Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 90
50 8. maí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR ER 49 ÁRA Í DAG. „Það er ómögulegt að spá fyrir um gos í Kötlu en auð- vitað er rétt að hafa augun hjá sér.“ Magnús Tumi er deildarfor- seti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands og stýrir Jarðvísinda- stofnun. Ummælin lét hann falla 21. mars þegar gos var nýhafið á Fimmvörðuhálsi. Léttsveit Reykjavíkur á tvöfalt afmæli á þessu ári og lýkur þriggja konserta vordagskrá með tónleikum í Háskóla- bíói í kvöld. Þar ætlar hún að blása þjóðinni bjartsýni og baráttuanda í brjóst og fjalla í leiðinni um ýmislegt sem hent hefur í þjóðlífinu. Þess ber söngskráin merki. Þar má finna laga- heiti eins og Af aurum apar og Fram- tíðardraumar. Önnur hefðbundnari eru þar einnig, svo sem Þú álfu vorr- ar yngsta land, Lífsgleði njóttu og ýmis þjóðleg sveitasælulög. Margrét Þorvaldsdóttir er formaður Léttsveitar Reykjavíkur. Hún útskýr- ir þetta tvöfalda afmæli sem getið er í upphafi greinarinnar svo: „Léttsveitin er eitt afsprengi Kvennakórs Reykja- víkur sem hóf starfsemi sína 1993 og ungaði út alls konar kórum. Það eru fimmtán ár frá því að við urðum léttsveit innan Kvennakórsins og svo eigum við tíu ára sjálfstæðisafmæli því árið 2000 hættum við að heyra undir stjórn hans. Þannig að þetta eru stór tímamót þótt um ungan kór sé að ræða, miðað við marga aðra.“ Í Léttsveit Reykjavíkur eru 113 konur, svo fullyrða má að hún sé meðal fjölmennustu kóra landsins ef hún hreinlega á ekki metið. Sami stjórnandi hefur verið frá upphafi, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, og líka sami píanóundirleikari, Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Margrét hefur verið formaður Létt- sveitarinnar í sex ár með smá hléi og á ellefu ára söngferil að baki með henni, eða frá 1999, svo ljóst er að tryggðin við félagsskapinn er mikil. Hvaða töfrar eru þarna í gangi? „Það er bara ótrúlega skemmtilegt að til- heyra svona stórum og fjölbreyttum hópi og alltaf gaman að syngja saman. Ef eitthvað bjátar á er ekkert til betra en fara á kóræfingu. Það er allra meina bót,“ svarar hún með sannfær- ingarkrafti í röddinni. Margrét segir ýmislegt fleira fylgja félagsskapnum en söngur. „Við höld- um árshátíðir og skemmtisamkomur fyrir okkur og vinkonur okkar og svo höfum við ferðast heilmikið og hald- ið tónleika. Bæði farið til útlanda og líka um landið okkar. Ég held við séum búnar að heimsækja alla landshluta.“ Nú er Léttsveitin nýkomin úr söng- ferð til Norðurlands. „Við sungum í Hóladómkirkju og á Dalvík,“ upplýsir Margrét. „Við lentum inn á sæluvik- una í Skagafirði og hittum Álftagerð- isbræður þar. Þeir ætla að endur- gjalda heimsóknina og taka nokkur lög með okkur í Háskólabíói í kvöld.“ gun@frettabladid.is LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR: HELDUR UPP Á BÆÐI 10 OG 15 ÁRA AFMÆLI Skemmtilegt að tilheyra svo stórum og fjölbreyttum hópi LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR Einn stærsti kór landsins, en Álftagerðisbræður ætla að taka nokkur lög með honum í kvöld. MYND/ÚR EINKASAFNI MERKISATBURÐIR 1636 Eldgos verður í Heklu. 1835 Fyrstu ævintýri H.C. And- ersen gefin út í Dan- mörku. 