Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 41
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
maí 2010
Í salnum á Nóaborg er verið að dansa brasilíska dansa þegar Fréttablaðið ber að garði. Áhugasamir leikskólanemendur
dilla sér í takt við suðræna tóna,
undir öruggri leiðsögn Josy
Zareen sem er ein foreldra
leikskólabarnanna. Nokkr-
ir kennarar og foreldrar
eru með í dansinum. „For-
eldrarnir hérna eru frábærir
og sýna starfinu mikinn áhuga,“ segir
Anna Margrét Ólafsdóttir leikskóla-
stjóri sem tekur á móti blaðamanni og
leiðir í gegnum leikskólann. „Svo ekki
sé minnst á starfsfólkið sem hefur
lagt nótt við dag að undirbúa þessa
alþjóðaviku, setið heima og fundið til
efni sem hægt væri að nota.“
Alþjóðavikan í Nóaborg byrjaði
sem einn dagur fyrir nokkrum árum.
„Í fyrra voru þetta þrír dagar og nú
höfum við þetta heila viku,“ segir
Anna sem er mjög ánægð með hvern-
ig til hefur tekist. „Allur leikskólinn
er lagður undir verkefnið, í deildunum
eru lönd heimsins kynnt og nemend-
urnir gera ýmis verkefni sem tengjast
þeim. Dansa, lita, hlusta á tónlist, fara
í jóga svo dæmi séu nefnd.“
Vegabréf var útbúið fyrir börnin
Þriðjungur barnanna er tvítyngdur
FRAMHALD Á SÍÐU 5
Leikir og föndur
Söngskóli Maríu Bjarkar stendur fyrir leikja-
námskeiðunum Krakkageymslunni. SÍÐA 6
Fjölskylda á
faraldsfæti
Hjónin Linda Sveins-
dóttir og Gunnar
Óskarsson fara
með fjölskylduna í
útilegur allar
helgar sumarsins.
SÍÐA 2
Í leikskólanum Nóaborg eru
annað eða báðir foreldrar
29 barna af 66 erlendir.
Menningarlegri fjölbreytni
hefur verið fagnað undan-
farin ár, fyrst með alþjóða-
degi og nú með heilli viku.
Fréttablaðið leit í heimsókn.