Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 73
LAUGARDAGUR 8. maí 2010 5
„Spánn hefur alltaf verið vinsæll
áfangastaður Norðurlandabúa og
við viljum tryggja að svo verði
áfram. Þessar kynningar eru fyrst
og fremst hugsaðar til að vekja
athygli á Spáni og þeim nýjungum
sem kunna að vekja athygli ferða-
langa á næstu árum,“ segir Karen
Astrid Strand, fjölmiðlafulltrúi
ferðamálaráðs Spánar í Osló, sem
einnig hefur undir höndum kynn-
ingar á Spáni hér á Íslandi.
Spænsk menning, svo sem tón-
list og flamencodans, er á meðal
þess sem boðið verður upp á á
spænskum dögum í Kringlunni
um helgina.
Ferðamálaráð
Spánar stendur
ásamt fleirum
fyrir dögunum,
þar sem ferða-
möguleikar Spán-
ar verða kynnt-
ir með áherslu
á tiltekin svæði
á borð við Val-
encia, Alicante,
Andalúsíu, Madr-
íd og Mallorca. Á
meðan hinum full-
orðnu gefst færi á
að fræðast um sum-
arleyfismöguleika
og njóta spænskrar
tónlistar, sem nemend-
ur í gítarleik við Tónlist-
arskóla Húsavíkur flytja,
verður haft ofan
af fyrir yngstu
kynslóðinni
með teikningu,
skemmtiatrið-
um og andlits-
málun. Þá verð-
ur gestum boðið
upp á að taka þátt í
spurningaleikjum
þar sem vinning-
arnir eru meðal
annars ferðir á
spænskunám-
skeið á Spáni.
Að sög n
Astridar
stendur til að
ferðamálaráð Spán-
ar gefi út tímarit
nokkrum sinnum á ári
á íslensku, þar sem rýnt
verður í það sem stendur ferða-
löngum til boða á Spáni. „Þótt
Spánn hafi lengi verið vinsælt
land hjá Norðurlandabúum er
ávallt samkeppni um ferðamenn,
meðal annars frá löndum á borð
við Tyrkland og Grikkland. Með
svona kynningum vonumst við
til að finna þann hóp sem mestan
áhuga hefur á Spáni,“ segir Astr-
id.
Spænskir dagar í Kringlunni
verða í dag frá klukkan 11 til 18
og á morgun frá klukkan 13 til 18.
kjartan@frettabladid.is
De la Cibeles-torgið er vinsælt meðal ferðamanna í Madríd.
NORDICPHOTOS/GETTY
Spænsk stemning kynnt
Flamencodans, seiðandi tónar og aðrar menningarlegar uppákomur eru á meðal þess sem gestir og
gangandi geta kynnt sér á spænskum dögum í Kringlunni um helgina.
Fuglavernd mun
í dag bjóða upp
á fuglaskoðun við Elliða-
vatn í tilefni alþjóðlega far-
fugladagsins. Lagt verður af
stað frá Elliðavatnsbæ klukkan 14 og
Edward Rick og Jakob Sigurðsson leiða
gönguna. Mælt er með því að hafa sjónauka
með í för.
www.skograekt.is
Garnbúðin Gauja • Álfabakki 14a • Sími: 571-2288
Tískusýning í Mjódd
laugardaginn 8. maí kl. 14.
15% afsláttur
af öllum vörum nema blöðum og bókum.
Opið frá 12–17.
Verið velkomin
Gaujudagurinn
Kjóll
5.490 kr.
einnig l í hvítu og svörtu
Nýjar vörur
Ótrúleg verð
Kjóll
6.990 kr.
Skyrta
5.990 kr.
einnig l í svörtu
Ermar
3.990 kr.
margir li r
Opið frá 11-18.00 í Smáralind