Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 32

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 32
32 8. maí 2010 LAUGARDAGUR yfirmaður þjóðkirkjunnar, en það eru ákveðnir samningar í gangi á milli ríkis og kirkju. Mín aðkoma einskorðast af því að ég lagði fram frumvarp þar sem lagt er til að ein hjúskaparlög gildi fyrir alla. Þar er gert ráð fyrir því að ef prestur, vegna trúarsannfæringar sinnar, treystir sér ekki til að vígja við- komandi par, þá geti hann neitað því. Hjónabandið er borgaraleg stofnun og löggjafinn verndar það umfram önnur sambúðarform með ákveðnum réttindum. Allt tal um aðskilnað ríkis og kirkju, eða að taka vígsluheimildir algjörlega frá prestum, er þessu frumvarpi óvið- komandi. Það er bara sér umræða og ekki forsenda þess að þetta mál nái fram að ganga. Þetta mál er í rauninni bara eðli- legt framhald af öllu sem hefur verið gert. Samkynhneigðir mega ættleiða, af hverju ættu þeir ekki að mega giftast? Ég bara spyr.“ En eru mannréttindi ekki óháð skoðunum? Við mundum ekki neita að gifta mann af því að hann er af ákveðnum kynþætti til dæmis. „Nei, nei. En það breytir því ekki að fólk getur haft ákveðin viðhorf. Það eru skiptar skoðanir um þetta og við verðum að horfast í augu við að hér er engin skoðanalögregla. Ég held að þú náir ekki neinni fram- þróun með því að segja við fólk sem er annarrar skoðunar að það eigi bara að þegja. Það skiptir ekki um skoðun við það að þegja.“ Verðum að gæta mannréttinda Torskilið er hugtakið forvirkar rannsóknarheimildir. Er þetta ekki bara annað hugtak yfir njósnir? „Nei, ég hef einmitt ekki viljað setja þetta í þann farveg. En það þarf að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem til skamms tíma var ekki til í huga okkar sem hluti af Íslandi. Því miður er það þannig nú. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að upplýsa almenning um það sem er að gerast í þeim mæli sem þau geta það. Þetta er heldur ekki þannig að við ætlum að fara að skella heim- ildunum á á morgun. Við þurfum að fara í gegnum ákveðna vinnu. Ef framkvæmdavaldið gerir tillögu um að lögreglan fái þessar heimild- ir þá verður líka að gera grein fyrir því af hverju, í hvaða tilvikum og í hvaða tilgangi. Og undir hvaða eftirliti.“ Ragna segir grundvallaratriði að gætt sé að mannréttindum. Ísland sé lítið land og eigi að geta barist gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mansali. „Við erum fámenn þjóð og við eigum að ráða við þetta. Við þurfum bara að gera upp við okkur hvaða aðferðum við ætlum að beita og við þurfum að gæta mannrétt- inda. Það er alveg skýrt. Þessi umræða er ekki sett fram í því ljósi að það eigi á nokkurn hátt að ganga á hlut mögulegra sakborn- inga. Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að það er skylda stjórnvalda líka að tryggja almenn- ingi það umhverfi að honum steðji ekki hætta af skipulögðum glæpa- samtökum, til dæmis. Stjórnar- skráin verndar félagafrelsi en hún verndar ekki félög sem hafa bein- línis ólögmætan tilgang. Því ætti stjórnarskráin að halda hlífiskildi yfir slíkum samtökum?“ En hvað þýðir þetta hugtak, for- virkar rannsóknarheimildir? „Það er þá þannig að lögregla hefði heimild til að rannsaka ákveðna háttsemi eða ákveðin atriði án þess að það sé rökstudd- ur grunur um eitthvert tiltekið afbrot.“ En skilurðu þá sem óttast að þarna sé ríkið að hafa óeðlilegt eftirlit með þegnum sínum? „Já, ég skil það. Þess vegna segi ég að það verður auðvitað að búa svo um hnútana að það sé eftirlit með þessari beitingu aðgerða, það er algjör nauðsyn. Það má koma því eftirliti við á ýmsan hátt. Það getur verið í höndum dómstóla eða sér- skipaðrar þingnefndar, þannig að fólk treysti því að það séu fleiri en einn sem skoða þetta.“ Uppákoma í dómsal Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður sakaði lögreglu og hér- aðsdómara um mannréttindabrot, þegar áhorfendum var vísað úr þinghaldi og tveir handteknir. Hef- urðu skoðað það mál? „Fyrst vil ég segja að heimildir dómara til að stjórna sínu þinghaldi eru mjög ríkar. Hann getur í raun- inni stjórnað þessu eins og hann vill og framkvæmdavaldið hefur ekkert um það að segja. En síðan koma þessar ásakanir um mann- réttindabrot fram á meðan lög- reglan kveðst hafa verið tilkölluð og aðeins að gera sína skyldu. Það þarf að kanna hvað gerðist í raun og veru. Ég hef sent bréf lögmannsins til lögreglustjórans í Reykjavík til að fá hans sjónarmið og fengið erindi frá dómstjóranum í Reykjavík. Ég sem æðsti yfirmaður lögreglunn- ar er bara að athuga hvort það sé ekki allt í lagi hjá mínu fólki; hvort lögreglan geri ekki bara það sem henni er heimilt lögum sam- kvæmt. Ég hef sagt að við verð- um að vera óhrædd við að skoða það sem við gerum og það er ég að gera núna. En í sambandi við þetta að þá vissulega rúmar þingsalurinn ekki nema ákveðinn fjölda af áhorfend- um. Ef það er þannig að fleiri hafa áhuga á réttarhöldunum þá hefði ég talið að dómstóllinn ætti að taka það til skoðunar. Er ekki hægt að miðla réttarhaldinu ef fleiri en þeir sem fá sæti hafa áhuga?