Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 96

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 96
56 8. maí 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Í dag verður opnuð sýning í Gerðarsafni á verkum frá löngum ferli Hafsteins Austmann en hann fagn- ar með sýningunni 75 ára afmæli. Á sýningunni má rekja feril Hafsteins allar götur frá því að hann sat kornungur við fótskör meistara franska skólans á sjötta áratug síðustu aldar. Hafsteinn Austmann hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem einn af vönduðustu listmálurum sinn- ar kynslóðar. Hann er fæddur á Vopnafirði 1934, en ólst að mestu upp í Reykjavík. Kornungur ákvað Hafsteinn að helga sig myndlist- inni og eftir nám í Myndlista- skólanum í Reykjavík og Hand- íða- og myndlistarskóla Íslands dvaldi hann í París 1954-55 og sótti þá tíma í Académie de la Grande Chaumière, meðal ann- ars hjá myndhöggvaranum Zad- kine. Námsdvöl hans í París á þeim árum þegar franski skólinn var mikilsvirtur í öllum hinum vestræna heimi setti mark sitt á feril hans. Hafsteinn heillaðist snemma af franskri abstraktlist og var meðal annars boðið að sýna á hinni alþjóðlegu Réalités Nou- velles-sýningu, aðeins tvítugum að aldri. Heimkominn tók Haf- steinn þátt í öllum helstu sýning- um íslenskra myndlistarmanna og skar sig ævinlega úr fyrir fágaðar abstraktmyndir sínar, bæði olíu- og vatnslitamyndir. Hann starf- aði einnig við leikmyndagerð fyrir Leikfélag Reykjavíkur en hefur að mestu helgað líf sitt málverkinu, bæði olíu- og ekki síður vatnslita- myndum sem hann hefur sjaldgæf tök á, og svo höggmyndum. Til þessa hefur hann haldið um 30 einkasýningar og tekið þátt í miklum fjölda samsýninga um allan heim. Sömuleiðis er verk Haf- steins að finna í öllum helstu lista- söfnum Norðurlanda. Verk hans hafa enn fremur hlotið ýmsar við- urkenningar, meðal annars alþjóð- legu Windsor & Newton-verðlaunin fyrir vatnslitamyndir. Hafsteinn hefur einnig hlotið tvenn verðlaun fyrir útilistaverk og gert vegg- mynd fyrir Borgarspítalann. Í tengslum við sýninguna verður gefin út vönduð bók „Kvika: Haf- steinn Austmann, Myndverk 1950- 2010“, sem Aðalsteinn Ingólfsson hefur tekið saman. Aðalsteinn mun vera með leiðsögn um sýninguna á morgun kl. 15. Sýningin er hluti af dagskrá Kópavogsdaga og mun standa til 20. júní. pbb@frettabladid.is YFIRLITSSÝNING HAFSTEINS MYNDLIST Hafsteinn Austmann fagnar sjötíu og fimm ára afmæli með stórri yfirlitssýningu í Gerðarsafni. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ath. kl. 20 í kvöld breski gamanleikurinn 39 þrep var sýndur í fyrsta sinn í gærkvöldi í Íslensku óperunni og verða sýning- ar í kvöld og á morgun. Fjórir leikarar fara á kostum í rússibanareið ótrúlegs fjöld stórra og smárra persóna, alls 139 hlutverk deilast á leikhópinn. Leikstjóri er María Sigurðardóttir sem kunn er af vinsælum leik- sýningum sunnan og norðan heiða, Sex í sveit og Ló á skinni. Verkið var sýnt við metaðsókn á Akureyri í vetur en sýningar sunnan heiða verða fáar. Tólf sýningar verða í boði á næstu vikum á hinum sígilda sjónleik Williams Shakespeare, Rómeó og Júlíu, í Borgarleik- húsinu. Vesturport er enn eina ferðina að rifja upp sviðsetningu sína sem farið hefur víða um lönd og var í tvígang á fjölunum í London eftir að hafa notið