Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 98
58 8. maí 2010 LAUGARDAGUR
Kvennakór Reykjavíkur heldur
tvenna tónleika á morgun í Linda-
kirkju, kl. 17 og 20. Tónleikarnir
marka tímamót hjá kórnum sem
hefur starfað í vetur með nýjum
stjórnanda, Ágota Joó, og eru þetta
fyrstu tónleikarnir sem hún stýrir
með kórnum.
Efnisskráin er fjölbreytt og
tekst kórinn á við söngva á ólík-
um málum: ensku, frönsku, ítölsku,
þýsku, rússnesku, ungversku og
svo móðurmálinu. Athygli vekur að
stjórnandinn lætur kórinn takast
á við mál sem heimta gerólíkar
áherslur og hljómamyndun. Meðal
verka sem flutt verða á tónleikunum
er kórverk eftir ungverskt tónskáld,
József Karai, sem heitir Éjszaka.
Verkið er náttúrulýsing, ómstrítt á
stundum með ljúfum tónum á milli.
Þá syngur kórinn ljúf lög eftir
Rossini og Shuman, Louis Prima,
Aron Copland og John Edabenport.
Undirleikur er í höndum þeirra
Vignis Þórs Stefánssonar, Vadims
Fjodorov, Gunnars Hilmarssonar
og Leifs Gunnarssonar.
Kvennakór á ungversku
TÓNLIST Kvennakór Reykjavíkur heldur tónleika á morgun í Lindakirkju.
MYND FRÉTTABLAÐIÐ/-
Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli
þar sem leitast er við að viðhalda
gleðinni í hljóðfæranáminu.
Upplýsingar og innritun á
www.tonsalir.is
...BARA GAMAN...
Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is
Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi sumarnámskeið:
* Gítarnámskeið
* Trommunámskeið
* Ukulelenámskeið
* Rafbassanámskeið
SKEMMTILEGT SUMAR Í TÓNSÖLUM
Tónsalir bjóða í sumar upp á
8. skipta námskeið sem ætluð
eru fyrir byrjendur á aldrinum 8-16 ára.
Þátttakendur mæta tvisvar í viku.
Skráning er til 21. maí á heimasíðu skólans.
Blásin bassaklarinetta
Einleikur á bassaklar-
inettu verður í boði í
tónleikaröðinni 15:15
í Norræna húsinu á
morgun kl. 15:15. Það
er Ingólfur Vilhjálms-
son sem blæs í kapp við
elektróník.
Tvö stykki verða
frumflutt á tónleik-
unum eftir þá Slátur-
menn Áka Ásgeirs-
son, 306° og Pál Ivan Pálsson,
Dubhghall 2. Önnur verk eru
Zwei singende Klarinetten eftir
taívanska tónskáldið Pei-Yu Shi,
Elimination of Metaphysics (B)
eftir Davíð Brynjar Franzson
og svo Hollands-skammtur-
inn Ecoute-ecoute eftir Roder-
ick de Man og Spans eftir Klas
Thorstensson.
Ingólfur hefur helgað sig nær
alfarið nútímatónlist undan-
farin ár og stígur hér á
svið sem einleikari með
sín uppáhaldsstykki
fyrir bassaklarinett
og elektróník. Ingólfur
hlaut listamannalaun
2009 og gaf út geisla-
disk (Dualism) með
slagverksleikaranum
Tobiasi Guttmann hjá
Íslensku tónverkamið-
stöðinni 2008.
Ingólfur lauk einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík 1998, BA-prófi í klarínettu-
leik frá Konservatoríinu í Utrecht
2000 og Postgraduate-prófi frá
Konservatoríinu í Amsterdam
2002. Ingólfur er styrkþegi hjá
Ensemble Modern Academy
2006-2007. Hann hefur unnið
með tónskáldum eins og Hosok-
awa og Lachenmann og er með-
limur í Adapter Ensemble. - pbb
INGÓLFUR
VILHJÁLMSSON