Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 22
22 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Þ að hefur alltaf verið nóg að gera hjá mér. Það er ekki minn stíll að hanga og gera ekki neitt,“ segir Andri Sigþórsson, fyrr- um atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, sem flutti aftur til Íslands fyrir áramótin síðustu eftir langa dvöl í Noregi. Þar lék hann í nokkur ár með Molde, en eftir að hann neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla venti hann kvæði sínu í kross og byggði upp frá grunni bakarís- og kaffihúsakeðjuna Brauð & Bollur, sem naut mikilla vinsælda. Þegar mest var voru starfræktir átta slíkir staðir vítt og breitt um fylkið Mæri og Raumsdal í vesturhluta Noregs, og segir Andri reynsluna koma sér vel í núverandi starfi sem stjórn- arformaður í fjölskyldufyrirtækinu Bakara- meistaranum. Auk þess birtist Andri viku- lega á sjónvarpskjáum landsmanna þar sem hann rýnir í Pepsi-deildina í knattspyrnu ásamt öðrum knattspyrnusérfræðingum RÚV. Hann segir gott að vera kominn heim þrátt fyrir stöðuna í efnahagsmálum og þau vand- ræði sem henni fylgja í fyrirtækjarekstri. „Í Noregi var ég mikið til einn að vasast í öllum málum fyrirtækisins, svo það er virkilega gaman að koma heim og vinna með fjölskyld- unni eins og ég ólst upp við. Sjónvarpsstarf- ið gerir það líka að verkum að ég er byrjað- ur að mæta reglulega á völlinn aftur og hitti þar marga gamla vini og kunningja. Það er frábært og ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Andri. Slagsmál hjá Bayern München Andri er alinn upp í Vesturbænum, nánar tiltekið í KR-blokkinni svokölluðu á mótum Meistaravalla og Nesvegar, þar sem hann bjó til tólf ára aldurs þegar fjölskyldan flutt- ist í Bústaðahverfið. Hann þótti snemma óvenju efnilegur knattspyrnumaður og eyddi að eigin sögn meiri tíma í KR-heimilinu en heima hjá sér í uppvextinum. „Mig minnir að ég hafi verið ellefu ára þegar forystumenn knattspyrnudeildarinn- ar komu að máli við mig og báðu mig vin- samlegast um að hætta að æfa handbolta, en fram að því hafði ég æft í tveimur flokkum í handbolta og fótbolta, auk þess sem ég var rokinn út á völl í hverjum einustu frímínút- um og hvenær sem færi gafst á að sparka í bolta. Eftir á að hyggja var þetta gríðarlegt álag á líkama ungs drengs og ég er ekki frá því að þetta hafi haft sín áhrif á það hversu títt ég meiddist þegar á unglings- og full- orðinsaldur var komið. Þetta gerði það líka að verkum að fjölskyldan gætti þess vel að Kolbeinn bróðir minn yrði ekki undir svona miklu álagi í sínu knattspyrnuuppeldi,“ segir Andri, en Kolbeinn, sem leikur með AZ Alk- maar í Hollandi, er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins og skoraði meðal annars í sínum fyrsta landsleik gegn Færeyj- um í mars síðastliðnum. Andri segir aldrei hafa komið til greina að skipta yfir í Víking þegar fjölskyldan fluttist í Fossvoginn, til þess hafi KR-ræturnar verið of sterkar. Hann þurfti þó ekki að hugsa sig tvisvar um þegar honum var boðið til þýska stórliðsins Bayern München til reynslu strax að grunnskólanámi loknu, sextán ára göml- um. „Ég var svo ákveðinn í að komast strax til útlanda að spila að ég hreinlega gleymdi að skrá mig í menntaskólanám, sem kostaði miklar yfirheyrslur heima fyrir,“ segir Andri og hlær. „Einbeitingin var slík og kappið svo mikið að á fyrstu æfingunni hjá Bayern lenti ég í slagsmálum, var skammaður og bjóst við að verða sendur beinustu leið heim með næstu vél. Síðar barst mér þó til eyrna að karakterinn sem ég sýndi hefði gert útslag- ið með það að mér var strax boðinn samn- ingur.