Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 38
38 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
■ Gjóskulagafræði, eða gjóskutímatal, er aðferð sem
notar gjóskulag úr ákveðnu eldgosi, sem tímaviðmiðun
í jarðfræði, fornleifafræði eða loftslagsfræði. Sérhvert
eldgos hefur ákveðin efnafræðileg séreinkenni, sem
greina má í gjóskunni, og er því með efnagreiningu
hægt að sjá úr hvaða eldstöð og jafnvel úr hvaða eld-
gosi gjóskan er komin.
■ Helstu eldfjöll, sem hafa verið miðpunktur gjóskulaga-
rannsókna, eru Hekla og Vesúvíus á Ítalíu.
■ Upphafsmaður gjóskulagarannsókna var Sigurður Þór-
arinsson, sem í doktorsritgerð sinni 1944, rannsakaði
gjóskulög úr Heklu, einkum í Þjórsárdal og nágrenni.
Sigurður gerði gjóskulagafræði að alþjóðlegri fræði-
grein.
■ Í seinni tíð hefur Guðrún Larsen, jarðfræðingur við
Jarðvísindastofnun HÍ, fengist mikið við gjóskulaga-
rannsóknir, sem hafa varpað ljósi á gossögu Veiðivatna
og Kötlu. Kjarnaboranir í gegnum Grænlandsjökul hafa
gert mönnum kleift að tímasetja af nokkurri nákvæmni
söguleg og forsöguleg stórgos á Íslandi.
HVAÐ GETUR GJÓSKULAGAFRÆÐIN SAGT OKKUR?
Hekla 1947: Gosið hófst 29. mars með sprengingu. Gos-
mökkurinn náði 30 km hæð. Vindur stóð af norðri svo
öskufallið í byggð varð mest um ofanverða Rangárvelli,
í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum. Fíngert öskuryk barst
með háloftavindum austur yfir Atlantshaf og tók að falla
í Helsinki í Finnlandi á þriðja degi gossins. Talið er að
fyrstu 30 mínútur gossins hafi um 75.000 rúmmetrar af
gjósku ruðst upp úr Heklugjá, en það samsvarar um 200-
földu rennsli Þjórsár.
Katla 1918: Gosmökkurinn náði 14 kílómetra hæð og olli
talsverðu tjóni í Skaftártungu. Útreiknað gjóskufall í þessu
gosi er áætlað um 700 milljónir rúmmetra. Gjóskan
dreifðist svipað og í gosinu.
Hekla 1845: Gosið hófst 2. september og stóð í um
7 mánuði. Mikið öskufall fór til suðausturs og hlaup í
Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um
25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna
þessa. Gosið stóð samfellt fram í apríl 1846 en lá svo
niðri fram í miðjan ágúst er umbrotunum lauk endanlega
með smá öskugosi.
Hekla 1766: Öskufall var mikið og Í gosbyrjun kom
mikið hlaup í Ytri-Rangá sem sennilega hefur átt upptök
í hettunni á háfjallinu. Að vanda var fyrsta goshrinan
kröftug og meirihluti gosöskunnar féll á fyrstu 5-6 tím-
unum. Talsvert tjón varð í Landsveit og í Hreppum en þó
mun minna en 1693 þar sem vindur var vestanstæðari
svo askan féll austan byggða. Öskufall í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum. Tíu jarðir fóru í eyði.
Katla 1721: Vafalítið mesta gjóskugos Kötlu og fjórða
stærsta gjóskugos á Íslandi á sögulegum tíma. Það hefur
verið áætlað að heildarrúmmál gjóskunnar hafi verið
1500 milljónir rúmmetrar og náði askan allt til Færeyja.
Hekla 1693: Gos hófst 13. febrúar og stóð fram á haust.
Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli
miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum. Sáust 14 gígar
gjósa samtímis. Þá lögðust 50 bæir í eyði um tíma og
einn endanlega, Sandártunga í Þjórsárdal.
