Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 08.05.2010, Qupperneq 112
72 8. maí 2010 LAUGARDAGUR Lið: FH Spá Fréttablaðsins: 2. sæti. Árangur í fyrra: Íslandsmeistarar. Þjálfari: Heimir Guðjónsson. Lykilmaður: Matthías Vilhjálms- son. Styrkleikar: Frábær markvörður, sterk varnarlína, öflugir miðju- menn, góð framlína, sterkur heimavöllur, sigurhefð í hópnum. Veikleikar: Meiri breyting á liði milli ára en áður, misstu lykil- menn, ekki sama breiddin og áður. Helstu breytingar: Liðið missti Tryggva Guðmundsson, Davíð Þór Viðarsson, Daða Lárusson og Dennis Siim en fékk Gunn- leif Gunnleifsson, Gunnar Már Guðmundsson, Torger Motland og væntanlega Jesper Neestrup. Lið: KR. Spá Fréttablaðsins: 1. sæti. Árangur í fyrra: 2. sæti. Þjálfari: Logi Ólafsson. Lykilmaður: Bjarni Guðjónsson. Styrkleikar: Gríðarleg breidd, stórskotalið í framlínunni, sterkir miðjumenn, frábær heimavöllur, liðið minna breytt en síðustu ár. Veikleikar: Mikil pressa, erfitt að halda öllum ánægðum. Helstu breytingar: Liðið missti Andre Hansen, Atla Jóhanns- son, Guðmund Benediktsson, Guðmund Pétursson en fékk Guðjón Baldvinsson, Guðmund Reyni Gunnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Lars Ivar Moldskred og Viktor Bjarka Arnarsson. FÓTBOLTI Pepsi-deild karla hefst eftir aðeins tvo daga og Frétta- blaðið birtir í dag umfjöllun um þau lið sem við teljum að muni bít- ast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Það eru liðin sem enduðu í fyrsta og öðru sæti síðasta sumar. 2. sæti – FH Einn helsti styrkleiki FH síðustu ár er hversu litlar breytingar hafa orðið á liðinu milli ára. Í ár er staðan aðeins önnur enda hefur liðið misst þrjá algjöra lykilmenn – Davíð Þór Viðarsson, Tryggva Guðmundsson og Daða Lárusson. FH fékk reyndar enn betri mann í markið fyrir Daða, Gunnleif Gunnleifsson. Góður markvörð- ur er gulls ígildi og Gunnleifur á örugglega eftir að verða nokkurra stiga virði fyrir FH-inga. Skörð þeirra Tryggva og Dav- íðs hafa ekki verið fyllt eins vel. Davíð Þór hefur verið prímusmót- orinn í þessu liði undanfarin ár og slíkt skarð er einfaldlega ekki fyllt svo auðveldlega. Gunnar Már Guðmundsson er mættur til FH í staðinn. Flestir þekkja hæfileika drengsins en hann þekkir ekkert nema Fjölni og hefur aldrei sannað sig annars staðar. Hann hefur alla burði til þess að standa sig afar vel en er samt ákveðið spurningamerki. Frammi- staða hans í vorleikjunum hefur að margra mati ekki verið nógu sann- færandi. Þó svo Tryggvi hafi ekki spil- að jafn mikið í fyrra og síðustu ár þá má engan veginn vanmeta hans frábæra framlag. Tryggvi er mikill sigurvegari og tryggði FH-ingum ófá stigin með annað- hvort mikilvægum mörkum eða frábærri stoðsendingu. Tryggvi er maður sem getur gjörbreytt gangi leikja og FH mun klárlega sakna hans mikið í sumar. FH hefur ekki gengið sem skyldi á leikmannamarkaðinum og hreyf- ingar þeirra á markaðinum síðustu vikur lykta af ákveðinni örvænt- ingu. Motland bauð ekki upp á neina flugeldasýningu er hann kom til landsins en fékk samt samning enda vantaði FH fram- herja. Að FH sé síðan að reyna að draga Bjarka Gunnlaugsson á flot sýnir svo ekki verður um villst að FH er ekki sérstaklega öruggt með sig fyrir tímabilið. Liðið vantar þess utan afgerandi leiðtoga. Horfa margir til Matthí- asar Vilhjálmssonar í þeim efnum og það mun mæða mikið á honum í sumar. Í fyrsta skipti í mörg herrans ár yrði það afrek hjá FH að verða Íslandsmeistari en ekki skylda í augum margra. Heimir Guðjóns- son kann því eflaust vel að vera ekki undir sömu pressu og síðustu ár en hann mun samt aldrei sætta sig við neitt annað en þann stóra. 