Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 42

Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 42
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Sigríður Tómasdóttir skrifar BÓKIN Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is TILBOÐ • Margir litir • 100% náttúrugúmmí Öll stígvél á 3.900 kr. Við förum í fyrstu útileguna síð-ustu helgina í maí og svo allar helgar þangað til er orðið of kalt. Einu sinni á sumri förum við svo í tveggja vikna útilegu,“ segir Linda og viðurkennir að það þurfi talsverða skipulagshæfni til að halda utan um hópinn. Börnin eru á aldrinum 2 til 15 ára og mikill farangur sem fylgir. „Það verður að rútínu hvað við tökum með okkur þannig að fötin fara í þvotta- vélina þegar við komum heim og beint ofan í tösku aftur, tilbúin fyrir næstu ferð. Til að byrja með vorum við í litlu kúlutjaldi, svo fjölgaði börnunum og þá fengum við okkur tjaldvagn. Þegar börnin voru orðin fjögur feng- um við okkur fellihýsið en það var eitt- hvað sem ég ætlaði aldrei að fá mér,“ segir Linda hlæjandi en viðurkennir að þá hafi orðið rýmra um fjölskylduna. „Það var einmitt svolítið fyndið að fyrstu útilegurnar í fellihýsinu sváf- um við öll saman öðrum megin því við vorum orðin svo vön þrengslunum “ Fjölskyldan hefur komið við nánast alls staðar á landinu á ferðum sínum. Innt eftir uppáhaldsstöðunum nefnir Linda Laugar í Sælingsdal og Húsafell. Hún segir þau allan veturinn velta fyrir sér áfangastöðum og skipuleggja hvert farið verði um sumarið. Í sumar ætla þau þó að skipuleggja sem minnst og elta góða veðrið. „Það þarf heldur ekki alltaf að fara langt, stundum er gaman að skreppa bara á Þingvelli.“ Linda segir krakkana alltaf jafn spennta fyrir ferðalögunum og svona hafi þau ferðast í mörg ár. Í fyrra hafi Arndís Sara missti af ferð vegna ungl- ingavinnunnar og var það í fyrsta skipti sem einhvern vantaði í hópinn. Það hafi verið bagalegt, sérstaklega þar sem Arndís er grillsérfræðingurinn í fjöl- skyldunni. Aðspurð hvort ekki þurfi að skipu- leggja heilmikla afþreyingu fyrir krakkana í löngum bílferðum segir hún það óþarft. Leikir eins og Frúin í Ham- borg og Hver er maðurinn séu stundað- ir á leiðinni og bolti sé ávallt með í för til að sparka þar sem stoppað er. „Svo förum við í gönguferðir á hverj- um degi og spilum á kvöldin. Við höfum líka með okkur tölvuspil og stund- um DVD-spilara og kúrum þá bara öll saman og horfum á 7 tommu skjáinn. Okkur finnst gott að vera saman þegar við förum af stað. Enda allir búnir að vera uppteknir í sínu yfir veturinn. Við tókum fellihýsið út um síðustu helgi og þá spurðu krakkarnir strax, erum við að fara eitthvað?“ - rat Fara saman í útilegu allar helgar sumarsins Á Furuvöllunum í Hafnarfirði býr ferðaglöð fjölskylda. Hjónin Linda Sveinsdóttir og Gunnar Óskarsson eiga fjögur börn, hund og kanínu og víla ekki fyrir sér að ferðast með allan hópinn um landið í sumar. Á faraldsfæti Arndís Sara, 15 ára, Linda með Matthías Mána, 2 ára, í fanginu, Óliver Andri, 10 ára, Eva Ósk, 11 ára, og Gunnar Óskarsson. Hundurinn Bjartur bættist nýlega við fjölskylduna og fær að fara með í útilegur sumarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sumardaginn fyrsta ákvað ég að fara í skrúð-göngu með börnin mín. Nostalgía réði þessari ákvörðun, skrúðganga í köldu og björtu veðri á sumardegi rifjaði upp minningar úr æsku. Þegar stuttri göngu lauk vorum við stödd við íþróttaheim- ili hverfisins, þar hafði leikföngum borgarinnar verið stillt upp og vöktu þau lítinn áhuga ungvið- isins. Næst var spurt hvort það væri ekki hægt að fara á kaffihús? „Hvernig ferðu að þessu?