Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 36
36 8. maí 2010 LAUGARDAGUR N ú þegar íslensk þjóð stendur á krossgötum í mörgu tilliti er þess minnst að sjötíu ár eru síðan breskur her gekk á land í Reykjavík 10. maí 1940. Með hernáminu er oft markaður upphafspunktur þess nútímasam- félags sem við þekkjum. Skárri kosturinn „Við hefðum vitaskuld kosið ekkert her- nám – en fyrst til þess þurfti að koma erum við fegnir, að þið voruð fyrstir til“, á Ólaf- ur Thors að hafa sagt við Howard Smith, nýskipaðan sendiherra Breta á Íslandi, eftir fund ríkisstjórnarinnar með sendi- nefnd Breta í stjórnarráðinu. Vísaði hann þar til óttans um að Þjóðverjar yrðu á undan að hertaka landið. Koma Bretanna var til- komin af sömu ástæðu. Landið, og ekki síst staðsetning þess í miðju Norður-Atlants- hafi, var hernaðarlega mikilvægt og ekki eftir neinu að bíða þar sem Þjóðverjar fóru sem eldur um Evrópu þessar vikur og mán- uði árið 1940. Þjóðstjórnin hafði gert ráðstafanir til að biðja um hervernd Bandaríkjanna ef þörf krefði – stjórnin kaus fremur hervernd þeirra heldur en hernám Breta eða samn- inga við þá, segir Þór Whitehead sagnfræði- prófessor eins og hann útskýrir í bókum sínum um hernámið. Íslendingar tóku hermönnunum almennt vel. Flestir sýndu stillingu og vitnuðu bresku hermennirnir um það síðar meir. Þeir sem stóðu við höfnina þegar herliðið var að ferja búnað og vistir sýndu þó andúð sína hver á sinn hátt. Sagan segir að skáldið Vilhjálmur frá Skáholti hafi steytt hnefann mót hermönnunum á bryggjunni í Reykja- vík og þrumað í átt til þeirra: „Ég fyrirbýð ykkur að stíga hér á land.“ Hvorki Vilhjálm- ur né nokkur annar var þess umkominn að stöðva innrásina, en haft hefur verið á orði að það hafi verið Bretum til happs að engin var mótspyrnan. Svo illa voru þeir búnir. Hernámsdagurinn Eins og fyrr segir kom hér bresk flotadeild að morgni 10. maí; tvö beitiskip og fimm tundurspillar. Herdeildin taldi 746 menn. Áður en breski herinn kvaddi hafði um 25 þúsund manna lið verið flutt hingað. Má til samanburðar hafa í huga að íslenska þjóðin var þá um 120 þúsund manns og af þeim þriðjungur búsettur í Reykjavík og nágrenni. Auðvitað er atburðarás þessa örlagaríka dags flestum kunn. Dagblöðin röktu hana í smáatriðum og segir Morgunblaðið, undir stríðsfyrirsögn í orðsins fyllstu merkingu, Ísland hertekið. Sá er hélt á penna reyndist sannspár þegar hann skrifaði að nýtt tíma- bil væri hafið í „æfi þjóðarinnar“ sem erfitt væri að spá fyrir um hvernig myndi þróast eða til hvers það myndi leiða. Eitt það fyrsta sem Bretar gerðu var að handtaka þýska ræðismanninn og aðra Þjóð- verja sem Bretar höfðu ástæðu til að halda að væru þeim hættulegir. Bretar lokuðu um tíma helstu vegum til borgarinnar og tóku á sitt vald Loftskeytastöðina, pósthús- ið, Landssímann og Ríkisútvarpið. Íslenska ríkisstjórnin mótmælti hernáminu sem broti á hlutleysi landsins. Um kvöldið flutti Her- mann Jónasson forsætisráðherra útvarpsá- varp þar sem hann skýrði þjóðinni frá við- burðum dagsins. Hann lagði mikla áherslu á að breskur her yrði ekki á Íslandi „degi lengur en nauðsyn krefji vegna styrjaldar- innar“ og að Bretar myndu ekki skipta sér af stjórn landsins. „Þessar ákveðnu yfirlýs- ingar frá hinni vinveittu bresku þjóð eru óneitanlega nokkur sólskinsblettur í þeim dökka skugga sem nú hefir borið yfir,“ segir blaðamaður Morgunblaðsins. Sumarið 1941 sömdu Íslendingar um her- vernd Bandaríkjanna, og þar með lauk form- lega hernámi landsins. Kapp og forsjá Öll áætlun Breta um hernám einkenndist fremur af kappi en forsjá. Ákvörðunin var tekin