mik- illa vinsælda hér heima á Litla sviði Borgarleikhússins 2002. Er þetta sú leiksýning íslensk sem átt hefur lengstu lífi að fagna. Nú verður hún endurlífg- uð á Stóra sviðinu og er hluti af áskriftarsýningum hússins frá liðnu hausti. Hallgrímur Helgason þýddi verkið að nýju þegar Vesturport undir leikstjórn þeirra Gísla Arnar Garðarssonar og Agnars Jóns Egilssonar setti sýninguna á svið. Katrín Hall sá um dansa en Börkur Jónsson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sáu um útlit leikmyndar og búninga. Sýningar hefjast 11. maí. Önnur sviðsetning á sama verki verður í samstarfi Borgar- leikhússins og Listahátíðar í Reykjavík boðin áhugasömum gestum, en það er tíu ára gömul sviðsetning sem hefur farið víða á þeim áratug: Leikstjóri er Oskar Korsunovas og verða sýningar tvær: 14. og 15. maí. Kostunovas er einn besti leik- stjóri heimsins í dag. Þessi upp- setning hefur ferðast um heim- inn undanfarin tíu ár og er því ferðalagi langt frá því lokið. Í þessari uppsetningu berj- ast ættir tvær í bakaríum sem þær reka hvor um sig. Kraft- ur, húmor og magnað sjónarspil einkenna sýninguna. Oskaras er einn fremsti leikstjóri Evr- ópu en hann hefur verið ráð- inn til að leikstýra jólasýningu Borgarleikhússins 2010 en það er Ofviðrið eftir Shakespeare. Heitið var þriðju sýningunni í haust í kynningarherferð Borgar- leikhússins á þessu kunna verki í sviðsetningu Þorleifs Arnars- sonar frá St. Gallen í Sviss en ekki bólar á henni og er vísast um að kenna kreppunni. Græna ljósið hleypur undir og sýnir hina frábæru kvikmynd Baz Luhrmann eftir verkinu þar sem þau Leonardo DiCaprio og Clare Danes léku svo eftir- minnilega þau Rómeó og Júlíu. Sýnt verður í Háskólabíó 20. og 21. maí kl. 20. - pbb Rómeóraunir LEIKLIST Úr Rómeó og Júlíu Vesturports 2002: Nína Dögg sem Júlía og Ólafur Darri sem fóstran. MYND FRETTABLAÐIÐ/ Þýskir gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af sýningu Íslenska dansflokksins á danshátíð í Brem- en í Þýskalandi sem haldin var í apríl. Á dagskránni voru tvö verk eftir þekkta og virta danshöf- unda: Kvart eftir Norðmanninn Jo Strömgren, og Endastöð eftir Svíann Alexander Ekman. Þriðja verkið var Heilabrot eftir Brian Gerke og Steinunni Ketilsdóttur sem er nýtt og ferskt tvíeyki frá Íslandi þekkt fyrir kómíska, jafn- vel grátbroslega, og óhefðbundna sköpun. Blaðið Die Tageszeitung sagði að Íslenski dansflokkurinn hefði óvænt verið stjarna hátíðarinnar: „Vegna landfræðilegrar staðsetn- ingar sinnar er flokkurinn ein- angraður og hefur þar af leiðandi tileinkað sér mikla fjölbreytni – verkin sem flokkurinn sýndi voru á ótrúlega breiðum skala, allt frá óvægnu dansleikhús yfir í dansflugelda í anda Svanavatns- ins. Það virðist einnig sem þetta kalda loftslag ali af sér virkilega skemmtilegan húmor.“ Gagnrýnendur Kreiszeitung Bremen og Augsburger Allgemeine hrósuðu dönsurunum fyrir tækni- lega fullkomnun en einnig og þá sérstaklega fyrir leiklistarhæfi- leika þeirra og héldu þeir varla vatni yfir frammistöðu dansar- anna í hinu mjög svo kómíska verki Endastöð, þar sem þeir túlka eldra fólk í leit sinni að æskunni. Dansflokknum hrósað LISTDANS Úr verkinu Kvart eftir Jo Strömgren sem sýnt var á danshátíð í Brimum við mikið lof.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.