Hekla 1636: Gosið hófst 8. maí og stóð í rúmt ár. Gjósku-
lagarannsóknir hafa sýnt að öskufall var til norðausturs og
tjón lítið.
Hekla 1597: Gos hófst 3. janúar og stóð langt fram á
sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó
helst í Mýrdal.
Hekla 1341: Annálum ber saman um að skepnur, eink-
um nautpeningur, hafi fallið í stórum stíl vegna öskufalls-
ins. Gosið hófst 19. maí og aska hefur ýmist tekið fyrir
beit eða valdið flúoreitrun svo fénaður dó unnvörpum úr
gaddi. Öskufallið hefur vafalítið nánast allt orðið fyrstu
gosdagana.
Hekla 1300: Eitt stærsta gosið í Heklu; fjallið rifnaði að
endilöngu og gosdrunur heyrðust alla leið norður í land.
Gosið var kísilríkt blandgos. Engar heimildir eru til um
gjóskufall utan Íslands. Gosið var það næststærsta á
sögulegum tíma. Gjóska barst til norðurs og olli miklum
skemmdum ásamt harðindum um veturinn sem kom í
kjölfarið. Gosið stóð yfir í um 12 mánuði.
Eldgjá 934: Fyrsta eldgos í Eldgjá sem sögur fara af og
þá er áætlað að runnið hafi frá eldstöðinni um 18 km³ af
hrauni, sem þakti um 700 ferkílómetra. Nákvæm tíma-
setning gossins fékkst með rannsóknum á öskulögum úr
borkjörnum úr Grænlandsjökli.
Landnámslag 870: Landnámslagið frá því um 900 er
gott dæmi um notagildi gjóskulaga (goslag frá Torfajökli
að talið er) og hefur mikið vægi við aldursákvarðanir í
fornleifafræði hér á landi.
Jörðin nýtt sem upplýsingabanki
Eftir að eldgos braust út í Eyjafjallajökli vita margir landsmenn meira um ösku en þeir hingað til hafa talið nauðsynlegt. Færri
vita að til er sérstök fræðigrein innan jarðfræðinnar sem tekur sérstaklega til gjóskulaga og þeirra upplýsinga sem þau hafa að
geyma. Svavar Hávarðsson komst að því að það eru íslenskir vísindamenn sem hafa dregið vagninn við rannsóknir af þessu tagi.
Hekla 1510: Jarðvegssnið sýna að uppblástur hefur færst
mjög í aukana í kjölfar gossins og svo virðist sem fá gos
hafi orðið afdrifaríkari fyrir byggðaþróun á Suðurlandi.
Vindur stóð af norðaustri og askan barst yfir Rangárvelli
og Landeyjar en einnig yfir Landsveit og Holt og allt vestur
í Flóa. Byggðin í hraununum norðan við Keldur var hart
leikin í þessu gosi og varð aldrei söm eftir. Í jarðvegi á
Suðurlandi er askan frá 1510 langþykkasta og grófasta
Heklulagið frá sögulegum tíma. Það er tiltölulega auð-
þekkjanlegt, víðast dökkbrúnt að lit. Rétt neðan við það
í jarðveginum er þykkt kolsvart öskulag sem dreifðist yfir
Suðurland í feiknamiklu gosi í Kötlu um 1485. Stórgos með
miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá söguleg-
um tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.
Katla um 1500: Frá Kötlugosi kringum 1490 eru til
gjóskulög. Er það eina vísbendingin um gosið. Árið er að
vísu á reiki, þar gæti skeikað 5-10 árum.
Hekla 1389: Gjóskulagarannsóknir hafa leitt í ljós að
Norðurhraun rann í þessu gosi (Sigurður Þórarinsson
1968). Það er komið upp í gíg sem nefnist Rauðöldur og er
neðarlega í suðvesturhlíðum Heklu.