1933 Mohandas Gandhi hefur þriggja vikna hungurverk- fall til að mótmæla kúgun Breta í Indlandi. 1945 Síðari heimsstyrjöldinni lýkur í Evrópu með upp- gjöf Þjóðverja. 1970 Síðasta breiðskífa Bítlanna kemur út. 1979 Hornsteinn er lagður að Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. 1996 Stjórnarskrá sem tryggir ríkisborgurum víðtæk rétt- indi tekur gildi í Suður- Afríku. Félag frjálshyggjumanna á Íslandi var stofnað á áttræð- isafmæli Friedrichs A. von Hayeks 8. maí 1979, með það að markmiði að kynna frjáls- hyggju á Íslandi. Stjórnarmenn voru allir sjálfstæðismenn, þeirra á meðal Friðrik Friðriksson, sem var formaður, Árni Sigfússon, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson og Hreinn Loftsson, en þess skal getið að félagið var ekki í beinum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Félagið stóð fyrir fundahaldi og útgáfu á tímaritinu Frelsið, sem Hannes Hólmsteinn ritstýrði, bókum eins og Ein- staklingsfrelsi og hagskipulag eftir Ólaf Björnsson prófessor og Velferðarríki á villigötum eftir Jónas H. Haralz banka- stjóra. Þá komu ýmsir erlendir fyrirlesarar á vegum félagsins til landsins, svo sem Nóbels- verðlaunahafarnir Friedrich A. von Hayek og Milton Friedman. Félagið starfaði í áratug eða til ársins 1989, en þá þótti ljóst að markmiðið hafði náðst og því var félagið lagt niður. Sjá www.wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 8. MAÍ 1979 Félag frjálshyggjumanna stofnað Móðir okkar og amma, Inga Þorgeirsdóttir kennari, Hofteigi 48, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 10. maí kl. 15. Þorgerður Ingólfsdóttir og Knut Ødegård Mali Ødegård og Roar Sørli Knut, Kristine Hege Ødegård Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason Sigríður Sól Björnsdóttir og Heiðar Guðjónsson Orri, Bjarki, Rut Bjarni Benedikt Björnsson og Daði Runólfsson Vilborg Ingólfsdóttir og Leifur Bárðarson Margrét María Leifsdóttir og Guðmundur Pálsson Máni, Diljá Helga, María Inga María Leifsdóttir og Kristbjörn Helgason Júlía Helga, Jakob Leifur Unnur María Ingólfsdóttir og Thomas Jan Stankiewicz Catherine María Stankiewicz Helene Inga Stankiewicz Thomas Davíð Stankiewicz Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson Guðrún Hrund Harðardóttir og Gunnar Andreas Kristinsson Áróra, Auðunn Inga Harðardóttir og Guðmundur Vignir Karlsson Björt Inga, Ísleifur Elí Áskell Harðarson Faðir okkar, J. Grétar Þorvaldsson bifreiðastjóri, Stóragerði 38, lést á heimili sínu 5. maí. Jarðarför verður auglýst síðar. Valdís Ósk Jónasdóttir Þórir Karl Jónasson Þorvaldur Jónasson Árleg ráðstefna Oddafélags- ins, samtaka áhugamanna um endurreisn fræðaset- urs að Odda á Rangárvöll- um, verður haldin í dag. Ráðstefnan verður sett í Frægarði hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum klukkan 13 og stendur til 17.30 og eru allir velkomnir. Þór Jakobsson setur ráð- stefnuna sem hefst með því að tveir meðlimir félagsins frá byrjun, Þórður Tóm- asson í Skógum og Jakob- ína Erlendsdóttir frá Odda á Rangárvöllum, verða gerðir að heiðursfélögum. Meðal fyrirlesara á ráð- stefnunni eru Páll Skúla- son. - jma Oddafélagið með ráðstefnu í Frægarði ÁHUGAFÓLK UM ENDURREISN ODDA Þór Jakobsson, formaður Oddafélagsins, setur ráðstefnu í dag um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.