hinn 6. maí en aðeins fjórum dögum síðar voru Bretar komnir á skipum sínum inn á Kollafjörð. „Árangurinn var leið- angur í anda Peters Sellers, og þrátt fyrir að hernámið lukkaðist bar það öll merki flausturslegs undirbúnings; það var tvísýnt glæfraspil sem byggðist fyrst og fremst á illa þjálfuðu liði og ófullnægjandi búnaði“, skrifaði bandaríski sagnfræðingurinn Don- ald Bittner um komu Breta hingað. En bjargaði hernám Breta okkur frá árás Þjóðverja? Þór Whitehead segir að Hitler hafi slegið hugmyndinni fram í lok apríl en engar áætlanir hafi verið gerðar. Þegar Bretar hernámu landið tryllist Hitler og fyrirskipaði flotanum að gera áætlun um hernám, sem hlaut dulnefnið Ikarus. Hins vegar virðist flugherinn hafa lagst gegn inn- rás, eins og reyndar flotastjórnin. Þór telur líklegast að það hafi komið Hitler ofan af því að ráðast á landið, sem hann virðist þó hafa séð eftir þegar leið á stríðið. Sólskinsblettur í dökkum skugga Hinn 10. maí 1940 steig breskur her á land í Reykjavík; ófriðarbálið í Evrópu hafði teygt anga sína til Íslands. Svavar Hávarðsson rifjaði upp þennan örlagaríka dag fyrir sjötíu árum. Minningar fólks eru blendnar en léttir er rauði þráðurinn þótt ótrúlegt geti sýnst svo löngu síðar. Bæði þá og nú virðist það hafa skipt mestu máli að það voru Bretar, en ekki Þjóðverjar, sem knúðu dyra. „Hernámsdagurinn er skýrari í minningunni en flest annað. Snemma að morgni þess tíunda vaknaði ég við mikið tramp á götunni fyrir utan gluggann minn uppi á lofti að Suðurgötu 2. Í fyrstu gaf ég þessu ekki mikinn gaum en þegar skóhljóðið færðist stöðugt í aukana glaðvakn- aði ég og gægðist út um ofurlitla gluggaboru sem vissi út á Túngötu, sama gluggann sem Jónas Hallgrímsson hefur vafalaust oft litið út um hundrað árum áður til að gá til veðurs. [...] Mennirnir voru í græn-brúnum fötum með báta á höfði og þvílíkur farangur, bakpokar og hliðartöskur, dollur og kirnur og þeir hlytu líka að vera með tjöld því þeir voru með einhverskonar stengur sem stóðu upp af annarri öxlinni. Mikið var gangan taktföst hjá þeim. Mér fannst gatan beinlínis dúa undir fótatakinu.” „Það var djúpur alvörusvipur, jafnvel sorg- arsvipur og frænka mín sagði með miklum þunga: „Ísland hefur verið hernumið, sem betur fer þó af Bretum.” Ég hentist út að glugganum en var bannað að standa við gluggann svo ég mátti taka þrjú skref til baka. Jú, vissulega var mikið um að vera. Það rann upp fyrir mér ljós en ég verð að viðurkenna að mér fannst það ekki sorglegt og ekki heldur tilefni til þessarar miklu alvöru. Miklur frekar fannst mér ég vera áhorfandi að spennandi sögu. Vélbyssa stóð á stéttinni fyrir utan dyrnar á gistiheimili Hjálpræð- ishersins og skytta kraup eða lá þar hjá en allt í kring voru raðir af hermönnum.“ „Forstöðukonan okkar, hún fröken Ragnheiður hélt tölu yfir okkur skólastúlkunum og sagði að nú hafi skapast alvarlegt ástand og lagði okkur lífsreglur. Við urðum að muna að við værum Íslendingar fyrst og fremst og nemendur Kvenna- skólans í Reykjavík. Við ættum að láta líf okkar ganga sinn vanagang og alls ekki skipta okkur af hermönnunum hans hátignar Bretakonungs. [...] Þegar við yfirgáfum skólann þennan dag áttum við vitanlega að fara rakleitt heim. En veðrið var svo gott og okkur var öruggleg óhætt. Við höfð- um ekki séð nema brosandi andlit hermanna til okkar og við fórum í þó nokkrum hóp niður að höfn. Þar gaf á að líta: allt var á fullri ferð og verið að skipa upp á hafnarbakkann úr risastóru herskipi þvílíkum kynstrum af alls konar dóti. Þar ægði öllu saman, hergögnum, byggingarefni, kössum, teppum og matvöru og á stöku stað var jafnvel jólalykt. Það mun hafa verið af ávöxtum sem aðeins fengust þá hér á jólunum.