja fólksins. Sextán ár Þvert á það sem ætla mætti af ónákvæmum fréttaflutningi flestra miðla snýst meginákær- an ekki um bætur fyrir tognað- an þumal þingvarðar eða að í ryskingum var bitið í eyra lög- reglumanns. Það er ekki fyrir þetta sem allt að 16 ára fangelsis- dómur vofir yfir níu manns, held- ur fyrir brot á 100. grein hegning- arlaga, fyrir „árás á Alþingi“. Í hverju fólst „árásin“? Jú, að ætla að hafa háreysti á opnum þing- pöllum, í mótmælaskyni. Þing- verðir lokuðu pöllunum, og mein- uðu fólkinu aðgang. Lögregla var send á vettvang, króaði fólkið af í stiganum en hleypti því loks út. Að þetta atvik feli í sér árás á Alþingi, en það geri til dæmis ekki búsáhaldabyltingin í janúar 2009, þegar þúsundir rufu þinghald svo þingmenn voru fluttir burt í lög- reglufylgd og ríkisstjórn féll, er taktísk túlkun atburða, ákvörðun um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ásetningurinn með ákærunni er útskúfun og refsing fárra, sem hótun til allra þeirra sem gætu viljað byrsta sig á ný. Einu sinni áður hefur verið ákært fyrir árás á Alþingi: eftir mótmælin við þinghúsið 30. mars 1949. Það var „trylltur hvítliða- skríll“ samkvæmt Þjóðviljanum sem þá fékk lögreglukylfur til að berja „trylltan kommúnistaskríl“, að sögn Morgunblaðsins. Tuttugu mótmælendur voru ákærðir og dæmdir. Sex þeirra misstu kosn- ingarétt og kjörgengi. Um síðir var þeim öllum veitt full sakar- uppgjöf, enda dómurinn skýrt mannréttindabrot. Tyftunin ent- ist hins vegar í tæpan mannsald- ur: þátttaka í mótmælum varð ekki almenn á ný þar til haustið 2008. Að stjórnvöld fari fram í órétti dregur þannig ekki úr getu þeirra til að kæfa andóf, brjóta vilja og vanvirða líf. Sviðsetning valdsins Um miðjan apríl 2010 mættu eitt hundrað manns á áhorfendabekk í héraðsdómi til að fylgjast með framvindu dómsmálsins: mættu, horfðu, hlustuðu og þögðu. Dómari ákvað að við þetta yrði ekki unað. Þegar rétturinn kom næst saman, 30. apríl, hafði dóm- ari takmarkað hverjir mega nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að sækja opin réttarhöld: Þeir 25 sem fá sæti. Fjölmennt lögreglu- lið var á staðnum, til að sviðsetja það sem Stefán Eiríksson lög- reglustjóri nefndi síðar um dag- inn „leikrit“. Hlutverk lögreglu var að hleypa réttarhaldinu upp með því að handtaka tvo áhorf- endur í salnum fyrir að vera tveimur of margir. Öllum var brugðið. Sumir grétu. „Þið leikið ykkar hlutverk,“ sagði lögreglu- stjóri að viðstöddum útvarps- manni, „við leikum okkar“. Verj- andi fór þess á leit við dómarann að fenginn yrði stærri salur næst til að lögregla héldi ekki áfram að græta gesti réttarins að ósekju. Dómarinn svaraði: „Hér inni er það ég sem ræð,“ tók upp símtól, hringdi í afgreiðslu dómstólsins, heilsaði ritaranum og sagði: „Ætl- arðu að taka frá sama sal fyrir mig 12. maí.“ Plastdolluríkið Guðmundur Andri Thorsson birti á dögunum grein þar sem hann rifjaði upp skýrslu forsætisráðu- neytisins um „ímynd Íslands“ frá vorinu 2008, ímynd sem skyldi efla undir kjörorðinu „Kraftur, friður, frelsi“. Í greininni sagði hann skýrsluna og ásetning- inn að baki vera til marks um fasisma. Greinina nefndi hann raunar „Fasisminn í hlaðinu“. Þessu orði hefur ekki verið beitt á prenti, um íslenskar valda- stofnanir, langalengi. Guðmund- ur Andri sagðist feginn því að „áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni,“ væri liðin tíð. En það er hún ekki. Í byrjun maí kynnti iðnaðarráð- herra markaðsátak til að bregðast við ímyndarskaðanum sem gos undir Eyjafjallajökli hefur valdið Íslandi. 700 milljón króna áætlun- in miðast við að nýta „tengslanet almennings“ og fá alla Íslend- inga til að „segja söguna eins og hún er – vinum okkar, samstarfs- fólki og kunningjum í öðrum löndum … kynna kraftinn í stór- brotinni náttúru okkar, náttúr- unni sem hefur gert okkur að því sem við erum.“ Til að „sýna hver við raunverulega erum og hvern- ig daglegt líf gengur fyrir sig á Íslandi“. Það ætti ekki að koma á óvart að þetta verkefni, og önnur framundan, grundvallast á hug- myndum skýrslunnar vandræða- legu og hálf-fasísku. Áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni. Ef við stundum líf okkar sem Tupp- erware-kynningu, getum við nú grætt á daginn og á kvöldin. Farsinn í hlaðinu Auðvitað heitir það ekki lygi að lofa vöru, heldur ímyndarsköp- un. Það væri því ónákvæmt að tala um lygara, en þeir sem leggja harðast að sér við sköpun ímynda eiga stundum erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann. Lík- lega voru ráðherrar að fara yfir plastdollukynninguna á ríkis- stjórnarfundinum hinn 30. apríl, á meðan áhugafólki um réttarfar var vísað frá sýningu vegna sæta- skorts. Vegna þess að þar með var fólk á torginu þótti rétt að lauma ráðherrum bakdyramegin út úr Stjórnarráðinu og flytja þá burt í lögreglufylgd. Kannski eru stjórnvöld bara að grínast. Endurflytja gamlan harmleik sem farsa. Kannski segir dómarinn bara „Djók!“ þann 12. maí, þegar rétturinn kemur næst saman. Ef ekki gæti þetta orðið ansi kostnaðarsamt. Þar sem sam- eiginlegur orðaforði ráðamanna snýst um plastdollur og peninga er rétt að þýða þetta svo það skiljist: pólitískar ofsóknir, mannréttinda- brot og valdníðsla er ekki heppileg fyrir ímynd landsins. Gæti kostað monní, fleiri myndir af lundum, sundlaugum og sætum húsum. Til að dylja hver við raunveru- lega erum og hvernig daglegt líf gengur fyrir sig á Íslandi. Ljúga hærra. Að þetta atvik feli í sér árás á Alþingi, en það geri til dæmis ekki búsáhaldabyltingin í janúar 2009, þegar þúsundir rufu þinghald svo þingmenn voru fluttir burt í lögreglufylgd og ríkisstjórn féll, er taktísk túlkun atburða, ákvörðun um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur Réttlæti í plastdollu Þjóðfélagsmál Haukur Már Helgason rithöfundur og heimspekingur Hátt í 15.000 starfsmenn tóku þátt í stærstu vinnumarkaðskönnun landsins og hlutu alls 40 fyrirtæki nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2010. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum mældust afar vel og óskum við þeim innilega til hamingju. Kynntu þér niðurstöðurnar í heild á www.vr.is.F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Vorum að taka upp stóra vinninginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.