Hekla 1206: Öskufall virðist hafa verið fremur lítið. Þrátt
fyrir stuttaralegar frásagnir hefur þetta verið allmikið hraun-
gos því líkur eru til að Efrahvolshraun hafi runnið þá.
Hekla 1104: Fyrsta gos hennar á sögulegum tíma og það
mesta. Mikið öskufall til norðurs og norðausturs. Þjórs-
árdalur eyddist, þ.á m. bærinn Stöng. Stórgos með súrri
(ljósri) gjósku. Útbreiðsla á landi var 55 þúsund ferkíló-
metrar. Einhver mestu hamfaragos á Íslandi áttu sér stað í
Heklu fyrir 7.000, 4.500 og 2.900 árum. Ummerki um þessi
gos má finna í formi gjóskulaga sem dreifðust yfir stóran
hluta landsins. Eina gos Heklu á sögulegum tíma sem sam-
bærilegt er við þessi forsögulegu gos, er gosið árið 1104.
Jarðvegssniðið á Þjóðminja-
safninu var tekið við
Næfurholt á Rangárvöllum
árið 2004. Það er hluti af
glæsilegri sýningu safns-
ins um sögu Íslands.
Jarðvegssniðið er 2,20
metrar á hæð og rúmur
metri á breidd.
Magnús Á. Sigurgeirs-
son jarðfræðingur hafði
umsjón með að taka
sniðið og naut fulltingis
Guðmundar Ólafssonar,
fornleifafræðings á Þjóð-
minjasafninu.
Jarðvegssniðið var tekið árið
2004 í tengslum við endurbygg-
ingu safnsins.
Tilviljun réði því að jarðvegssniðið var tekið úr rofabarði
við Næfurholt, en Magnús þekkti svæðið þó vel.
Um þrjá daga tók að vinna sniðið úr rofabarðinu og
koma því á sinn stað. Sniðið er bundið saman með
lakki en jarðvegurinn á þessum stað hentaði vel. Það
var flutt í tvennu lagi og skeytt saman þar sem það
stendur nú á safninu. Ólakkaða hliðin snýr að gestum
Þjóðminjasafnsins.
Uppblástur: Þykku jarðvegslögin sýna hvernig uppblástur
og jarðvegseyðing eykst eftir því sem á líður.
Þykkt öskulaganna sjálfra gefur ekki rétta mynd af
eldgosum. Vindátt ræður þykkt þeirra eins og sjá má
á goslaginu úr Heklu 1389 annars vegar og 1104 hins
vegar. Þúsundfalt meiri gjóska féll í gosinu 1104.
TIL SÝNIS Á ÞJÓÐMINJASAFNINU
MYND/GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
20
0
cm
20
0
cm
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON,
JARÐFRÆÐINGUR
(8. janúar 1912 –
8. febrúar 1983)
1104
1636
1300
1766
1693
1341
1510
1389 1597
1845
1222
1206
1158
G
jóskudreifing frá H
eklu 1104-1845
■ Hekla er 1.491 metra hár eldhryggur
og er eitt virkasta eldfjall á Íslandi.
■ Síðast gaus Hekla í febrúar 2000. Þá
var hægt að spá fyrir um eldgosið 15
mínútum áður en það hófst.
■ Hekla er fremur ungt eldfjall og er allt
háfjallið talið vera yngra en 7.000 ára.
■ Fjallið stendur á fremur þykkri jarð-
skorpu þar sem Suðurlandsbrotabeltið
og Suðurlandsgosbeltið mætast.
■ Allstór sprungurein er undir fjallinu
sem sést vel á yfirborðinu og hefur
oft gosið úr henni, en þó líka úr öxl
fjallsins utan sprungunnar.
■ Þessari Heklugjá tengjast fleiri gígar
sem hafa gosið í áranna rás, sumir
einu sinni, aðrir oftar.
■ Fjallið sker sig frá öðrum íslenskum
eldfjöllum að því leyti.
HEIMILD: ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON,
ÍSLENSKAR ELDSTÖÐVAR