“ Afskrifaður átján ára Með unglinga- og varaliði Bayern lék Andri í þrjú ár með leikmönnum á borð við Dietmar Hamann, Christian Ziegler og Samuel Kuff- our. Íslendingnum og Gana-manninum síð- astnefnda varð sérlega vel til vina og Andri hefur haldið góðu sambandi við félagið æ síðan. „Þegar ég lít yfir ferilinn voru árin hjá Bayern að mörgu leyti þau bestu. Ég byrj- aði vel og skoraði mikið, en lenti því miður snemma í slæmum ökklameiðslum sem gerðu það að verkum að þýsku læknarnir afskrif- uðu mig átján ára gamlan, sögðu mér hrein- lega að gáfulegast væri að hætta að spila knattspyrnu,“ segir Andri. Hann sætti sig þó ekki við þau málalok og þegar hann flutti aftur til Íslands árið 1996 hafði Luka Kostic, þáverandi þjálfari KR, umsvifalaust samband með það fyrir augum að koma leikmanninum aftur í stand. „Luka hafði trú á mér og saman lögðum við mikla og þolinmóða vinnu í endurhæfinguna. Hún skilaði sér vel og ég kom inn á í mínum fyrsta leik með KR í fyrstu deild snemmsum- ars 1997. Ég skoraði í þeim leik og gerði alls fjórtán mörk í fjórtán leikjum þetta sumar. Það veitti mér sjálfstraust og ég naut þess betur að spila fótbolta en nokkru sinni fyrr,“ segir Andri. Næstu árin hélt Andri áfram að raða inn mörkunum fyrir uppeldisfélagið og átti meðal annars frábært tímabil árið 2000. Andri skor- aði fjórtán af 26 mörkum KR-inga í efstu deild það sumar og þar af fjögur mörk í lokal- eiknum sem tryggði KR-ingum Íslandsmeist- aratitilinn. Hann segir þá stund tvímælalaust meðal þeirra stærstu á ferlinum. „Það var æðisleg tilfinning að eiga svona stóran þátt í að vinna titilinn með uppeldis- félaginu. Viðbrögðin frá KR-ingum um allan bæ voru líka frábær. Til að mynda var ég beðinn um eiginhandaráritanir af mörgu fullorðnu fólki, sem gerist nú ekki oft hér á Íslandi, og ég skrifaði nafnið mitt á ótrúleg- ustu staði,“ segir hann og skellir upp úr. Mannlega þættinum ekki sinnt Eftir tímabilið 2000 lék Andri með austur- ríska félaginu Salzburg í eitt ár. Þaðan lá leið- in til Molde í Noregi, þar sem hann byrjaði vel, en árið 2002 þríbrotnaði hann á hné í leik og þurfti að leggja skóna endanlega á hilluna ári síðar. Andri segir þennan tíma hafa verið þann versta á sinni ævi. „Þeir hjá klúbbnum gerðu allt sem þeir gátu til að koma mér aftur í gang, en þegar ljóst var að ekki var hægt að lappa upp á mig misstu þeir alveg áhugann á mér. Svona lagað er mjög algengt í atvinnu- mennsku. Þegar vel gengur vilja allir allt fyrir þig gera, en þú gleymist fljótt þegar þú ert meiddur. Vonbrigðin sem fylgja því að þurfa að hætta að spila svona ungur eru gríðarleg. Það helltist yfir mig vonleysi og mér fannst ég ekki eiga neinn að nema nán- ustu fjölskyldu og fólk í kringum Bayern München, sem virtist hafa mestar áhyggj- ur af því hvernig ég hefði það. Ég man til dæmis ekki eftir því að hafa fengið eitt ein- asta símtal frá fólki sem tengist fótboltanum á Íslandi og hefði gjarnan kosið ögn meiri stuðning úr þeirri áttinni. En þetta sýnir vel hvernig þessi knattspyrnuheimur er. Mann- lega þættinum er alls ekki sinnt nægilega vel,“ segir Andri. Farsæll rekstur í Noregi Eftir að knattspyrnuferlinum lauk neyddist Andri því til að endurskipuleggja líf sitt, lið- lega 25 ára gamall. Hann segist hafa lent í millibilsástandi þar sem