Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 4
4 15. maí 2010 LAUGARDAGUR HAMFARIR „Ég var að skila áburð- inum. Við erum að huga að því að koma kindunum í burtu og svo því hvað við eigum að gera við naut- gripina.“ Þetta segir Ármann Fann ar Magnússon, bóndi á Hrútafelli undir Eyjafjöllum. Hann segir útlitið ekki bjart hvað búskap- inn varðar. Gosið sé enn í fullum gangi og hætta á frekari norðan- átt, og þar með enn frekara ösku- falli. Ármann er með um 200 fjár og nær 100 nautgripi. Hann getur ekki haft neinar skepnur úti og segir orðið þröngt á fénu, því sauð- burður sé langt kominn. Hann kveðst hafa misst tvö lömb sem mögulega hafi farið úr flúoreitr- un, svo og tvær kindur. Ein kind til viðbótar sé orðin veik. Hugs- anlega hafi aska smogið inn í fjár- húsin með þessum afleiðingum. „Ég býst við að senda féð í slát- urhús í haust. Spurningin er hvort maður fari eitthvert annað með nautgripina. Það er eftir að skoða það mál betur,“ segir Ármann Fannar. Hann segir ekki líta vel út með eðlilega búskaparhætti undir Eyjafjöllum þessa dagana sökum öskufalls. Í fyrradag hafi askan enn einu sinni hvolfst yfir sveit- ina, þrátt fyrir kyrrt veður. „Það gerði alveg kolniðamyrk- ur,“ segir hann og kveðst vita til þess að sumir sveitunga sinna hafi ákveðið að hætta búskap í bili og aðrir hljóti að vera að hug- leiða það. Ekkert lát virðist vera á gosinu og ekki séð fyrir um afleiðingar þess. Þegar veður- spár gerðu ráð fyrir því að ösku- fall bærist vestur á bóginn í gær gerðu margir bændur ráðstafan- ir til að byrgja fé inni og flytja til hross. Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi að Skálakoti undir Vestur- Eyjafjöllum, var einn af þeim. „Ég byrgði tæplega 300 kindur og flutti um 130 hross af svæð- inu,“ segir hann. „Það er hand- leggur að koma lambfénu undan þessu en það gekk áfallalaust,“ segir hann og kveður sem betur fer hafa orðið lítið vart við ösku- fallsstrókinn. „Óskastaðan er sú að gosið myndi hætta eða þá að breytast úr öskugosi í hraungos,“ segir Guð- mundur. „Hér undir Austur-Eyja- fjöllum er heil sveit að leggjast í auðn. Við erum að tala um mjög alvarlega hluti og fólk er orðið langþreytt.“ jss@frettabladid.is Skilaði áburðinum og sendir féð í sláturhús Bóndi undir Austur-Eyjafjöllum skilaði öllum áburði í gær og býst við að senda um 200 fjár í sláturhús í haust vegna viðvarandi öskufalls. Hann segir suma sveitunga sína hafa ákveðið að hætta búskap í bili. Aska féll víða um land í gær. ASKA FÉLL VÍÐA Öskufalls varð vart allt vestur á Snæfellsnes í gær. Þessi mynd var tekin í Fljótshlíðinni, þar sem öskulag hafði sest á heyrúllur. FRETTABLADID/PJETUR Aska úr gosinu í Eyjafjallajökli barst víða um Suðurland og Vesturland í gær. Sums staðar rigndi ösku í þess orðs fyllstu merkingu, svo sem á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands bárust tilkynningar víða af Vesturlandi þar sem öskufalls hafði orðið vart. Eftir því sem næst varð kom- ist náði það vestur yfir Snæfellsnes og jafnvel á Vestfirði. Í dag eru horfur á öskufalli suðvestur og suður af eldstöðinni. Öskurigning á Suðurlandi ALÞINGI Þingmenn tókust á um það í gær hvort tillaga Björns Vals Gísla- sonar væri tæk til þinglegrar með- ferðar. Hún kveður á um að skrif- stofustjóra Alþingis verði falið að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru á hend- ur níu mótmælendum sem sakaðir eru um að hafa ráðist á Alþingi. Þingmenn VG og Hreyfingarinn- ar töldu tillöguna þingtæka en aðrir lýstu andstöðu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræð- una og skoraði á forseta þingsins að vísa málinu frá, sagði fráleitt að frá þinginu bærust efasemdir um að ákæruvaldinu væri treystandi. Árni Þór Sigurðsson, VG, sagði málið varða þingið sjálft og tillagan fylli- lega þingtæk. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar- flokki, sagði rétt að bíða eftir að dómsvaldið kæmist að réttlátri nið- urstöðu í málinu. Í sama streng tók Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam- fylkingu. „Hér er um að ræða pólitískt dómsmál,“ sagði Þór Saari, Hreyf- ingunni. „Það er verið að reyna að ná fram hefndum á mótmælend- um.