Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 40
40 8. maí 2010 LAUGARDAGUR F ólk man varla eftir því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Gunn- ar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur um sveitarstjórnar- kosningarnar. Í dag eru sléttar þrjár vikur þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu. Óhætt er að fullyrða að sjaldan hafi áhuginn fyrir kosningunum verið minni á seinni tíð. Gunnar Helgi segir að því megi búast við því að lítil þátttaka verði í kosningunum. Það sé reyndar í samræmi við þróun frá því fyrir hrun. „Þátttaka í síðustu sveitarstjórnarkosning- um, sem voru fyrir hrun, var innan við 80 prósent. Það er minnsta þátttaka í kosning- um hér frá því um miðja síðustu öld. Þetta er því þróun til lengri tíma, en svo kemur hrun- ið ofan á það.“ Hann segir að þetta sé tilhneiging í mörg- um löndum og engin einhlít skýring á þessu. Í einhverjum skilningi hafi tengsl flokka við samfélagið minnkað. Vantrú á stjórnmálamönnum Gunnar segir vantrú á stjórnmálum og stjórn- málamönnum í kjölfar hrunsins setja mest- an svip á kosningarnar. Það skýri áhugaleysið að einhverju leyti. Árangur Besta flokksins í Reykja- vík í skoðanakönnunum sé vísbending um þetta sama. Flokkarnir glími við van- trú kjósenda. „Tilhneigingin er í þá átt að stjórnarflokkar tapi í sveitarstjórnarkosningum. Fólk lætur óánægju sína í landsmálum í ljós í sveitarstjórnarkosning- um. Það er auðvitað ekki það eina sem hefur áhrif á úrslit sveitarstjórnarkosninga, stað- bundnir þættir hafa líka áhrif. Landsmálin hafa með vissum hætti áhrif þannig að undir venjulegum kringumstæðum mundir þú gera ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir ættu undir högg að sækja og stjórnarandstaðan væri í betri málum. Aðstæður nú eru hins vegar svo flóknar hvað varðar hverju menn kenna um hvernig komið er fyrir okkur, þannig að ekki er víst að þetta sé alveg eins og venjulega.“ Fjármálin áberandi Fjármál sveitarfélaga hafa verið mikið í deig- lunni, enda standa mörg þeirra illa. Ekkert þak hefur verið á skuldsetningu þeirra og berjast mörg þeirra við skuldahala. Þau mál eru í skoðun hjá ráðuneyti sveitarstjórn- armála og hefur ráðherra, Kristján Möll- er, opnað á möguleikann á því að þess verði krafist að rekstur sveitarfélaga verði halla- laus. Þá hefur reglum verið breytt þannig að skuldbindingar utan efnahags, svo sem fasteignaleiga, skal nú færa innan efnahags- reikninga. Gunnar Helgi segir fjármálin verða í brennidepli í þessum kosningum, skuldir og fjárhagsstöðu sveitarfélaga. „Það er nú ekki mál sem er þess eðlis að það muni örva kosningaþátttöku. Það er með leiðinlegri og staglkenndari umræðum sem þú getur lent í. Menn fara að deila um bókhald, sem er örugg leið til að slökkva á áhorfendum, en það er hins vegar alvörumál. Staða margra sveitarfélaga er mjög slæm, til dæmis víða hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ef ég ætti að nefna einn málaflokk, þá held ég að það hljóti að vera fjármálin sem kosningarnar muni snúast um.