Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 84

Fréttablaðið - 08.05.2010, Page 84
44 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Eldsumbrot íslenskunnar Nýyrði og tökuorð hafa fylgt tungumálinu frá upphafi. Fáir hafa lagt meira til nýyrðabanka íslenskunnar en ljóðskáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson. Mörg nýyrðanna úr ranni Jónasar eru tungunni svo töm að erfitt er að ímynda sér að þau hafi nokkurn tímann verið ný. Fréttablaðið stiklar á stóru í orðasmiðju skáldsins og birtir fyrstu dæmin þar sem þau koma fyrir, samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Aðdráttarafl: „aðdrátt- arabl hnattarins mikla togaði hann til sín.“ Baksund: „…eiga piltarnir að temja sjer baksund með fótunum einum saman.“ Bróðurpartur: „…miðla þrátt af þinn- ar móður arfi / þeim, sem að glata sínum bróðurpart.“ Einstakl- ingur: „ … reínsla hvurs eínstaklíngs, útaf firir sig, er harðla lítil.“ Eldsumbrot: „…umbiltingar, sem þá hafa orðið á jörðinni, virðast eínkum hafa orsakast af elzumbrotum innaní henni.“ Fiskverkun: „…hann hefur sjálfur ferðazt víða og grann- kynnt sjer allt, sem viðvíkur fiskverkun.“ Fluggáfaður: „Þarf ekki nema líta á hann, til að sjá hann er fluggáfaður.“ Framsókn: „ …framsókn, rugg og ljós- villa.“ Frelsishetja: „ …fríða, fullstyrka / frelsis- hetju.“ Gangverk: „Dregur fio{}dur gáng- verkid í því [úri].“ Geislabaugur: „Þá var ad sjá følljósan geislabaug umhverfis túnglid.“ Guðsafneit- un: „ …að in óbifanlega nauðsyn og eylífu lög [ [ …]] geti leítt til guðsafn- eítunar.“ Hafflötur: „ …enn hafflöt- urinn liggur opinn firir þeim.“ Háðskur: „ …en háðskur mót / ómur orð- vani / eyra hrærði.“ Heiðardalur: „ …hrauna veitir bárum bláum / breiðan fram um heiðar- dal.“ Himingeimur: „ …skapaði guð sólina og himintúnglin og sveiblaði þeim útí him- ingeiminn.“ Drottnunargirnd: „ …öfundin í Rauð rekji og drottnunar- gjirndin.“ Jarðfræðingur: „…létu jarðfræðíngarnir sig aldrei vanta, til að vera við og gefa gætur að því sem upp kæmi.“ Landafræði: „ …ímsar fróðlegar bendíngar áhrær- andi landafræðina.“ Líffæri: „Frá líffærum spendýranna.“ Lífsnautn: „…en menníngin er farin svo að vakna að fjöldinn vill lifa siðaðra manna lífi. Auðvitað leiðir það ýmsa út í ofeyðslu og óhollar lífsnautnir.“ Lögbundinn: „…ad brautir þeirra [: halastjarnanna] eru lögbundnar.“ Miðbaugur: „…mið- baugsfjærð þeírra, eður fjarlægð suður og norður frá mið- baugji.“ Dauðleiður: „…kallaðu mig fyrir rétt, þó mér sé það meir en dauðleitt.“ Hugsunarleysi: „…Þó það hvurki komi til af leti né hugsunarleysi á almenníngs þörfum.“ Fyrirkomulag: „…meðan fyrir- komulag sólkerfis vors haggast ekki af nýum og stórkost- legustu viðburðum.“ Ljóshraði: „ …þad er ljóshradinn.“ Mörgæs: „…Mörgæsir [ [ …]] eru svipað- ar geírfuglum, eíga heíma í suður höfum.“ Rennisléttur: „…Innst fyrir botni hafnarvogsins liggja rennisléttir sandar.“ Hundsvit: „Síðan hef ég haft þetta hundsvit, sem Síbbern talar um.“ Munaðarleysingi: „…að ala so upp munaðarleýsíngjana, sem eru fósturbörn þeirra allra saman.“ Sálarástand: „Svo stendur nú á sálarástandinu, að ég held lítið verði um það.“ Seigla: „…til að taka úr þeim mestu seigl- una og lýsisbragðið.“ Sjónarmunur: „Hægt er og ad reikna sjer til hinn litla sjónarmun (Parallaxe).“ Sjónauki: „ …í gjegnum gódan sjónauka (Mikroskop).“ Sjóveikur: „Ég var býsna sjóveikur.“ Skottulækning: „…það á nú að fara að hýða hann fyrir skottulækningar.“ Skötuselur: „Sædyfli, skötuselur (lophius piscatorius, Linn.).“ Smekkmaður: „þó síra Tómas hafi nokkurn tíma verið sérlegur smekk- maður á skáld- skap.“ Sólkerfi: „á meðan fyrirkomulag sól- kerfis vors haggast ekki af nýjum [ [ „…]] viðburðum.“ Sólmyrkvi: „Sól- mirkvar verda, þegar túnglid er í sólstefnu.“ Spendýr: „Frá ætt- erni spendýranna.“ Stjörnubjartur: „…um stjørnubjart- ar nætur.“ Stuttbuxur: „ …kven- fólkið, sem rakar, verður að ganga með stuttbux- ur innan undir.“ Sporbaugur: „…braut hans [Merkúríusar] er sporbaugur.“ Svarthol: „Það á nú samt að vera í „svartholinu“ (Caschjot- ten) þangað til skólinn kemur.“ Tímamælir: „Sigurverk, er heitir tímamælir (Chronometer) edur sæúr.“ Upplitsdjarf- ur: „…aldrei var ég eins glaður eða upplitsdjarf- ur og ég reyndar átti að mér.“ Veðurfræði: „að þeim, er iðka veður- fræðina, verði búið nokkuð í haginn.“ Yfirborga: „…hann keypti ég og yfir- borgaði hann af ásettu ráði.“ Þjóðareign: „ …dýrmætar menjar feðra vorra og þjóðareign, er ekki má selja úr landi.“ Þremill: „Guizot! Hver þremillinn er orðinn af manninum?“ Þrælsterkur: „ …veit ég ekki, hvaða skelfilegan óláns-klaufa, þrælsterk- an, hefir þurft til þess.“ Æðarkolla: „Æður, æðar- bliki, æðarkolla (somat- eria mollissi,a. Leach).“ Æxlunarfæri: „Æxlunar- færin, er vinna að getnaði nýrra dýra.“ Vísindastarf: „…haft hinn tímann til vísinda- starfa minna.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.