1. sæti – KR Þó svo breytingar séu á KR-liðinu milli ára er beinagrindin í liðinu frá því í fyrra til staðar og rúm- lega það. KR ætti því að ná þeim stöðugleika sem hefur vantað upp á þetta sumarið. Frammistaða liðsins gefur klárlega til kynna að liðið sé mun sterkara en það var í fyrra. Skal svo sem engan undra enda á KR tvo menn í hverja stöðu og hreinlega þrjá leikmenn í nokkrar stöður. Pressan er því öll á KR í sumar. Allt nema Íslandsmeistara- titill er vonbrigði fyrir KR, sama hversu mikið þjálfarinn reynir að tala pressuna niður. Nú duga hreinlega engar afsakanir. Logi Ólafsson, þjálfari KR, þarf því að vinna við nýjar aðstæð- ur í sumar og verkefnið verður erfitt þó svo efniviðurinn sé til staðar. Sagan sýnir nefnilega að KR hefur ekkert allt of oft geng- ið vel að standa undir væntingum þegar félagið er með besta liðið á pappírnum fræga. Það mun virkilega reyna á hann að búa til samheldni í hópnum með öllum þessum stjörnum. Það verður ekki auðvelt verk að halda öllum leikmönnum ánægðum. Það er hætta á að þeir sem verða fúlir fari í baktal og niðurrifsstarfsemi, slíkt hefur komið fyrir áður. Þarna þarf Logi að vera klókur á sama tíma og hann þarf að passa sig á því að halda réttu jafnvægi í lið- inu í stað þess að troða mönnum í hinar og þessar stöður bara til þess að láta þá spila. Miðað við fjölda sóknarmanna sem KR hefur verður sókn líklega besta vörnin hjá KR. Það ætti því að verða gaman að fylgjast með leikjum liðsins í sumar en það mun reyna á andlega hliðina hjá leikmönnum. Fyrstu leikirnir eru gegn nýlið- unum tveimur. Þar ætti KR að næla í sex auðveld stig en mis- stígi liðið sig í upphafi gæti komið skjálfti í hópinn. henry@frettabladid.is Pressan farin af FH yfir á KR Fréttablaðið spáir því að KR hampi Íslandsmeistaratitlinum í ár en að FH þurfi að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Það er minni pressa á FH í ár en mörg síðustu ár en mikil pressa er á Vesturbæingum. LYKILLINN AÐ MEISTARATITLINUM? Bjarni Guðjónsson er leiðtogi KR-liðsins og mað- urinn sem á að binda liðið saman inni á vellinum. Hann mun þurfa að vera í sínu allra besta formi ætli KR sér alla leið í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI KR-ingum var spáð Íslandmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráða- manna liðanna í Pepsi-deild karla en pressan hefur oft farið illa með Vesturbæjarliðið. KR-ingar hafa aðeins þrisvar sinnum unnið titilinn í þau ellefu skipti sem liðinu hefur verið spáð titlinum í þessari árlegu spá. KR-liðið vann titilinn 1999, 2000 og 2003 en hefur oftar endað í fimmta sæti eða neðar þegar lið- inu hefur verið spáð svona góðu gengi í sumarbyrjun. Þegar meistaraspáin er skoðuð betur kemur í ljós að önnur lið hafa unnið í 9 af 14 skiptum sem þeim hefur verið spáð titlinum (64 prósent) sem er mun betri árangur spámannanna en þegar þeir hafa spáð KR titlinum en þá státa þeir aðeins af 27 prósenta árangri. - óój Gengi KR þegar félaginu er spáð titlinum að vori: 2004 6. sæti (FH varð meistari) 2003 Íslandsmeistarar 2001 7. sæti (ÍA) 2000 Íslandsmeistarar 1999 Íslandsmeistarar 1997 5. sæti (ÍBV) 1996 2. sæti (ÍA) 1995 2. sæti (ÍA) 1994 5. sæti (ÍA) 1993 5. sæti (ÍA) 1991 3. sæti (Víkingur) KR spáð titlinum í 12. sinn: Aðeins klárað titilinn þrisvar LOGI ÓLAFSSON Vann titilinn með Víkingi (1991) og ÍA (1995) þegar KR var spáð titlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR FÓTBOLTI Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram á morg- un og þá ræðst það hvort Chelsea tekst að enda þriggja ára sigur- göngu Manchester United og vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2006. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem titillinn vinnst á lokadeginum síðan úrvalsdeildin var sett á lagg- irnar 1992. Chelsea er með eins stigs forskot á Manchester Unit- ed og það lið sem var í sömu stöðu og Chelsea hefur alltaf hampað titlinum í lokaumferðinni. Chelsea er á heimavelli á móti Wigan þar sem liðið hefur unnið 16 af 18 leikjum í deildinni og skorað í þeim 60 mörk. Það gerir þennan leik þó aðeins athyglisverðari að Wigan vann fyrri leik liðanna 3-1. „Það eru ekki fleiri leikir í boði. Ef við nýtum ekki tækifær- ið núna þá er enginn möguleiki á því að bæta fyrir það,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sem á möguleika á að gera Chelsea að meisturum á sínu fyrsta ári með liðið. „Við erum í mjög góðri stöðu en við vildum samt vera með fleiri stig en við erum með. Við erum samt með einu stigi meira en United. Það er gott að geta ráðið örlögum sínum sjálfur og það á heimavelli okkar á Brúnni. Við verðum samt að spila þennan leik og það er ekkert klárt ennþá,“ sagði Ancelotti. „Þeir eru með mjög gott lið og unnu okkur fyrr á tímabilinu. Við verðum því að vera vakandi,“ sagði Ancelotti. „Mér er alveg sama hvor verð- ur meistari því ég hef bara áhuga á því hvernig við spilum. Það er mikilvægt að enda tímabilið með góðri frammistöðu á Brúnni,“ sagði Roberto Martinez, stjóri Wigan. Manchester United er líka á heimavelli og á móti liði Stoke sem steinlá 7-0 á móti Chelsea fyrir tveimur vikum. Stoke á enn mögu- leika á níunda sætinu eftir sigur á Fulham í vikunni en þá þarf félag- ið að gera það sem því hefur ekki tekist frá því að það kom upp – að skora mark hjá United. „Ég hef trú á Wigan og að það reyni sitt besta. Við getum samt ekki búist við því að Chelsea tapi stigum. Það er pressa á báðum lið- unum því bæði liðin þurfa að vinna sinn leik. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hugann á Chelsea-mönn- um en það eina sem við getum gert er að vona,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United. - óój Chelsea og Manchester United berjast um titilinn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn: Chelsea vinnur titilinn með sigri á Wigan STJÓRARNIR Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. MYND/AFP FÓTBOLTI Íslands- og bikarmeist- arar Vals bættu við þriðja titl- inum í vor þegar liðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Meistara- keppni KSÍ í gær. Valur hafði áður unnið Reykjavíkurmeistara- titilinn og Lengjubikarinn. Þetta er fjórða árið í röð og í sjötta sinn á sjö árum sem Valsliðið vinnur Meistarakeppnina. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk með mínútu millibili í seinni hálfleik eftir að Kristín Ýr Bjarnadóttir hafði komið liðinu í 1-0 eftir 6 mínútur og Katrín Jónsdóttir bætt við öðru marki á 66. mínútu. - óój Meistarakeppni kvenna í gær: Valur vann fjórða árið í röð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.