Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 86
46 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
V
ið byrjuðum á því að
spila blús en slík tón-
list einkennir Malí,“
útskýrir Amad-
ou sem er staddur
í París um þessar
mundir. Það var þó ekki aðeins tón-
listin heldur einnig ástin sem sam-
einaði þau Amadou Bagayoko og
Mariam Doumbia fyrir um þrem-
ur áratugum í borginni Bamako í
Malí. Þau hittust í stofnun fyrir
unga blinda Malíbúa og uppgötv-
uðu fljótlega að þau deildu sömu
ástríðunni fyrir tónlist. „Við byrj-
uðum á því að spila blús en slík
tónlist er dæmigerð fyrir landið
okkar.“
Nýjasta plata þeirra hjóna, „Wel-
come to Mali“ er þó allt annað en
hefðbundin afrísk tónlist og sam-
einar ólíka menningarheima og
tónlistarstrauma í einum stórfeng-
legum bræðingi af afrískum blús,
rokki, reggí og raftónlist. „Á öllum
plötunum okkar reynum við þó að
kynna Malí fyrir heiminum. Land-
ið okkar er ríkt af menningu, tón-
listarlegri og sögulegri og fólkið
er einstaklega hjartahlýtt og gest-
risið.“
Það er ekki bara eymd og volæði
í Afríku
En tónlistin ykkar er þó rík af ann-
ars konar áhrifum en einungis frá
Malí? „Já, á vissan hátt. Tónlist-
in okkar er blönduð alveg eins og
heimurinn, og þannig á einmitt
heimurinn að vera. Allir leika sitt
hlutverk, hvernig sem þeir kunna
að vera á litinn og við verðum að
búa til tónlist saman. Ég held að
slík blanda verði framtíðin fyrir
mannkynið.“ Textar þeirra hjóna
fjalla mikið um ástina. Um róm-
antíska ást, ást til fjölskyldu og
vina en einnig er í þeim að finna
ádeilur á ástandið í Malí og ann-
ars staðar í Afríku. „ Við reynum
að koma skilaboðum til fólksins
okkar og hvetja það áfram. Segj-
um fólki að fara að vinna og fara í
skóla af því að það er mikilvægt og
gefast ekki upp þótt á móti blási.
En við syngjum mikið um ástina
vegna þess að lífið á að snúast um
ástina. Það er mikilvægt að tónlist
reyni að sameina heiminn og færa
honum einhvers konar boðskap um
ást. Það er líka mikilvægt fyrir
okkur Afríkubúa að hugsa vel um
hvert annað. Álfan hefur einkennst
af styrjöldum milli ólíkra ættbálka
og landa og við reynum að útskýra
fyrir fólki að við séum öll foreldr-
ar og að við þurfum alls ekki á á
stríði og deilum að halda, heldur
frekar að við sameinumst.“
Finnst honum Vesturlönd hafa
slæma ímynd af Afríku og ástand-
inu þar? „ Að vissu leyti. Margir
halda að það sé ekkert í Afríku
nema eymd og volæði en þar er
einnig gleði, líf, manngæska og
samkennd. Þegar einhver á um
sárt að binda reyna allir að aðstoða
eftir megni. Það má ekki einbeita
sér að neikvæðu hliðum Afríku og
ég vona að tónlist okkar hjálpi til
við að koma jákvæðum skilaboð-
um áleiðis um álfuna. Vonandi
hjálpar svo heimsmeistaramótið í
fótbolta til við að kynna vestrænu
fólki menningu okkar. “
Fötlunin hefur aldrei verið hindrun
Amadou segist alltaf hafa haft
gaman af vestrænni tónlist og hafi
hlustað mikið á rokk og blús. Hann
er gamall aðdáandi Pink Floyd
og þau hjón hafa hitað upp fyrir
Coldplay og verið í samstarfi við
Damon Albarn. „Við höfum allt-
af haft gaman af tónlistarblöndu,
alveg frá því að við vorum lítil.
Nýjasta platan okkar er einmitt
gerð í samstarfi við marga aðila
þar sem skipst er á hugmyndum.
Við hittum fólk sem hefur gaman
af tónlistinni okkar og fólk sem
gerir tónlist sem við hlustum á.
Samstarf milli ólíkra tónlistar-
manna er alltaf mjög skemmti-
Það má ekki einbeita sér að nei-
kvæðu hliðum Afríku og ég vona
að tónlist okkar hjálpi til við að
koma jákvæðum skilaboðum
áleiðis um álfuna.
Tónlist uppfull af ást
ÞAU ERU MÚSÍKALSKT PAR Amadou og Mariam hafa ekki látið blindu aftra sér frá því að verða heimsfræg fyrir fallega tónlist.
Afrísk tónlist heillar hinn vestræna heim
■ Tónlist Amadou og Mariam er blanda hefð-
bundinnar tónlistar frá Malí, rokktónlistar og
blús með fiðlum frá Sýrlandi, trompetum frá
Kúbu, indverskum og egypskum hljóðfærum.
■ Árið 2003 kynntust þau tónlistarmanninum
Manu Chao sem framleiddi plötu þeirra
Dimanche á Bamako og syngur einnig á
plötunni.
■ Árið 2006 tóku þau upp þemalag heimsmeist- arakeppninnar í
fótbolta ásamt þýska tónlistarmanninum Herbert Grönemeyer. Lagið hét
„Celebrate the Day“ og var í efsta sæti þýskra vinsældalista.
