Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 27
LAUGARDAGUR 8. maí 2010 27
Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því,
fari allt á enn verri veg en þegar er
orðið, að hokra í menningarsnauðri
verstöð á hjara veraldar. Þetta er
auðvitað bara fullyrðing sem menn
hafa kastað fram í hálfkæringi, en
er þó nokkuð gott dæmi um held-
ur dapurlegt gæðastig umræðunn-
ar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri
Íslands nú um stundir felst nefni-
lega meðal annars í því að efla fisk-
veiðar og -vinnslu með vistvænum
aðferðum. Til þess hafa Íslending-
ar bæði þekkingu og tækni sem
gæti gert þeim kleift að verða leið-
andi í heiminum á þessu sviði.
Gæðin aðalatriðið
Sjávarútvegurinn og fisvinnslan
leið, eins og fleiri atvinnugrein-
ar hérlendis, fyrir þá frumstæðu
hugsun að magnið eitt skipti máli,
að veiða og vinna sem allra mest.
Meira í dag en í gær, það var mæli-
kvarðinn á framfarirnar. Áherslan
færðist þar með frá því sem mestu
máli skiptir: gæðunum. Fáránleg-
ustu dæmin um þetta er það hvern-
ig stundum var (og er) farið með
hinn vandmeðfarna og dýrmæta
uppsjávarafla, stór hluti hans fór í
bræðslu í stað þess að vera frystur
til manneldis eins og gert er meðal
nágrannaþjóða okkar.
Vistvænt hátækniríki
Nú þegar tímar eru sem betur fer
farnir að breytast er ef til vill tíma-
bært að huga betur að því hvernig
hægt er að gera enn meiri verð-
mæti úr þeirri takmörkuðu auð-
lind sem hafið er. Eitt af því væri
að efla útflutning á ferskum afurð-
um (unnum eða óunnum), nota
mun háþróaðri kælingu og fersk-
leikastýringu en gert hefur verið
fram til þessa og stórauka þannig
geymsluþol fersku afurðanna.
Það myndi þýða að mun hærra og
stöðugra verð fengist fyrir allar
afurðir en nú er, því raunin er sú að
með flestum þeim kæli- og flutn-
ingaaðferðum sem nú eru notað-
ar er fiskur frá Íslandi oft orðinn
ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán
daga, þegar hann er settur á mark-
að í Evrópu. Eða þá hann er fluttur
út frystur, sem er ævinlega annars
flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi,
þar sem ég þekki best til.
Til að yfirstíga þennan vanda er
fiskur fluttur út í flugfragt sem er
dýr flutningsmáti og óhagkvæm-
ur, auk þess sem hann er síður en
svo öruggur eins og nýleg dæmi
sanna.
Hins vegar eru nú þegar til frá-
bærar kæliaðferðir og -tækni á
Íslandi, aðferðir sem þýða gerbylt-
ingu í gæðamálum og gera kleift
að afhenda allt að tveggja vikna
fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en
þær hafa af einhverjum ástæð-
um sorglega lítið verið notaðar
til að hámarka verðmæti ferskra
afurða. Sennilega eru þarna að
verki systurnar gömlu, Íhaldssemi
og Vanahugsun.
Fagurgræn kælitækni
Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur
handa lágstéttarfólki í Englandi.
Framtíðin er ferskur hágæðafisk-
ur handa sterkefnuðum Evrópubú-
um, Bandaríkjamönnum, Japönum
og Kínverjum sem er umhugað
um heilsuna og útlitið. Núna eru
Íslendingar einhvers staðar mitt á
milli gamla tímans og framtíðar-
innar, mun styttra á veg komnir en
þeir gætu verið, þar sem þessi nýja
tækni hefur enn ekki verið nýtt
sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóð-
ir sem hægt er að ná með þessari
nýju tækni þarf, og ber, að nýta.
Með tilkomu farsímans og nets-
ins hefur orðið bylting í fjarskipt-
um undanfarin ár, tími og fjar-
lægðir hafa öðlast nýjar víddir
og margt einfaldast. Með inn-
leiðingu nýjustu kælistýringar-
tækni og gæðastjórnunar gæti
svipuð bylting átt sér stað á sviði
sjávarafurða hérlendis, með til-
heyrandi arðsemi. Hafi menn til
að bera dug, þor og víðsýni til að
nýta sér þá innlendu tækni sem
þegar er til staðar til að hámarka
verðmæti úr sjó á umhverfisvæn-
an hátt gæti Ísland hæglega orðið
leiðandi í heiminum á sviði fagur-
grænnar kælitækni í sjávarútvegi
og fiskvinnslu.
