Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 106
66 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Kakali hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist The Cave. Kakali var stofnuð í Reykjavík 2003 af tvíburunum Árna og Daða Guðjónssonum og Kristjáni Árna Kristjánssyni. Bassaleikarinn Þorsteinn Hermannsson gekk svo til liðs við sveitina fyrir skömmu, auk þess sem Guðmundur Stefán Þorvaldsson og Jón Geir Jóhanns- son hafa spilað með henni. Þrátt fyrir að hafa starfað í sjö ár spilaði hún á sínum fyrstu tón- leikum um síðustu helgi á Sódómu Reykjavík. Tónleikar númer tvö voru síðan haldnir á skemmti- staðnum Dillon á föstudagskvöld. Ástæðan fyrir þessum örfáu tón- leikum er sú að hljómsveitarmeð- limir hafa búið sitt á hvað, bæði hér heima og erlendis, og aldrei náð að hella sér út í tónleikahald. „Við erum búnir að taka upp plöt- una í bútum í gegnum árin, mest í október síðastliðnum,“ segir Kristján Árni, sem er söngvari og gítarleikari sveitarinnar. „Við erum búnir að vera að taka upp á milli landa en núna erum við tilbúnir. Við ætlum að drífa í að gefa út plötuna og spila eins og vitleysingar.“ The Cave, sem hefur að geyma indírokk á ensku, er komin út á síðunni Gogoyoko.com og á Kakali.bandcamp.com. Um næstu mánaðamót kemur hún síðan út á geisladiski. Útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir um næstu mánaða- mót. Þeir sem vilja fylgjast nánar með hljómsveitinni geta kíkt á Kakali.is eða á Facebook-síðu hennar. freyr@frettabladid.is Jenny McCarthy virðist vera búin að jafna sig á sambandsslitunum við leikarann Jim Carrey. Nýver- ið sást til hennar kyssa annan mann á dansgólfi í Las Vegas eftir að hún hafði farið út á lífið með systur sinni og nokkrum vinkon- um. Eftir að hafa snætt gómsæt- an humar á steikhúsi fór Jenny á Playboy-klúbb og var þar í góðum gír með nýja manninum. Hin 37 ára Jenny, sem er fyrrum Play- boy-fyrirsæta, hætti með Carrey í síðasta mánuði eftir fimm ára samband. Þrátt fyrir það ætla þau áfram að vera vinir. Kossaflens í Las Vegas JENNY MCCARTHY Jenny virðist vera búin að jafna sig á sambandsslitunum við Jim Carrey. Leikarinn Samuel L. Jackson var mestmegnis í fötunum við upp- tökur á kynlífsatriði í sinni nýj- ustu mynd, Mother and Child. Þar lék hann á móti hinni áströlsku Naomi Watts. „Ég er ekki tilbúinn fyrir nektina. Trúið mér, þið viljið ekki sjá mig allan á stóra tjaldinu. Naomi og ég vorum að kela en við vorum að mestu í fötunum okkar,“ sagði Jackson. Hann hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Síð- ast lék hann í Iron Man 2 og síðar á þessu ári er væntanleg gaman- myndin The Other Guys. Hann snýr einnig aftur sem Nick Fury í Captain America: The First Avenger. Í fötunum í kynlífsatriði SAMUEL L. JACK- SON Leikarinn var í fötun- um þegar hann lék í kynlífsatriði með Naomi Watts. HÆTT SAMAN Halle Berry og Gabriel Aubry eru hætt saman og enginn veit af hverju. Miklar vangaveltur hafa verið í kringum sambandsslit leikkon- unnar Halle Berry og Gabriels Aubry, en þau tilkynntu fyrir stuttu að þau höfðu slitið sam- bandi sínu í janúar. Bandarískir fjölmiðlar hafa þó ekki getað komið sér saman um ástæðu sam- bandsslitanna og hafa margar sögur verið á kreiki þess efnis. „Halle vildi flytja burt frá Los Angeles og í rólegra hverfi en Gabriel var ekki tilbúinn til þess og sleit sambandinu. Þau unnu úr sínum málum og ákváðu að deila forræðinu yfir dóttur þeirra, Nöhlu. Halle er sorgmædd en ber höfuðið hátt,“ sagði einn heimildarmaður um málið. Halle sorgmædd KAKALI Hljómsveitin Kakali hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist The Cave. Á myndina vantar Árna Guðjónsson sem býr í Noregi. Hann lítur alveg eins út og Daði tvíburabróðir hans, sem er annar frá hægri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tvennir tónleikar á sjö árum Leikarinn Russell Crowe er alveg til í að leika í framhaldsmynd um Hróa hött. „Við erum ekki með neitt handrit tilbúið enn þá. Ef fólk hefur gaman af þessari mynd og kvikmyndaverið hefur áhuga þá erum við Ridley [Scott leikstjóri] alveg til í að gera aðra svona mynd. Á tímum þegar allt er gert með tölvubrellum og með hjálp hasarmyndahetja þá er ég meira en lítið til í það,“ sagði Crowe, sem er einn af framleið- endum Robin Hood. Myndin verð- ur frumsýnd hér á landi á mið- vikudaginn. Auk Crowe leika helstu hlutverk í myndinni Cate Blanchett, Max Von Sydow og William Hurt. Crowe til í framhald RUSSELL CROWE Crowe er tilbúinn til að leika í fram- haldsmynd um Hróa hött. ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN SELFOSSKEFLAVÍK ÁLFABAKKI FRUMSÝND 12. MAÍ FORSALA HAFIN Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.