“ spurði norpandi móðir mig sem greinilega langaði frekar á kaffihús en að húka úti. Ég er þakklát fyrir það að börnin mín eru frekar þolinmóð á kaffihúsum, einkum þar sem hægt er að skoða bækur eða leikföng eru. Það þýðir að ég fæ tíma til að njóta kaffibollans og fletta nokkrum glansblöðum. Þó að kaffihúsaferðirnar gangi oft vel og aðrar menningarferðir um helgar þá er það ekki alltaf sem þær ganga snurðulaust. Ég fór til dæmis með börnin á listasýningu um daginn. Nemar í Listaháskólanum voru að útskrif- ast og ég fór með ungviðið til að líta á verk framtíð- arlistamanna. Það gekk vel í fyrstu, við skoðuðum okkur um og höfðum gaman að. Sérstaka lukku hjá yngri kynslóðinni vakti verk sem líktist snjóhúsi, það þurfti að skríða þangað inn og í kæfandi hita og kósíheitum þótti þeim gott að vera. Annar sýn- ingargestur leiddi að því líkum að umhverið minnti blessuð börnin á veruna í móðurkviði. Ekki var því til vinsælda fallið þegar ég tók að bisast við að koma þeim út úr listaverkinu. Frekar fúlir krakkar fengust loks út en sá eldri jafnaði sig. Litla stúlkan var ekki eins hress, setti upp skeifu og vildi nú ráða för. Sem var eilítið erfitt þar sem nú hafði safnið troðfyllst af áhugasömum gestum. Ég sá þann kost vænst an að koma mér í rólegra horn en ekki gekk sem skyldi að grípa þá litlu. Hún rak upp ramakvein og vildi alls ekki láta segja sér fyrir verkum. Þó ég reyndi að halda kúlinu fannst mér aðstæð- ur frekar vandræðalegar. Hversu oft í minni barn- lausu tíð hef ég ekki hneykslast í hljóði á foreldr- um sem ekki hafa stjórn á börnum sínum? Nógu oft til þess að mér liði illa þar sem ég rogaðist með æpandi barn á milli hæða í troðfullu safni. Um síðir tókst mér að róa hana niður og koma mér út með börnin tvö, um leið strengdi ég þess heit að fara ekki með þau á opnun sýningar á næstunni. Þess má að lokum geta að litli óróaseggurinn var hinn ánægðasti með sig og sofnaði vært skömmu síðar, alveg búin á því eftir að hafa flippað út á listasýningu. Meiri háttar flipp á listasafninu Tinni endurútgefinn „Fimmtán fagurlimaðar fimleikaflyðrur frá Fáskrúðsfirði!“ segir Kolbeinn kafteinn á einum stað í bókinni Leyndardómur einhyrningsins sem er nýkomin út á nýjan leik hjá Iðunni. Tinnaaðdáendur, ungir sem gamlir, fagna örugglega framtakinu og gleðjast yfir því að þýðingar Lofts Guðmundssonar standi óbreyttar því þær eru mikil snilld. Það er ekki síst áðurnefndur Kolbeinn kafteinn sem á mörg frábær tilsvör í þýðingum Lofts en aðrar skrautlegar aukapersónur á borð við Skapta og Skafta og Vandráð prófessor auk Tinna sjálfs láta ýmis gullkorn falla í viðburðaríkum ævintýrum sínum. Hinn belgíski Hergé var höfundur Tinnabókanna en fyrstu ævintýrin um blaðamanninn knáa eiga rætur sínar að rekja til þriðja áratugar 20. aldarinnar. Síðasta Tinnabókin, Tinni og Pikkarónarnir, kom út árið 1976. Auk Leyndardóma einhyrningsins er bókin Skurðgoðið með skarð í eyra einnig nýútkomin hjá Iðunni. Bækurn- ar eru í litlu broti og er það helsta breytingin frá eldri útgáfum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.