Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 94
54 8. maí 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég er farin að sofa. Ég er alveg að koma, ætla bara að taka einn leik til! Palli Dalberg! Ef þú kemur þér ekki á fætur núna verðurðu of seinn í skólann, færð lélegar einkunnir, verður rekinn úr skól- anum og endar á því að borða upp úr ruslafötunum bak við matvörubúðina! Mamma Dalberg: Eiginkona, móðir og neikvæð hvatning. Og svo verðurðu að fara á netið í gegn- um 56K módem í stað breið- bands! Fylgstu nú með. Þú byrjar á að renna reiminni hér yfir, svona. ... og með því að gera þetta svona færðu svona rosalega flott mynstur! GEISP! Þú ættir kannski frekar að kenna mér að raka mig. En kannski er skapandi reimun á skóm ekki nógu spennandi fyrir þig. Til að fá þjónustu: Vinsamlegast nuddið lampann Það er ekkert rosalega langt síðan ég varð virkur neytandi og fór að fá fastar tekjur (sem ég eyddi jafnóðum). Fljótlega eftir að bankareikningurinn minn byrjaði að belgjast út um mánaðamótin fór ég að láta glepjast af auglýsingum fyrirtækja sem buðu upp á tilboð sem ég átti gríðar- lega erfitt með að hafna. Þetta var upp úr aldamótum og góðærið var rétt að byrja. AUGLÝSINGARNAR áttu það flestar sameiginlegt að reyna að troða inn á mig vörum sem ég þurfti ekkert sérstaklega á að halda. Bílaumboð- in auglýstu bíla sem voru alltof dýrir fyrir mig, en gátu samt orðið mínir á viðráðanlegum kjörum. Tölvur og farsímar kostuðu allt í einu ekki neitt í fyrstu þó að mánaðarlegar afborganir fylgdu ávallt með. VERSLUN gekk sem sagt út á að dæla út vörum, hvað sem það kostaði. Ég var í nokk- urn veginn sama flokki og aðrir neytendur, keypti flatskjá og fartölvu en lét myntkörfulánin vera og ók um á gömlum druslum. ÞJÓNUSTA var eitthvað sem virtist vanta inn í jöfnuna, þrátt fyrir að orðið sé oftast sagt í samhengi við „verslun“. Verslun og þjón- usta. Orðin eru svo tengd að ef ég væri búinn að mennta mig í íslensku myndi ég örugglega hlæja yfirlætislega og kalla þau farsælt orðasamband. Seinni hluti orða- sambandsins gleymdist samt í góðærinu, en hefur skotið upp kollinum í dag. ÞAÐ ríkir nefnilega þjónustugóðæri í dag og það er frábært. Fyrirtæki eru allt í einu byrjuð að auglýsa hvað þau geta gert fyrir okkur, ekki hverju þau geta prangað inn á okkur – hvað sem það kostar! eða kostar ekki. Strax. Í staðinn fyrir að auglýsa allt of dýran bíl sjáum við reynsluríkt starfs- fólk í auglýsingum frá bílaumboðum. Olíu- fyrirtækin vilja skipta um þurrkublöð og fylla á rúðupissið í staðinn fyrir að selja okkur gasgrill á stærð við sumarbústaði. Og í staðinn fyrir að flytja inn gám af sófasettum hefur ein elsta verslunarkeðja landsins boðist til að skutla matvörum heim til viðskiptavina sinna – frítt! ÉG nenni ekki að vera gaurinn sem bendir á jákvæða hluti kreppunnar og segir „sko. Við höfum það ekkert slæmt!“ Það er samt hollt fyrir svona leiðindapúka eins og mig (og þig) að sjá að verslunar- og þjónustu- fyrirtæki hafa horft í spegil og tekið sig á. Ég legg til að æðstu stjórnendur landsins drullist til að gera það sama. Þjónustugóðærið Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.