“ „Talsverður hópur af fólki var þarna að horfa á. Alls staðar voru hermenn, sumir stóðu á verði með byssur sér við hlið, aðrir voru að vinna eða stóðu í smá hópum. Margir flautuðu á okkur. Það hafði aldrei þekkst áður, þvílíkt! Sumir köll- uðu eftir okkur: “Sweetie pie,” eða þess háttar. Sumir buðu súkkulaði eða sígarettur.“ „Eins og sönnum Íslendingi sæmir hlýt ég að óska þess að hernámið hefði aldrei þurft að eiga sér stað og oft hef ég velt því fyrir mér án niðurstöðu hvernig umhorfs væri í landinu og í þjóðlífinu ef til þess hefði ekki komið. En ég játa það hreinskilningslega að mér finnst ég ríkari en ella vegna þessara minninga.“ HERNÁMIÐ LYKTAÐI EINS OG JÓLIN 10. MAÍ 1940 Breskir hermenn hlaða vistum á bíl við Hafnarhúsið þar sem bækistöð hersins var fyrst eftir hernám. Tundurspillir lagði við bryggu þar fyrir framan klukkan fimm um morguninn. Þá og þar gekk herliðið fyrst á land. Margir höfðu þó fengið nasasjón af því sem koma skyldi þegar flugvélar flugu yfir Reykjavík um nóttina. Hermenn gistu næstu daga í íþróttahúsum KR og ÍR og nýttu Þjóðleikhúsið, sem þá var í byggingu, sem birgðastöð. Hótel Ísland var búið upp sem spítali. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR „Mér er illa við að dagsetja nútímann,“ segir Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði, spurður um hvort sú fullyrðing eigi rétt á sér að þennan dag megi marka upphaf nútíma hérlendis. Hins vegar hafi breytingarnar verið byltingarkenndar, sérstaklega vegna þess að atvinnuleysið, sem allt ætlaði að drepa, var upprætt. Fyrsta minning Gísla er reyndar hernámsdagurinn. Hann lá uppi í rúmi hjá ömmu sinni, þá barn að aldri, þegar „faðir minn kom í dyrnar og sagði mikil tíðindi. Bretar hafa hernumið Ísland. Þetta er mín fyrsta minning enda var þetta slíkur viðburður og fékk svo mikið á fólk. Mamma sagði seinna að kosturinn við komu Bretanna var að Þjóðverjarnir komu ekki á undan.“ Gísli segir þetta sennilega eiga við um Íslendinga upp til hópa, sem lifðu þennan tíma. Hann segir að áhrifunum við komu herliðsins til landsins verði best lýst í tveimur orðum: Bætt lífskjör. Gott sé að hafa hugfast litla sögu af honum sjálfum þegar hann var látinn hanga á girðingu fyrir utan braggahverfið við Skólavörðuholt í þeirri von að appelsínu eða epli yrði hent í hann af bandarískum hermönnum. „Það er nauðsynlegt að muna að breskir hermenn voru illa búnir og ég held að þeir hafi ekki verið neitt síður svangir en Íslendingarnir í kringum þá. Ég veit til þess að fólk var að gauka að þeim mat, sem þeir þáðu fegins hendi.“ ER ILLA VIÐ AÐ DAGSETJA NÚTÍMANN GÍSLI GUNNARSSON SIGURBJÖRG HREIÐARSDÓTTIR Sigurbjörg var fimmtán ára þegar Bretar hernámu landið og stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún skrifaði minningar sínar frá hernámsdeginum árið 1976 í skipulagðri söfnun upplýsinga á vegum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins (nú þjóðhátta- safn). Hún býr nú á Flúðum og gaf Fréttablaðinu góðfúslegt leyfi til að vitna til skrifa sinna. MYND/HELGA EINARSDÓTTIR Seyðisfjörður Norðfjörður Reyðarfjörður Höfn Raufarhöfn Húsavík Siglufjörður Hjalteyri Akureyri Melgerði Aðalvík Ísafjörður Patreksfjörður Stykkishólmur Borgarnes HvalfjörðurAkranes Reykjavík Vík Hella Vestmannaeyjar Keflavík Lögurinn Flugstöð Flugvöllur Sjóflugvélahöfn Bækistöð Flotastöð Varahöfn H el st u bæ ki st öð va r he rn ám sl ið si ns HEIMILD: ÍSLENSKUR SÖGUATLAS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.