Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 100

Fréttablaðið - 08.05.2010, Síða 100
60 8. maí 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Nammi nammi namm … þessir litríku leðursandalar frá Marc Jacobs eru stór- fenglega sumarlegir. Sexý sundbolur sem minnir á Hollywood glamúr sjöunda áratugarins. Frá tískudrottning- unni Diane Von Furstenberg og fæst á netaporter.com Ótrúlega fagurt varagloss sem er hluti af samstarfslínu Liberty og Mac. Bandaríski hönnuðurinn Ralph Lauren er þekktur fyrir fáguð föt og falleg efni í klassískum bandarískum stíl, föt sem henta bæði á skrifstofur og sveitaset- ur hjá heldri fjölskyldum. Þeir sem forðast litagleði í sumartísk- unni geta glaðst yfir frísklegu og einföldu yfirbragði sumarlín- unnar frá Ralph Lauren þar sem blá gallaefni voru í forgrunni. Strákaleg tíska sem einkennd- ist af skyrtum, vestum, galla- buxum og jafnvel smekkbuxum. Ljósblái liturinn hefur ekki verið sérstaklega áberandi undanfarin ár en Lauren minnti okkur á að þetta er flottur og óvæminn kost- ur þegar hlýna tekur í veðri. - amb GALLAEFNI HJÁ RALPH LAUREN: Tímalaus klassík Ég var algjör lúði þegar ég var lítil og hafði ekki hundsvit á tísku. Tíska virtist jafn fjarlægt áhugamál og aðrir leiðindahlutir fullorð- inna eins og tiltekt og að vinna á skrifstofu. Í dag er kominn heill nýr markaðshópur í tísku – smákrakkar – og litla fólkið virðist orðið mun meðvitaðra um persónulegan stíl en áður. Þegar ég fór á RFF í vor fékk ég litla vinkonu mína lánaða til að setjast mér við hlið á fremsta bekk og sú stutta var svalari en allir þarna inni, með sín risavöxnu svörtu gleraugu og blátt hár þar sem hún fylgdist grannt með sýning- unni. Stór gleraugu og svalt attitjúd hjá krökkum er auðvitað ekkert nema kjút en þegar ég rak augun í tískubloggsíðu stúlkunnar, Tavi, varð mér ekki um sel. Tavi er stórsniðugt, stórskrýtið og dálítið ógnvænlegt fyrirbæri í formi þrettán ára stúlku frá New York sem hefur bloggað um tísku frá því að hún var ellefu ára á síðunni „Style Rookie“. Tavi er alveg fáránlega smart og virðist vera með alla putta á púls- inum hvað heitustu tískustraumana varðar. Fyrst þegar hún byrjaði að blogga héldu flestir að þetta væri eitthvert „feik“ því að barn gæti aldrei haft slík tök á tískunni. En nei, þessi eðlislæga náðargáfa hennar hefur skotið henni upp á stjörnuhim- ininn og í dag situr þessi pínulitla stuttklippta stúlka með stóru gler- augun á fremstu bekkjum hjá fræg- ustu hönnuðum heims. Hún klæðir sig oft eins og pínulítil gömul kona og var meira að segja búin að lita hárið á sér grátt um daginn. Stundum finnst mér hún furðulega lík tískubloggaranum Facehunter sem mætir reglulega til Íslands. Miuccia Prada og Rei Kawakubo hreinlega dýrka hana og þau og fleiri hönnuðir ausa yfir hana gjöfum í formi rándýrs fatnaðar, fylgihluta og skótaus. Hún hefur setið fyrir á forsíðum ofur- svalra tískublaða og verið í ótal viðtölum og fékk vikufrí í skólanum til að geta mætt á tískuvikuna í New York. Sniðugt, eða hvað? Þegar fyrirsætur í blöðum verða að vera sextán ára er þá ekki skrýtið að lítið barn hafi svona mikinn áhuga á heimi sem, því miður, er oft mengaður af yfirborðskennd, spillingu, djammi og dópi? Og getur verið gott fyrir litla sál að hafa svona gífurlega mik- inn áhuga á ytri klæðum manna í stað þess að vera bara heima hjá sér að leika sér? Ég efast um að Tavi eigi marga jafnaldra vini. Þeim hlýt- ur að þykja hún skrýtin. Og hvernig verður stúlkan þegar hún er rétt skriðin yfir tvítugt? Útbrunnið tískufrík? „Í Gamla testamentinu gekk fólk aðeins í fötum til að halda á sér hita því það var vilji Guðs,“ segir hin gyðingatrúaða Tavi. „Ég hef hins vegar orðið fyrir mikilli upp- ljómun hvað varðar föt og hef öðlast skýra sýn á því að föt geta verið listaverk.“ Þessari stúlku ætla ég að fylgjast með. Yngsti tískubloggari heims > ENDURREISN HJÁ NEMUM Í LHÍ Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hefur kennt nem- endum Listaháskólans í fatahönnun listina að teikna tísku og um helgina sýna nemendur afrakstur úr tískuteiknunarkúrsinum. Sýningin stendur yfir í Hug- myndahúsi háskólanna á Grandagarði og þar gefur að líta gullfalleg og stórskemmtileg verk. Það er opið frá 12-17 á laugardag og sunnudag og áhugafólk um listir og tísku ætti ekki að láta þetta framhjá sér fara. ÞÆGILEGT Víðar snjáðar gallabux- ur við gegnsæja siffonskyrtu. SVEITALEGT Krúttlegar smekkbuxur við blómaskyrtu. GALLAEFNI Töffaraleg síð gallaskyrta yfir strákalegar buxur. GAMALDAGS Klassískur jakki og skyrta við dökkar gallabuxur. RENDUR Skyrtukjóll með svörtu og strákalegu vesti yfir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.