Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 86
50 15. maí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 27 DAGAR Í HM FH-ingurinn og landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við danska liðið AG Köben- havn. Er um að ræða eitt mest spennandi félag Evrópu en það er styrkt af skartgripajöfrinum Jesper Nielsen sem hefur keypt stórstjörnur í allar stöður. Er það jafnvel kallað Real Madrid handboltans þar sem Jesper er til í að greiða háar upphæð- ir fyrir leikmenn. „Það er alveg rífandi hamingja hjá mér með þetta og ég er afar ánægður. Það er líka bara mikill léttir að vera kominn með þessa hluti á hreint. Þetta er eitt mest spennandi félag í Evrópu og frábært að komast að hjá þessu félagi,“ sagði Ólafur Andrés kátur en hann skrifaði undir samninginn á fimmtudag og fór svo í ítarlega læknisskoðun í gær. „Þetta mál kom upp fyrir nokkru síðan. Það hefur tekið smá tíma að þróa þetta en þegar málið komst á skrið tók það fljótt af,“ sagði Ólafur Andrés en hann var eftirsóttur af fjölda félaga út um alla Evrópu. „Ég skoðaði í kringum mig og hafði úr fínum hlutum að velja. Það voru lið í Þýskalandi, Spáni og Norðurlöndunum sem sýndu mér áhuga. Þetta heillaði mig þó mest og það var allt spennandi sem þeir höfðu fram að færa. Þetta var því ekki erfið ákvörðun á endanum.“ Ólafur gengur ekki strax í raðir danska liðsins heldur verður hann lánaður til FH út næsta vetur. Hann er ánægður með þá niðurstöðu. „AG er með 2-3 topp- menn í hverri stöðu og það er því betra fyrir mig að spila með FH næsta vetur en sitja á bekknum í Danmörku. Hér get ég haldið áfram að bæta mig sem leikmaður. Svo fæ ég líka tækifæri til þess að bæta fyrir vonbrigðatímabilið í vetur og er staðráðinn í að hjálpa FH að komast þangað sem það á heima. Það er á toppnum.” ÓLAFUR ANDRÉS GUÐMUNDSSON: SAMDI TIL ÞRIGGJA ÁRA VIÐ DANSKA OFURLIÐIÐ AG KÖBENHAVN Það er frábært að komast að hjá þessu félagi Þjóðverjinn Lothar Matthaus er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í úrslitakeppni HM eða 25 en hann tók þátt í fimm keppnum frá 1982 til 1998, varð heimsmeistari 1990 og vann silfur 1986. Ítalinn Paolo Maldini er hins vegar sá leikmaður sem hefur spilað flestar mínútur í úrslitakeppni HM. Maldini spil- aði í 2217 mínútur í úrslitakeppni HM frá 1990 til 2002 eða 142 mínútum lengur en Matthaus. RALLYCROSS Önnur umferð Íslandsmótsins í Rallycrossi er sunnudaginn 16.maí kl. 13:00 á Rallycross-brautinni í Kapelluhrauni. Miðaverð kr. 1000. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Nánari upplýsingar á www.aihsport.is Mætum öll 512 5100 | STOD2SPORT.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 úrslitaleikurinn í enska bikarnum í dag kl. 13:00 verður það tvöfalt hjá chelsea eða nær portsmouth að klára með sæmd? FÓTBOLTI Það er mikil spenna í Hafnarfirði fyrir leik nýliða Hauka og Íslandsmeistara FH í Pepsi-deild karla á Voda- fone-vellinum á sunnudags- kvöldið. Þetta verður fyrsti deildarleikur Hafnarfjarð- arliðanna í fótbolta síðan sumarið 1974 þar sem þau hafa ekki mæst á síðustu 35 Íslandsmótum. Það er búist við frábærri mætingu og aðsóknarmetið á Voda- fone-vellinum (1796) gæti verið í hættu þó að þarna séu tvö Hafnarfjarðarlið að mætast í Reykjavík. Haukar náðu ekki að vinna FH b-deildinni sumurin 1971 til 1974 þannig að það eru liðin 40 ár síðan Haukar unnu síð- ast deildarleik á móti FH sem hefur ekki tapað í átta deildar- leikjum í röð á móti nágrönn- um sínum. Aðrir leikir helgarinnar eru: ÍBV-Valur (í dag klukkan 16.00), KR-Selfoss, Breiða- blik-Fram, Fylkir-Stjarnna (allir klukkan 19.15 á morg- un). - óój Haukar og FH mætast á Hlíðarenda á morgun: Fyrsti deildarleikur félaganna í 36 ár DAÐI LÁRUSSON Varði mark FH 1996-2009 en ver nú mark Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Chelsea og Portsmouth mætast í dag í úrslitaleik elstu bikarkeppni í heimi og sjaldan hafa möguleikar annars liðsins vera taldir minni í 129 ára sögu enska bikarsins en hjá félögum Hermanns Hreiðarssonar í Port- smouth þegar þeir ganga út á Wembley í dag á móti ensku meist- urunum í Chelsea. Chelsea er eitt ríkasta félag heims en Portsmouth er gjald- þrota. Chelsea-menn eru nýkrýnd- ir enskir meistarar og voru fyrsta liðið til að skora yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni en Port- smouth endaði langneðst í deild- inni og vann 20 færri leiki en Chel- sea. Það mun enginn spá öðru en að Chelsea-menn tryggi sér tvöfald- an sigur í fyrsta sinn í sögu félags- ins en á sama tíma hafa leikmenn Portsmouth allt að vinna og engu að tapa. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við eigum ekki að geta unnið þennan leik en þetta er enski bik- arinn og þar geta ótrúlegstu hlutir gerst,“ sagði Avram Grant, stjóri Portsmouth. „Þetta er eini staður- inn í heiminum sem svona getur gerst. Enska úrvalsdeildin ætti að vera stolt af okkur. Þeir ættu að fara til allra stuðningsmanna okkar og segja við þá: Þú hélst andanum í ensku úrvalsdeildinni á lífi,“ sagði Grant. Carlo Ancelotti hefur tækifæri til að endurskrifa sögubækur félagsins með því að vinna tvöfalt á sínu fyrsta ári með liðið. „Ég hef lært það af undarnúr- slitaleik þeirra við Tottenham að ef þú undirbýrð þig ekki vel þá getur þú lent í vandræðum á móti þeim,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. „Þetta hefur verið erfitt ár fyrir Portsmouth en við megum ekki sýna þeim neina miskunn heldur mæta þeim af fullum krafti og með fullri einbeitingu,“ sagði Ancelotti. - óój Bara formsatriði? Chelsea getur unnið fyrstu tvennuna en Portsmouth hefur engu að tapa í bikaúrslitaleiknum á Wembley. MEISTARANIR FRÁ 2008 OG 2099 Hermann Hreiðarsson vann bikarinn með Port- smouth fyrir tveimur árum en John Terry tók við honum í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni endaði í 6. sæti af átta keppendum í spjótkasti á fyrsta móti Demanta-mótaraðarinnar sem fram fór í Katar í gær. Ásdís kastaði lengst 54,74 metra sem er aðeins frá henn- ar besta sem er 61,37 metrar. Rússinn Mariya Abakumova vann spjótkatið þegar hún kast- aði 68,89 metra en í öðru sæti var heimsmethafinn Barbora Sport- kova með 67,33 metra kast. - óój Demanta-mótaröðin í gær: Ásdís í 6. sæti ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR Var rúmum sex metrum frá sínu besta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.