Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 46
FERÐIR VÍKINGAHEIMAR í Reykjanesbæ eru tilvalinn viðkomustaður fyrir fjölskyld-una, en Landnámsgarðurinn við Víkingaheima hefur notið sérstakra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar.
Harmoníkudagurinn er haldinn
hátíðlegur um land allt í dag og
gaman að taka sér bíltúr um sveitir
lands til að hlusta á fagra tóna.
Af þessu tilefni munu harmon-
íkunemendur Tónlistarskóla Dala-
sýslu halda tónleika með félögum
í harmóníkuhljómsveit Nikkólínu í
Leifsbúð í Búðardal klukkan 13.30.
Aðgangur er ókeypis og kaffiveit-
ingar seldar eftir tónleikana.
Næstu tónleikar hefjast klukkan
16 í Dalabúð en þá gleðja Dalamenn
og nærsveitunga Karlakórinn Ernir
frá norðanverðum Vestfjörðum, en
með karlmannlegum tónum sínum
bera þeir gesti sína inn í sumarið,
en um einsöng sjá nokkrir meðlimir
Arna. Í Leifsbúð stendur einnig yfir
Landfundasýning frá Þjóðmenning-
arhúsinu, þar sem
meðal annars má
sjá eftirlíkingu
af Þjóðhildar-
kirkju.
Milli tónleika er
kærkomið að njóta
fegurðar og Dala-
lífs, enda af nógu
að taka í nágrenni
Búðardals þar sem
stuttur bíltúr er á
spennandi slóðir.
Friðsælt er að
heimsækja Hjarð-
arholtskirkju sem
er ein af fegurstu
kirkjum landsins;
krosskirkja úr timbri
með háum, ferstrend-
um turni. Hún er próf-
verkefni Rögnvalds
Ólafssonar húsameist-
ara og var reist og vígð
árið 1904.
Þá er ómótstæðilegt að baða sig í
hinni fornu Guðrúnarlaug að Laug-
um í Sælingsdal, en hún er kennd
við eina af helstu persónum Lax-
dælasögu, Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur, og kemur eins við sögu í Sturl-
ungu. Guðrúnarlaug er elsta laug
sem sögur fara af, yfir 1000 ára
gömul, en varð fyrir skriðu á 19. öld
og hefur verið hlaðin upp á nýjan
leik og opin almenningi til bað-
ferða. Í hana rennur vatn úr sömu
uppsprettu og þekktasti ástarþrí-
hyrningur íslenskra bókmennta
baðaði sig í, þau Guðrún, Bolli og
Kjartan úr Laxdælu. Við laugina
hefur verið reist fornt blygðunar-
hús til fataskipta svo laugargestir
þurfi ekki að flagga blygðun sinni
á bersvæði við laugina.
Eftir laugarferð er kærkomið að
renna heim að Erpsstöðum þar sem
rjómaísinn Kjaftæði er heimagerð-
ur ásamt skyri og ostum heima í
fjósi. Rjómaís með íslenskum aðal-
bláberjum er landsfrægt lostæti og
osturinn Grikki hreinasta sælgæti
með mat, salati eða beint í gogginn.
Þess má geta að ísinn, skyrið og ost-
inn má einnig fá á bændamarkað
Frú Laugu á Laugalæk, og skyrið
og ostinn í Íslandi í Suðurveri.
thordis@frettabladid.is
Rómantískir unaðsdalir
Harmoníkuleikur, karlmannlegur söngur, guðdómlegt guðshús, heimagerður rjómaís og berháttun í
blygðunarhúsi yfir í laug Guðrúnar Ósvífursdóttur dregur ferðaglaða um rómantíska sveitasælu Dala.
Guðrúnarlaug og blygðunarhúsið að Laugum í Sælingsdal. MYND/GRÍMUR ATLASON
Hjarðarholtskirkja er augnayndi sem
sameinar frið og fegurð.
MYND/HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR
Hjólaðu í vinnuna á El Bike rafhjóli
Verð kr. 99.500 = 480 bensínlítrar
Einfalt í notkun og hentar öllum aldurshópum. Til í 4 útfærslum
www.seasontours.is nota þessi El Bike rafhjól
í borgarleiðsögn með góðum árangri.
Nóatúni 17 • S. 534 3177 • www.icefi n.is
Komið
og
reynslu
akið
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is
sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is
sími 512 5447
Miðvikudaga
m
bl
1
19
42
65
www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Gönguferðir fyrir barnafólk
með barnavagna og kerrur,
alla daga vikunnar 10. – 14. maí.
Léttar, skemmtilegar gönguferðir,
góð hreyfing og góður félagsskapur.
Allar gönguferðir hefjast klukkan 12.30
Fyrsta gönguferðin er frá Perlunni og er gengið um Öskjuhlíð.
Dagskrá barnavagnavikunnar má sjá á heimasíðu FÍ www.fi.is
Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson
Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.
Ferðafélag Íslands
skráðu þig inn – drífðu þig út
www.fi.is
Barnavagnavika FÍ
10.–14. maí