Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 38
15. maí 2010 LAUGARDAGUR2
HEGÐUN FORELDRA endurspeglast hjá barninu og því hafa þeir geysilega þýðingu
fyrir barnið sem fyrirmynd. Komi þeir fram af virðingu, heiðarleika, vinsemd, gestrisni, rausn
og hrósa því, er líklegt að barnið verði þannig líka. www.doktor.is
„Þetta er Grimmsævintýrið
Garðabrúða. Mig langaði til að
gera sýninguna sjónræna svolít-
ið eins og sjónljóð,“ segir kanad-
íska brúðuleikkonan Julie Desrosi-
ers sem hefur meðal annars sýnt
Garðabrúðu á Spáni og í Quebec-
ríki í Kanada og stefnir á að fara
til Austurríkis í sumar.
Í sýningunni dregur Julie per-
sónur ævintýrisins upp úr gríðar-
stóru pilsi en sjálf stendur hún á
háum stultum. „Allt
kemur frá pilsinu.
Ég leik Garða-
brúðu svo það er
ég sem segi söguna
og allar persónurnar
koma úr mér, frá pils-
inu,“ segir Julie og
bætir við að þannig
sé saga Garðabrúðu
rakin í sýningunni.
Aðspurð þarf
Julie aðeins að
hugsa sig um
hvaðan hug-
myndin að
sýningunni
sé upprunn-
in . „ Ég
las sög-
una og
fannst
hún
tala
til mín. Sagan
segir mikið um
ómeðvitaða hluti
og hluti í undir-
meðvitundinni í lífi
okkar. Sagan fékk
mig til að hugsa
um hvernig ég
gæti gert hana
sjónrænt. Mig
langaði til að
tjá tilfinning-
ar frekar en
að segja bara
sögu,“ upp-
lýsir Julie
sem segir
sýninguna
tæplega eins
árs.
Julie segir
að sagan
hrífi jafnt
börn sem fullorðna. „Ég held að
sýningin sé fyrir alla vegna þess
að ég leik úti á götu. Ég held samt
að mjög ung börn geti kannski
orðið hrædd,“ segir Julie og skýr-
ir það svo: „Sýningin er mjög sjón-
ræn. Ég held samt að þau kunni að
meta sýninguna vegna þess að hún
er úti á opnu svæði.“
Julie bendir á að stundum geti
verið erfitt að skilja sýninguna.
„Meira að segja fullorðið fólk skil-
ur ekki alveg allt. Ég er reyndar
ekki viss um að fólk þurfi að skilja
alla sýninguna. Mér finnst frekar
að hún sé eins og málverk sem ekki
þarf endilega að skilja heldur frek-
ar að upplifa.“
Garðabrúða er liður í Listahá-
tíð í Reykjavík og verður sýnd við
útitaflið í Lækjargötu þrisvar sinn-
um í dag klukkan 13, 14.30 og 16.
martaf@frettabladid.is
Svolítið eins og sjónljóð
Við útitaflið í Lækjargötu fer fram brúðuleiksýning undir beru lofti í dag. Kanadíska brúðuleikkonan Julie
Desrosiers stendur á stultum í stóru pilsi þaðan sem hún dregur allar persónur ævintýrisins Garðabrúðu.
„Mig langaði að tjá tilfinningar frekar en að segja bara söguna,“ segir
Julie um sýninguna. MYND/ÚR EINKASAFNI
UMHYGGJA VINNUR AÐ BÆTTUM
HAG LANGVEIKRA BARNA OG FJÖL-
SKYLDNA ÞEIRRA. Í FÉLAGINU STARFA
FORELDRAR LANGVEIKRA BARNA,
FAGFÓLK INNAN HEILBRIGÐISKERF-
ISINS OG ANNAÐ ÁHUGAFÓLK UM
MÁLEFNIÐ.
Helstu markmið félagsins eru
að tryggja foreldrum og öðrum
aðstandendum aðstöðu og réttindi
til að dvelja hjá veiku barni sínu
án þess að verða fyrir verulegri
tekjuskerðingu. Einnig að upplýsa
börn og aðstandendur, heilbrigðis-
starfsfólk, stjórnvöld og almenning
um réttindi og skyldur í málefnum
langveikra barna.
Umhyggja var upphaflega stofnuð
haustið 1980. Eitt af fyrstu verkum
félagsins var að koma því til leiðar
að foreldrar fengju að vera hjá börn-
um sínum þegar þurfti að leggja
þau inn á sjúkrahús. Á þessum
fyrstu árum félagsins var markmið
þess að standa vörð um réttindi
barna á sjúkrahúsum. Smám saman
þróaðist starfsemi Umhyggju og
fleiri og fleiri foreldrar gengu í
félagið. Stærsta breytingin var árið
1996 þegar átta foreldrafélög gengu
í Umhyggju. Í dag eru félögin orðin
átján.
Á síðustu árum hefur stjórn
félagsins beitt sér af miklum krafti í
að tryggja betur réttindi fjölskyldna
langveikra barna. Má þar telja að
koma sér á framfæri við stjórnvöld
og sitja í nefndum á vegum Alþingis
um þetta málefni, einnig á félagið
fulltrúa í nokkrum stjórnum og
félögum sem varða mál langveikra
og fatlaðra barna.