“ Fóta sig upp á nýtt Fjármál stjórnmálamanna og -flokka hafa einnig verið í umræðunni. Í ljós hefur komið að margir sveitarstjórnarmenn, sem tóku þátt í prófkjörum, þáðu háa styrki frá bönk- um og fyrirtækjum. Þá voru flokkarnir sjálf- ir ófeimnir við að þiggja háar upphæðir úr sömu átt. Gunnar Helgi segir að þetta hafi birst í starfi flokkanna sem hafi ráðið fólk til að kynna stefnu sína. Það landslag sé gjör- breytt. „Það er orðið stórhættulegt að birtast á auglýsingaskilti þannig að ég geri ráð fyrir því að menn haldi að sér höndum. Flokkarn- ir voru búnir að temja sér starfshætti sem gengu mikið út á að láta atvinnumenn um að vekja áhuga og athygli kjósenda. Nú þurfa þeir aðeins að læra að fóta sig í öðruvísi landslagi, þar sem hinn almenni flokksmaður kemur meira við sögu. Flokk- arnir eru hins vegar eiginlega búnir að týna því niður hvernig á að gera þetta. Það getur verið eitt af því sem stuðlar að áhugaleysi um kosningarnar.“ En telur Gunnar að þetta muni nýtast ein- hverjum flokki umfram aðra? „Nei, ég mundi ekki segja það. Sjálfstæðisflokkurinn var sá flokkur sem hafði langmesta peninga á milli handanna. Hann er hins vegar líka sá flokk- ur sem hafði öflugasta meðlimaskipulagið og mesta fótgönguliðið til að tefla fram. Ég er því ekki viss um að þetta breyti miklu á milli flokka. Þeir þurfa að fóta sig upp á nýtt, læra að vinna eins og þeir gerðu: í grasrótinni.“ Lognmolla í kosningabaráttunni Landsmenn ganga að kjörborðinu eftir þrjár vikur til að kjósa nýjar stjórnir í sveitarfélögum landsins. Lítið hefur borið á kosn- ingabaráttu og áhugi virðist ekki mikill. Stefnir í litla þátttöku segir stjórnmálafræðingur. Fjármálin verða efst á baugi. Kolbeinn Óttarsson Proppé hugaði að kosningunum með sérfræðingi, hitti fólk á förnum vegi og hringdi í reynslubolta. Helga Jónsdóttir var um árabil borgarritari í Reykjavík, en hefur síðastliðin fjögur ár verið bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Hún mun ekki gegna því starfi að loknum kosningunum í vor. Helga hefur fylgst með fjölmörgum kosningum í gegnum tíðina, af hliðarlínunni þó sem embættismaður. „Ég hef þá tilfinningu sem áhorfandi að það sé deyfð alls staðar yfir sveitarstjórnarkosningunum og hvorki eftirspurn eftir því að vera í framboði né mikil aðsókn í að fá að greiða atkvæði. Þetta sýnist mér svona fyrirfram, hvað svo sem gerist.“ Helga segir að viðhorf til stjórnmálamanna hafi breyst í kjölfar hrunsins. „Það er náttúrlega alveg ljóst að almenningur, hvarvetna á landinu, er mjög brenndur af því að hann telur að þeir sem nutu trúnaðar á einhverjum vettvangi hafi brugðist og fólk á við alls konar erfiðleika að stríða. Það vill geta kallað fram skýringar af hverju aðrir stóðu ekki vaktina. Auðvitað marka þessi vonbrigði og trúnaðar- brestur samfélagið.“ Hvað þátttökuna varðar segir Helga mikilvægt að finna leið til að fólk verði lýðræðislega virkt; vilji taka að sér verkefni í sveitarstjórnum og veita aðhald með því að nýta kosningaréttinn. Það hvernig það sé gert sé eilífðarviðfangsefni í lýðræðissamfélögum. „Ég held að það sé ofboðslega mikilvægt núna og ég held að það sé svo mikilvægt að það takist að sameina fólk um að byggja upp, ekki halda áfram að einblína á fortíðina. Við verðum að horfa til þess að við eigum börn sem við viljum að fái jafn bjarta framtíð og við áttum þegar við vorum börn.“ Deyfð yfir sveitarstjórnarkosningunum Ég hef nú takmarkað fylgst með, en ég mun kjósa. