Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 78

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 78
6 fjölskyldan lærum líka á sumrin ... Þyngdarstjórnun – orka – úthald – árangur Ert þú einn af mörgum Íslendingum sem hafa grennt sig með Metasys Metasys hefur verið fáanlegt hérlendis sl. 6 ár og á stóran aðdáendahóp Þessi 100% náttúrulega vara er unnin úr kjarna græna telaufsins og hefur það reynst fjöl- mörgum hjálp við að auka brennslu líkamans auk þess að vera mjög orku- og úthaldsaukandi. Fjölmargir hafa einnig fundið að húð og melting stórbatnar við inntöku Metasys. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á græna telaufinu, sem er ríkt af egcg catechins (endilega googlið), sem er mjög andoxunarríkt og hefur einnig góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Metasys er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða 100%náttúrulegt www.metasys.is Hér er enginn söngskóli á sumrin svo við ákváðum að nýta okkur þá góðu aðstöðu sem við höfum og vera með leikjanámskeið fyrir krakka á aldr- inum sex til ellefu ára. Við höfum ekki verið með svoleiðis áður en finnst það mjög spennandi verk- efni,“ segir María Björk þegar hún er spurð hvað Krakkageymsl- an sé eiginlega. Hún segir skólann hafa stækkað við sig húsnæðið síð- asta haust og það bjóði upp á mikla möguleika. „Helmingurinn af skóla- húsnæðinu er veislusalur þannig að við erum með fullkomið eldhús, borðbúnað og allt. Við munum hafa góðan mat á borðum fyrir börnin og baka brauð á hverjum degi. Þau fá að taka þátt í því,“ segir hún bros- andi og kveðst leggja mikið upp úr því að þau hafi nóg fyrir stafni. „Við erum búnar að plana nánast hvern klukkutíma og það verður alltaf jafn gaman. Hér verður gott starfsfólk þannig að við getum sinnt öllum vel,“ lofar hún. Leikjanámskeiðin standa frá miðjum júní til 20. ágúst og María Björk segir miðað við að hvert barn geti verið allt upp í fjórar vikur. Samt upplifi það alltaf eitthvað nýtt. „Hingað kemur alls konar listafólk sem við höfum fengið til liðs við okkur,“ lýsir hún og bendir á heima- síðuna www.krakkageymslan.is Fjörutíu börn geta verið í Krakkageymslunni í einu og þeim verður skipt í tíu manna hópa. „Við erum með nokkur herbergi og eins munum við nota útisvæðin í Laug- ardal og Elliðaárdal sem báðir eru í um það bil 10 mínútna göngufæri. Ég geri ráð fyrir að sex, sjö og átta ára börn verði aðallega saman og níu, tíu og ellefu ára í öðrum hópum. Á matmálstímum og diskótekum verða allir saman.“ Spurð hvort sungið verði í Krakkageymslunni frá morgni til kvölds svarar María Björk: „Við tökum lagið öðru hvoru. En ef barn langar ekkert að syngja þá gerir það bara eitthvað annað. Markmiðið er að allir hlakki til að koma.“ - gun Feikilegt fjör í Krakkageymslunni Gaman saman „Við höfum aldrei verið með leikjanámskeið áður en finnst það mjög spennandi verkefni,“ segir María Björk, umkringd hressum stelpum, þeim Kristjönu og Rakel Mist næst sér og Birnu Rún, Sonju og Evu Margréti fyrir framan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vorin eru skemmtilegasti tíminn til að heimsækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þá gefur að líta ungviðið sem krökk- um á öllum aldri þykir gaman að skoða. Nýverið gaut gyltan Bestla og dafna grísir hennar vel eins og myndirnar sýna. Sauðburður er í þann veg að hefjast og um að gera að fylgjast með fréttum af því og líta á litlu lömbin þegar hann er hafinn. Garðurinn er opinn alla daga frá klukkan tíu til fimm. Fyrir tíu til tólf ára krakka er boðið upp á námskeið í sumar þar sem krakkarnir vinna með dýr garðsins, gráupplagt fyrir krakka sem áhuga hafa á dýrum almennt. Þá er einnig farið í skemmti- lega umhverfisfræðslu, gerðar eru vísindatilraunir og undir- stöðuatriði tálgunar kynnt fyrir krökkunum. Ungviðið í garðinum Nýgotnir Grísirnir hennar Bestlu dafna vel sem sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LAUTARFERÐ Börnum þykir spennandi að fara í lautartúr og þarf þá ekki að fara langt til þess að njóta lífsins. Ekki þarf mikinn undirbúning að slíkri ferð, bara að smyrja nesti og halda svo af stað. NÁMSKEIÐ Fjölbreytt úrval námskeiða Börn á grunnskólaaldri eru gjarnan á sumarnám- skeiðum hluta sumarfrísins enda fæstir foreldrar í meira en fjögurra til fimm vikna fríi yfir sumarið. Úrval námskeiða er mjög fjölbreytilegt. Íþróttafélögin eru til að mynda flest með knattspyrnu- skóla á sumrin. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er með sumarskóla þar sem undirstöðuatriðin í badmin- ton eru kennd. Hestamennska er klassískt sumarsport fyrir unglinga. Leikjanámskeið eru fjölmörg á höfuðborg- arsvæðinu og listrænir krakkar geta notið sín í Myndlista- skólanum. Á heimasíðum sveitarfélaga og íþróttafélaga má finna upplýsingar um námskeiðin. Vatnsstríð, furðufataball, danskennsla, sveitaferð og Viðeyjarferð. Allt er þetta á dagskrá á leikjanámskeiðum Söngskóla Maríu Bjarkar sem kallast Krakkageymslan.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.