■ Árið 2008 náði lag þeirra „Sabali“ fimmtánda sæti yfir bestu lög ársins hjá
Pitchfork Media.
■ Í maí í fyrra spiluðu þau á góðgerðartónleikum fyrir heimilislausa í Lond-
on ásamt David Gilmour á gítar.
■ Í fyrra hituðu þau upp fyrir tvo Blur-tónleika í Hyde Park og fóru með
Coldplay á „Viva La Vida“ túrinn.
■ Í gær léku þau á tónleikahátíðinni All Tomorrow’s Parties, en þau voru
sérstaklega valin til að spila á hátíðinni af Matt Groening, skapara The
Simpsons-þáttanna. Hátíðin er ein virtasta tónlistarhátíð heims og þar
komu meðal annars fram hljómsveitirnar Spiritualized, The XX og Nick
Cave.
Amadou og Mariam hafa verið fengin til að opna
stærsta íþróttaviðburð heims, heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu, sem fer fram í Suður-Afríku og hefst í næsta
mánuði. Hjónin munu koma fram á sérstökum opnunar-
tónleikum aðfaranótt fyrsta leiks mótsins 10. júní ásamt
Aliciu Keys, Shakiru, Black Eyed Peas og suður-afrísku
hljómsveitinni BLK JKS – ásamt fótboltastjörnum frá
ýmsum tímabilum fótboltasögunnar (herma fregnir að
sjálfur Pelé verði þarna í stuði ásamt stjörnum nútímans
á borð við Cristiano Ronaldo og Ronahdinho).
Opna heimsmeistarakeppnina í fótbolta
legt.“ Spurður um hvernig sam-
starfið við Damon Albarn byrjaði
segir Amadou það hafa verið ein-
falt. „Hann kom og hitti okkur.
Svo fórum við og hittum hann. Svo
tókum við tónlist upp saman.“
En hefur það aldrei háð þeim að
vera blind? „Nei, í hreinskilni sagt
þá hefur það ekki háð okkur. Við
eigum góða foreldra og fjölskyldu
sem studdu okkur frá barnsaldri og
gerðu allt sem þau gátu fyrir okkur
til að lífsgæði okkar væru eins og
annarra. Auðvitað komu stundum
upp erfiðir tímar þegar ég var lít-
ill strákur. Þá man ég eftir því að
ég vildi stundum ekki fara í skól-
ann af því að mér var strítt. Þegar
ég fór á stofnun fyrir unga blinda
Malíbúa þá var ég góður á gítar
og var beðinn um að kenna hinum
að syngja og dansa. Og þegar við
Mariam byrjuðum að semja tónlist
saman nutum við strax vinsælda
og fylltum tónleikasali af fólki.
Fólki fannst kannski líka heill-
andi að þrátt fyrir augljósa fötlun
þá gerðum við það sem okkur lang-
aði til að gera og gekk vel í því.“ Á
hverju ári standa Amadou og Mari-
am fyrir tónleikahátíðinni „París-
Bamako“ til að styrkja blind börn
og unglinga í Malí. „Við höfum
safnað fyrir mat, fyrir tækjum,
blindrabókum og fleiru. Vonandi
getum við stækkað þetta átak yfir
í önnur lönd líka.“
Með smá áhyggjur af eldgosinu
Heimsókn þeirra hjóna til Íslands
er þeirra fyrsta og þau eru mjög
spennt fyrir ferðinni. „Við erum
á tónleikaferðalagi um Evrópu og
þegar okkur bauðst að koma til
Íslands fannst okkur það spenn-
andi. Við höfðum heyrt að Reykja-
vík væri mjög skemmtileg og lif-
andi borg þar sem menningar- og
tónlistarlífið blómstrar. Ég hef ekki
fylgst mjög vel með íslenskri tónlist
en ég hlakka mikið til að fá að hitta
fólk og sjá hvað þið eruð að gera
þarna. Annars geri ég mér litla
grein fyrir því hvernig landið er og
hef dálitlar áhyggjur af þessu eld-
gosi. Ég vona að það hindri okkur
ekki í að komast til Íslands en mér
sýnist þó á fréttum að þetta ösku-
fall sé að minnka.“
Amadou tekur fram að hann voni
að Íslendingar eigi eftir að skemmta
sér vel á tónleikunum. „Við erum
hjón sem elskum hvort annað og
við erum að reyna að koma skila-
boðum á framfæri um það hversu
mikilvæg ástin er í lífinu. Við vilj-
um að tónlist færi heiminum gleði
og geti hjálpað til við að sameina
hann. Færa fólki von, samkennd og
fallegar minningar saman.“
Tónleikar Amadou og Mariam
verða í Laugardalshöll 12. maí.
Blinda parið Amadou og Mariam frá Malí hafa
vakið heimsathygli fyrir tónlist sína. Þau hafa
meðal annars hitað upp fyrir Coldplay, verið í
samstarfi við Damon Albarn og spilað fyrir for-
seta Bandaríkjanna. Þau koma nú til Íslands með
hljómsveit sinni til að spila á opnunartónleikum
Listahátíðar í Laugardalshöllinni. Anna Margrét
Björnsson sló á þráðinn til Amadou Bagayoko,
gítarleikara og söngvara, sem staddur var í París.