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég á að skila auðu eða hvort ég á að treysta einhverjum þarna. Mér finnst engin umræða hafa verið um kosningarnar, þær hafa fallið í skuggann af öðrum málum. Mér finnst vanta málefnalega umræðu, fyrsti fundurinn var haldinn í gær [fyrradag] og það eru þrjár vikur í kosningar. Vantar umræðu Nei, ég hef ekkert fylgst með kosningunum en já, kannski ég kjósi. Ég er samt ekki búinn að ákveða hvað ég kýs. Ég hef ekkert fylgst með umræðunni og veit því ekki hvort hún hefur verið mikil eða lítil eða málefnaleg, mér er slétt sama. Ég tala bara við pabba og sé hvað hann segir. Ég hef ekki heyrt neinn sem ég þekki ræða um kosningarnar, nema kannski bara pabba. Er slétt sama Það er ansi mikil spilling þar sem ég bý og ég hef ákveðið að kjósa ekki neitt. Þar eru vissir aðilar sem misnota aðstöðu sína svo ég ætla ekki að kjósa. Ég á ekki von á að margir í minni sveit muni kjósa, því það er yfirleitt alltaf sama liðið sem býður sig fram. Kannski verður meiri þátt- taka annars staðar. Það er nokkur stjórnmálaumræða í landinu finnst mér. Kýs ekki neitt Magnús L. Sveinsson sat í borgarstjórn Reykjavíkur í tuttugu ár, frá 1974 til 1994. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstöðum og var meðal annars forseti borgarstjórnar 1985 til 1994. Magnús segir lítinn áhuga á kosningunum markast af því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Hann sé ekki hissa á því að almenningur sé óviss um hvað gera skuli í kjörklefanum. „Ég held það [áhugaleysið] markist af ástandinu í þjóðfélaginu, sem er ósköp eðlilegt. Þetta er náttúrlega mjög óeðlilegt ástand og svona aðstæður hafa ekki verið í langan tíma þegar sveitarstjórnarkosningar hafa farið fram. Allt þjóðfélagið er undirlagt af þessu ástandi, þeim erfiðleikum sem við búum við og þeim hamförum sem þjóðin hefur þurft að lifa og kemur auðvitað fram á hverjum einstaklingi. Þetta kemur fram í sveitarstjórnarkosningunum síðar í mánuðinum, það liggur alveg ljóst fyrir. Stjórnmálamenn hafa fengið mikla gagnrýni á sig, með réttu og röngu, eins og gengur á meðan málin eru í skoðun, þannig að ég er ekkert hissa á því að hinn almenni borgari sé tvístígandi núna um hvað hann á að gera við kjörborðið. Það er mín tilfinning fyrir ástandinu.“ Magnús telur að þetta muni draga úr kosningaþátttöku sem sjáist best á því að um helmingur taki ekki afstöðu í skoðanakönnunum. Það segi ansi mikið um að menn ýti því frá sér. Almenningur er eðlilega tvístígandi Já, ég mun taka þátt í sveit- arstjórnarkosningunum. Það er ekki mikil málefna- leg umræða í gangi, þó að einhver umræða sé til staðar. Ég er ekki búinn að taka afstöðu sjálfur en ætla að kjósa. Ég reikna með að kosningaþátttaka verði svipuð og áður, hvorki meiri né minni. Ætla að kjósa JÓHANNA BJARNADÓTTIR Reykjavík. JÓN SÍMON GÍSLASON Reykjavík. JÚLÍA VALSDÓTTIR Hrunamannahreppi. SMÁRI SVEINSSON Garðabæ. MANNLÍF Lítill áhugi virðist vera fyrir sveitarstjórnarkosningunum sem verða eftir þrjár vikur. Vantrú á stjórnmálamönnum mun setja svip sinn á kosningarnar að mati stjórnmálafræðings. Búast megi við afar dræmri þátttöku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNAR HELGI KRISTINSSON Hvað finnst almenningi?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.