Áþreifanleg tekjuskerðing á sér
stað hjá mörgum fjölskyldum sem
lenda í þeirri aðstöðu að börnin
þeirra veikjast af alvarlegum og
langvarandi sjúkdómum. Í ljósi þess
var ákveðið að stofna Styrktarsjóð
Umhyggju. Hlutverk hans er að
styrkja fjölskyldur langveikra barna
sem verða fyrir mikilli tekjuskerð-
ingu vegna veikinda barna sinna.
Mörg dæmi eru þess að foreldrar
hreinlega missa eignir sínar þar sem
þeir hafa ekkert val um annað en
að hætta allri atvinnuþátttöku. Sjóð-
urinn er að mestu fjármagnaður af
einstaklingum og fyrirtækjum. Allir
félagsmenn aðildarfélaga Umhyggju
geta sótt um í sjóðinn.
Það er mikið álag hjá fjölskyld-
um langveikra barna, sorgin er oft
stór þáttur í hinu daglega lífi, oft
miklir fjárhagserfiðleikar og andleg
líðan foreldranna og systkina veika
barnsins er oft mjög slæm. Oft
eru veikindin svo mikil og erfið, að
langvarandi vanlíðan á sér stað.
Umhyggja ákvað að ráða til sín sál-
fræðing í 40% starfshlutfall fyrir um
það bil einu ári síðan. Hann hefur
mikla reynslu og veitir þessum fjöl-
skyldum mikla hjálp. Félagið veitir
þessa þjónustu án endurgjalds.
Allt starf félagsins er fjármagnað af
fyrirtækjum og einstaklingum, án
allra styrkja frá því opinbera.
Á næstu vikum hefst dreifing á
nýjum vörum frá barnamerkinu NUK
sem framleiddar eru í samstarfi við
Disney. Af því tilefni ákvað NUK á
Íslandi að láta gott af sér leiða og
styðja við bakið á Umhyggju, félagi
langveikra barna. 10% af söluverði
Disney-varanna rennur óskert til
Umhyggju.
Börn njóta ágóðans
10% af söluandvirði Disney-varanna
frá NUK renna til Umhyggju, félags
langveikra barna á Íslandi.
Umhyggja nýtir styrk sem þennan
til að efla Styrktarsjóð félagsins en
hlutverk hans er að styðja við lang-
veik börn og fjölskyldur þeirra sem
orðið hafa fyrir verulegum fjárhags-
örðugleikum vegna veikinda barna.
Vinnur að bættum hag langveikra barna
Kynning
Meðal þess sem verður í boði eru nokkur stuttverk, gjörningur og tónlist. Til
að mynda Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Andersen í leikstjórn Árna Salomons-
sonar. Leikarar eru: Hekla Bjarnadóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Stefanía
Björk Björnsdóttir, Þröstur Steinþórsson, Ásdís Úlfarsdóttir, Silja Kjartansdóttir,
Tobias Hausner og Margrét Lilja Arnarsdóttir.
Þá Snemma beygist krókurinn eftir Nínu Björk Jónsdóttur, leikstjóri Árni
Salomonsson. Leikarar eru: Guðríður Ólafsdóttir, Sóley Björk Axelsdóttir og
Kolbeinn Jes Vilmundarson.
Flutt verður 4. þáttur úr nýrri íslenskri óperu Reköldin eftir Dag Sigurðarson
og Einar Melax. Leikstjórn: Einar Melax og Gunnar Gunnarsson. Leikarar eru:
Kristinn Sveinn Axelsson, Sólberg R. Haraldsson, Tobias Hausner, Daníel Þór-
hallsson og Rúnar Sigríðarson.
Prinsinn Páskar fremur gjörning og verður með uppistand auk þess sem
dúettinn Conductive flytur tónlistaratriði og Freddy segir sögur úr símaklefa.
Ný íslensk ópera, stuttverk, uppistand,
gjörningur og tónlist
ÝMISLEGT ÁHUGAVERT VERÐUR UM AÐ VERA Á VORHRISTINGI HALALEIKHÓPSINS Á
SUNNUDAGINN KLUKKAN 17 Í HÁTÚNI 12.
Halaleikhópurinn tekst á við margvísleg verkefni.
Hjálpa þú okkur
að leggja
Umhyggju lið
Með því að kaupa Disney vöru frá NUK
styður þú um leið gott málefni.
10% af andvirði vörunnar rennur til Umhyggju,
félags langveikra barna á Íslandi.
* The bottles of the Disney Edition are from the NUK FIRST CHOICE System,
which is recommended by experts for times when breastfeeding is either not
possible or is combined with bottle-feeding. Source: Studies undertaken by an
independent market research institute NUK is a registered trademark owned
by MAPA GmbH/Germany · www.nuk.com
©
D
is
ne
y
Ba
se
d
on
th
e
„W
in
ni
e
th
e
Po
oh
“
w
or
ks
b
y
A
.A
. M
iln
e
an
d
E.
H
. S
he
pa
rd
.
Julie dregur persónur ævintýr-
isins upp úr gríðarstóru pilsi en
stendur sjálf á háum stultum.
M
YN
D
/Ú
R
EIN
K
A
SA
FN
I
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…