Fagurgræn kælitækni
Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir
næstu bæjarstjórnarkosningar í
Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru
þannig skipuð: 1. sæti skipar
Helgi Helgason stjórnmálafræð-
ingur, 2. sæti skipar Ásta Haf-
berg varaformaður Frjálslynda
flokksins og 3. sæti Kolbrún
Stefánsdóttir framkvæmdastjóri
Sjálfsbjargar.
Listinn var kynntur á fundi á
sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því
yfir á fundinum að ég myndi ekki
taka sæti í stjórnum einkafyrir-
tækja eða fjármálastofnana verði
ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var
líka mjög ánægjulegt að efstu
menn listans voru sammála um
að setja það á oddinn sem bar-
áttumál framboðsins að innleiða
íbúalýðræði. Tillögur framboðs-
ins eru mjög skýrar í því efni,
ólíkt öðrum framboðum. Frjáls-
lyndir vilja innleiða það í bæjar-
málasamþykkt Kópavogs að 25%
kjósenda geti krafist kosninga um
umhverfis- og skipulagsmál. Með
þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð,
í Lundi í Fossvogi eða á Kársnes-
inu getað varist þeirri valdníðslu
sem núverandi meirihluti hefur
viðhaft í skipulagsmálum á þess-
um svæðum. Frjálslyndi flokk-
urinn mun beita sér fyrir því
að umhverfis- og skipulagsmál
í bænum verði endurskoðuð frá
grunni með það að markmiði að
íbúar hafi meira um sitt nánasta
umhverfi að segja. Öllum skipu-
lagshugmyndum núverandi meiri-
hluta á Kársnesinu vill flokkur-
inn henda og skipuleggja upp á
nýtt með íbúum svæðisins þar
sem þeirra rödd og hugmyndir
ráða för. Frjálslyndir munu hafa
endaskipti á forgangsröðun þegar
hagræðing er annarsvegar.
Nýlega ákvað bæjarstóri að
eldri borgarar fengju ekki lengur
frítt í sund í Kópavogi. Meirihlut-
inn taldi sig spara 7 milljónir með
þessu. Við segjum að þetta sé vit-
laus forgangsröðun. Bæjarstjór-
inn í Kópavogi hefði getað skorið
sín laun niður úr 1,7 milljónum á
mánuði í 1,2 milljónir á mánuði.
Þar með hefðu eldri borgarar
fengið áfram frítt í sund og góð
heilsa eldri borgara, máttarstólpa
þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir
ríki og bæjarfélög
Aukum íbúalýðræði
Vistvæn hátækni
Friðrik
Rafnsson
verkefnisstjóri hjá STG-
Multi-Ice/ MIQ ehf.
Sveitarstjórnarkosningar
Helgi
Helgason
oddviti Frjálslynda
flokksins í Kópavogi
Nýlega ákvað bæjarstóri að eldri
borgarar fengju ekki lengur frítt í
sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi
sig spara 7 milljónir með þessu. Við
segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun.
Nú þegar tímar eru sem betur fer
farnir að breytast er ef til vill tíma-
bært að huga betur að því hvernig
hægt er að gera enn meiri verðmæti
úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er.
Stærri fyrirmyndarfyrirtæki:
1. Íslenska gámafélagið
2. Öryggismiðstöð Íslands
3. Icepharma
4. Betware á Íslandi
5. Logos
6. Securitas
7. Fjarðarkaup
8. CCP
9. Össur
10. Alcan á Íslandi
11. Gróðurvörur
12. 1912
13. Johan Rönning
14. Sorpa
15. Parlogis
16. Rauði kross Íslands
17. Lýsi
18. Prentsmiðjan Oddi
19. Nova
20. Maritech
11. Sölufélag garðyrkjumanna
12. Gogogic
13. Bókhald og uppgjör
14. Iðnmennt
15. Kjarnavörur
16. Sæmark
17. Trackwell-Stefja
18. Sensa
19. Hagvangur
20. Karl Kristmanns umboðs- & heildverslun
Minni fyrirmyndarfyrirtæki:
1. Spölur
2. Miracle
3. Beiersdorf
4. Verslunartækni
5. Birtingahúsið
6. Vélfang
7. Microsoft Íslandi
8. Sigurborg
9. Gróco
10. Globus
Virðing
Réttlæti
Fyrirmyndarfyrirtæki
ársins 2010