“ Ásta R. Jóhannesdóttir þingfor- seti bar til baka að hún hefði lýst málið tækt til þinglegrar meðferð- ar. Engin skoðun á því hefði farið fram. - pg Á ALÞINGI Í gær var rædd kæra á hend- ur mótmælendum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þingmenn VG og Hreyfingarinnar voru einir meðmæltir tillögu Björns Vals: Flestir vilja bíða niðurstöðu dóms STJÓRNMÁL Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur lýsti á fundi sínum í vikunni ríkum vilja til að opin- bera verð orkunnar sem fyrirtæk- ið selur Norðuráli. Var samþykkt að fela forstjóra að leita samþykkis Norðuráls fyrir því að verðið verði gert opin- bert. Samkvæmt tilkynningu frá VG tók stjórnin ákvörðun sína í framhaldi af því að borgarráð vís- aði tillögu Þorleifs Gunnlaugsson- ar borgarráðsfulltrúa til stjórnar OR með tilmælum um að verð til stóriðju verði gert opinbert. - bþs Orkuveita Reykjavíkur: Opinberi verð til Norðuráls EFNAHAGSMÁL Afkoma ríkisins þarf að batna um 50 milljarða í fjárlögum 2011 til þess að ná megi yfirlýstum markmiðum um jafn- vægi í ríkisfjármálum. Nauðsyn- legur bati nemur þremur prósent- um af landsframleiðslu, að því er fram kemur í nýrri samantekt Samtaka atvinnulífsins (SA). SA telja að svigrúm til skatta- hækkana á árunum 2009-2011 sé nú þegar fullnýtt og að ná verði markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs 2011 með gjalda- lækkunum. Á vef SA eru skatta- hækkanir hér jafnframt sagð- ar vanmetnar um tvö prósent af landsframleiðslu í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 8. apríl síðastliðnum. - óká Segja skattasvigrúm fullnýtt: Ríkisafkoman þarf að batna um 50 milljarða DÓSMÁL Tvítugur maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir samræði við ólögráða unglings- stúlku. Hún var þá fjórtán ára gömul og hann átján ára. Atvikið varð í sumarbústað árið 2008. Maðurinn viðurkenndi að hafa haft samræði við stúlkuna en sagðist hafa haldið að hún væri orðin fimmtán ára. Dómarinn leggur ekki trúnað á þau orð mannsins. Við ákvörðun refsingar er litið til þess hversu langt er liðið frá því að brotið var fram- ið, auk þess sem kæra var ekki lögð fram fyrr en ári eftir brot- ið. Manninum er gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur. - sh Dæmdur á eins árs skilorð: Hafði mök við 14 ára stúlku VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 17° 12° 11° 12° 6° 11° 11° 21° 16° 19° 24° 33° 13° 15° 18° 13°Á MORGUN 3-8 m/s en hvassara NV-til. MÁNUDAGUR Víða hæg breytileg átt. 11 6 3 5 4 3 4 6 3 10 78 12 10 9 6 7 8 12 4 5 8 6 3 4 5 9 8 3 4 9 8 BEST SV-LANDS Í dag og á morgun verður léttskýjað víða sunnan og suðvestanlands en norðan og austantil verður þungbúið að mestu. Þar má búast við rigningu eða jafnvel slyddu því það kóln- ar heldur í veðri næstu daga norðan til á landinu. Vindur verður að mestu hægur. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FJÖLMIÐLAR Ekki þvældust karl- arnir fyrir á skjáum landsmanna í gær, þegar Fréttatími Stöðvar 2, veður og Ísland í dag fóru í loft- ið. Konur voru í öllum lykilhlut- verkum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sú staða kemur upp hjá 365 og óvíst að þetta hafi gerst hér áður. Telma Tómasson var frétta- lesari kvöldsins og nýr liðsmaður fréttastofu, Silja Úlfarsdóttir, sá um íþróttafréttir. Soffía Sveins- dóttir sagði frá veðrinu og Helga Arnardóttir sá um Ísland í dag. - óká Fréttir, veður og Ísland í dag: Konur í lykil- hlutverkunum KÁTAR KONUR Þær Telma Tómasson, Soffía Sveinsdóttir Helga Arnardóttir og Silja Úlfarsdóttir voru við stjórnvölinn á Stöð 2 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ranghermt var í frétt á síðu 2 síð- astliðinn fimmtudag að Hæstiréttur hefði dæmt Bjarka Má Magnússon fyrir að ráðast á föður sinn. Hæstirétt- ur sýknaði hann af þeim ákærulið, þótt staðfestur væri átta ára fangelsis- dómur yfir honum fyrir ofbeldi Bjarka gegn eiginkonu sinni. LEIÐRÉTTING Danir styrkja Eik Banka Eik Banki í Færeyjum hefur tekið lán upp á 140 milljónir evra á föstum 2,015 prósenta vöxtum til þriggja ára. Upphæðin nemur tæpum 23 millj- örðum króna. Lánið er frá sjóði sem danska ríkið setti upp til stuðnings bönkum vegna fjármálakreppunnar. VIÐSKIPTI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 14.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,5501 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 131,11 131,73 190,37 191,29 163,33 164,25 21,953 22,081 21,052 21,176 17,076 17,176 1,4168 1,4250 193,01 194,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.