Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 107

Fréttablaðið - 08.05.2010, Side 107
LAUGARDAGUR 8. maí 2010 67 Leikarinn David Boreanaz sem fer með hlutverk í sjónvarpsþátt- unum Bones viðurkenndi fyrir stuttu að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni til níu ára. Upp komst um framhjáhaldið þegar hjákonan reyndi að kúga fé út úr Borean- az. Framleiðandi sjón- varpsþáttanna Bones gaf út tilkynningu fyrir hönd leik- arans í vikunni og sagði hann miður sín vegna málsins. „David Boreanaz er miður sín, hann þakkar aðdá- endum sínum fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt honum og hann er harðákveðinn í að vinna úr sínum málum.“ Sér eftir framhjáhaldi Söngkonan Britney Spears er víst komin með nóg af kærasta sínum, umboðsmanninum Jason Trawick, og hefur beðið föður sinn um að finna handa henni nýjan kærasta. Samkvæmt heim- ildarmanni hefur söngkonan afhent föður sínum lista með draumamönnum sínum, en þeirra á meðal eru leikarinn Ryan Phillippe, raunveruleikastjarn- an Doug Reinhardt og Avatar- stjarnan Sam Worthington. „Britney vill helst vera búin að finna nýjan kærasta áður en hún hættir með Jason. Hún þolir ekki að vera ein og vill þess vegna að pabbi hennar gangi strax í málið.“ Langar í nýj- an kærasta KOMIN MEÐ NÓG Britney Spears vill að faðir sinn finni handa sér nýjan kærasta. NORDICPHOTOS/GETTY MIÐUR SÍN David Bor- eanaz er miður sín eftir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. Bít i l l i n n f y r r - verandi, Sir Paul McCartney, neitar að gefa eiginhandar- áritanir þegar hann vill njóta einkalífs- ins. „Það getur verið pirrandi að vera frægur. Núna fer ég eftir reglum. Ég hef loksins áttað mig á því að ég hef mín réttindi. Þegar fólk gengur upp að mér á veitinga- stað og biður um eiginhandarár- itun segi ég: „Því miður. Ég gef ekki áritanir þegar ég er að borða. Vonandi geturðu skilið það. En ég skal taka í höndina á þér og spjalla við þig“,“ sagði McCartney. „Mér finnst í góðu lagi að tala við fólk en um leið og það vill breyta mér í einhverja stjörnu sem ég forðast að vera á þeim tíma- punkti segi ég: „Nei ég tek ekki þátt í þessu“. 99,9 prósent fólks er mjög skilningsríkt vegna þess að það skilur ef maður vill vera út af fyrir sig.“ Einkalíf án áritana SIR PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi vill ekki alltaf gefa eiginhandaráritanir. Rokkkóngurinn Elvis Presley lést af völdum hægðatregðu. Hingað til hefur því verið haldið fram að hann hafi látist af völd- um hjartaáfalls en það virðist ekki vera rétt. Elvis fannst látinn á klósett- inu heima hjá sér árið 1977, 42 ára. Samkvæmt þáverandi lækni hans, George „Nick“ Nichopou- los, neitaði kóngurinn að fara í skurðaðgerð, sem hefði bundið enda á vandamálið. „Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en við krufninguna að hægðatregðan hefði verið svona slæm,“ sagði læknirinn. „Hann skammaðist sín fyrir þetta. Hann lenti í slysum á sviðinu. Hann þurfti að skipta um föt og koma aftur vegna þess að við vorum að reyna að meðhöndla vandamálið.“ Samkvæmt því sem kemur fram í bók Nichopoulos, The King and Doctor Nick, þjáðist Elvis af arfgengum kvilla sem nefnist iðralömun en í krufning- unni kom í ljós að ristillinn hans var tvöfalt stærri en í venjulegu fólki. „Ef hann hefði farið í aðgerð á ristlinum væri hann líklega enn á lífi,“ sagði læknirinn. Hægðirnar í ólagi hjá kónginum ELVIS PRESLEY Rokkkóngurinn lést af völdum hægðatregðu, samkvæmt lækni hans, Nichopoulos. VELDU ÞINN STAÐ Reykjavíkurborg auglýsir eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhús á eftirtöldum lóðum í Reykjavík. Um er að ræða lóðir í grónum hverfum borgarinnar. Lóðir í grónum hverfum l Fimm lóðir fyrir um 350 fermetra keðjuhús við Lautarveg í Fossvogi. l Fimm lóðir fyrir um 275-300 fermetra einbýlishús við Blesugróf, Jöldugróf og Bleikargróf. l Einbýlishúsalóð við Lambasel (með grunni). l Einbýlishúsalóð við Bauganes. Skilafrestur tilboða Tilboð skulu gerð á sérstökum tilboðseyðublöðum, sem Reykjavíkurborg lætur í té, og skal þeim skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, Reykjavík, fyrir kl. 16:15 miðvikudaginn 19. maí 2010, merkt „Kauptilboð – 2010“. Hver bjóðandi skal greiða kr. 300.000,- tilboðstryggingu þegar tilboði er skilað. Tilboð verða opnuð að viðstöddum bjóðendum kl. 16:30. Skilmálar og önnur útboðsgögn Allir skilmálar og gögn varðandi lóðirnar og útboð byggingarréttarins eru aðgengileg á lóðavefsíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/lodir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.