“ En hvað segirðu um ákærurnar um árás á Alþingi? „Ég tjái mig ekkert um þær. Ákæruvaldið er rifið frá ráðu- neytinu einmitt með það í huga að ákæra sé óháð því hvort viðkom- andi á vini í ráðuneytinu eða ekki. Ég bendi þó á það að ef löggjafar- valdið er ósátt við grein hegning- arlaganna um þinghelgi, þá er það auðvitað í höndum löggjafans að taka það til athugunar.“ Ekki með reiði að leiðarljósi Rannsóknarskýrslan hefur verið mærð mjög og ekki að ástæðu- lausu. Hvernig nýtist hún okkur best að þínu mati? „Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að ákæruvaldið fari í gegnum skýrsluna. Það er mjög mikilvægt að skýrslan komi fram og hún er eins og hún er, því hún er svo berorð. Það er nauðsynlegt fyrir okkur, því að við sem samfélag viljum fá að vita hvað gerðist og það kemur fram í skýrslunni. Það er mikilvægt að við finn- um okkur leiðir til að vinna okkur út úr skýrslunni og bætum okkar samfélag. Við getum verið reið í ákveðinn tíma en það geng- ur ekki að við séum bálreið til lengdar. það kemur ekkert út úr því, eða öllu heldur kemur miklu meira út úr því að við reynum að vinna okkur út úr skýrslunni með uppbyggilegum hætti. Ég held að hver verði að taka til í sínum ranni, til dæmis ráðu- neytin. Sú vinna er hafin í ýmsum ráðuneytum, en það verður að vera alveg skýrt að þau taki þetta til sín og við notum skýrsluna til að bæta okkar stjórnsýslu, breyta ýmsum hlutum og byggja upp agaða stjórn- sýslu. Við reynum að vinna okkur út úr þessu. Það er skiljanleg reiði í ákveðinn tíma, en það gengur ekki að vera reiður til lengdar. Það er hin stóra áskorun fyrir okkur sem samfé- lag; við verðum að vinna okkur út úr þessu saman. En ef við gerum það með reiðina að leiðarljósi þá er ekki víst að við náum mjög langt. Reiðin er mikið bál.“ FRAMHALD AF SÍÐU 30 Hvernig finnst þér Íslendingar standa sig hvað varðar flóttamenn? „Ég sagði nú strax í fyrra að við gætum gert betur og við höfum unnið að því að bæta framkvæmd þessara mála og laga það sem við töldum okkur geta lagað innan gildandi laga og reglna. Ég hef lagt fram frumvarp um aukin rétt- indi til handa hælisleitendum og vonast auðvitað til að það verði samþykkt. Þá erum við komin á par við það sem gerist í nágrannalöndunum, vil ég meina.“ Af hverju erum við ekki löngu komin þangað? „Því get ég í raun ekki svarað. Ég fór strax að vinna að þessum málum í minnihlutastjórninni og á þessu er tekið í stjórnarsáttmálanum. Við þurfum náttúrlega að glíma við ákveðin úrlausn- aratriði því við erum þátttakendur í Dyflinnar- samstarfinu. Þetta er alþjóðlegt samstarf sem byggist á því að umsögn um hælisleitanda sé bara til umfjöllunar í einu landi, ekki sé hægt að fara á milli og sækja um á mörgum stöðum. Ef hælisleitandi sækir um í einu landi og fer svo annað er hann sendur aftur þangað sem hann kom fyrst. Vandamálið er auðvitað að aðstæður eru mismunandi. Má í því skyni nefna land eins og Grikkland. Það er ekki gott að aðstæður séu svo mismunandi í alþjóðlegu sam- starfi sem byggist á að aðilar vinni á jafnréttis- grundvelli og hafa komið sér saman um ákveðið kerfi. Það samstarf byggir á því að ríki og svæði búi nokkurn veginn við sambærilegt ástand.“ Nú búum við við þær aðstæður að fátítt er að við séum fyrsta land flóttamanna. Erum við ekki bara að þvo hendur okkar af vandamálinu með þátttöku í Dyflinnar-samstarfinu? „Ja, við gætum auðvitað litið á það þannig, en við erum nú samt þátttakendur í þessu. Við höfum ákveðið að í ákveðnum tilvikum víkjum við frá þessu, eins og til dæmis með Grikkland. Mínar tillögur ganga í rauninni bara út á að við tökum á móti fleiri hælisleitendum. Það er markmið frumvarpsins, ekki að leysa flótta- mannavanda Evrópu.“ Ragna segir siðferðilega skyldu þjóða að taka þátt í lausn vandans. Hælisleitendur geti verið í mikilli neyð og þurft á aðstoð að halda. Því miður sé skuggahlið á því og fólk geti verið að villa á sér heimildir. „Við eigum þó ekki að byggja kerfið upp þannig að mögulega sé við- komandi ekki hælisleitandi. Við eigum einmitt að byggja kerfið á því að hælisleitendur njóti vafans.“ Eftirbátar nágrannalandanna í málefnum flóttamanna EFLIR EMBÆTTIÐ Ragna mun leggja til við ríkisstjórn að embætti sérstaks saksóknara verði eflt. Þá er verið að skoða leiðir til að efla dómsvaldið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.