hann sat heima hjá sér í marga mánuði án þess varla að hreyfa sig, sem hafði slæm áhrif á andlega og lík- amlega heilsu. Svo kom að því að hann tók þá ákvörðun að hætta alfarið að hugsa um knattspyrnu. „Heima hjá mér hafði alltaf nánast ein- göngu verið talað um tvo hluti, fótbolta og bakarí, enda stofnuðu foreldrar mínir Bak- arameistarann mánuði áður en ég fæddist. Ég vissi um bakarí og kaffihús sem var til sölu og ákvað að festa kaup á því, fyrst og fremst til að hafa eitthvað að gera. Þegar ég sökkti mér ofan í reksturinn eygði ég fljót- lega möguleika á því að byggja upp litla keðju, ekki ósvipaða Bakarameistaranum, með áherslu á íslenskt bakkelsi, smurt brauð, hádegismat, pastarétti og fleira sem þekkist á Íslandi. Á þessum tíma var það alveg nýtt í Noregi að sameina bakarí og kaffihús með þessum hætti,“ segir Andri. Brauð & Bollur var rekið með svokölluð- um sérleyfum, þannig að Andri átti heildar- hugmyndina að stöðunum, gerði samninga við birgja og þar fram eftir götunum, og leigði svo út reksturinn á hinum ýmsu stöð- um. „Ég hefði getað opnað tuttugu staði en kaus að vanda vel valið á viðskiptafélögum og samþykkti ekki nema allra bestu stað- setningar. Fjórum árum síðar var Brauð & Bollur orðið eitt stærsta fyrirtækið í fylkinu í þessum bransa, með yfir hundrað starfs- menn. Yfirbyggingin var hins vegar lítil, ég og ein aðstoðarkona, og því gríðarleg vinna sem fylgdi þessu. Ég sé ekki eftir að hafa selt þegar möguleikinn bauðst,“ segir Andri. Verð vonandi betri og betri Andri fluttist því heim síðasta haust ásamt Önnu, norskri eiginkonu sinni, og dætrum þeirra tveimur; Amöndu, sex ára, og Alex- öndru sem verður fimm ára í vikunni, en fyrir átti Andri ellefu ára gamlan son, Eyþór. Hann tók strax við stjórnarformennsku í Bakarameistaranum og þegar RÚV falaðist eftir starfskröftum hans við knattspyrnuum- fjöllun í sumar leit Andri á það sem góða leið til að tengjast fótboltanum aftur eftir nokk- uð langt hlé. „Ég var örlítið ryðgaður til að byrja með en vonandi verð ég bara betri og betri eftir því sem líður á sumarið. Ég tel mig hafa ýmis- legt til málanna að leggja varðandi boltann og vonandi eru áhorfendur á sama máli,“ segir Andri Sigþórsson að lokum. Gaman að vera aftur í boltanum Andri Sigþórsson byggði upp vinsæla bakarís- og kaffihúsakeðju í Noregi eftir að knattspyrnuferlinum lauk. Hann er nú fluttur heim og ræddi við Kjartan Guðmundsson um ferilinn, meiðslin, viðskiptin og nýja starfið sem fótboltasérfræðingur hjá RÚV. MARKASKORARI Andri var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins á sínum tíma. Hér er hann í góðu færi með KR-ingum á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum um miðjan níunda áratuginn. ÆSKUSTÖÐVARNAR Andri ólst upp spölkorn frá KR-vellinum og lék með liðinu við góðan orðstír þrátt fyrir þrálát meiðsli. Hann verður á fullu í boltanum með RÚV í sumar og ætlar líka að skella sér á nokkra leiki á HM í Suður-Afríku ásamt félaga sínum og sonum þeirra beggja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STÓRSTJARNA Í TÖLVULEIK Í kringum aldamótin varð nafn Andra vel þekkt í röðum knattspyrnuáhuga- manna, en hann þótti þá með betri kaupum sem hægt var að gera í knattspyrnutölvuleiknum Championship Manager. „Þetta var mjög furðulegt og ég fékk aðdáendabréf frá öllum heimshornum um hríð. Sjálfur spilaði ég þennan leik bara einu sinni við Eið Smára þegar ég dvaldi við æfingar hjá Bolton. Við köstuðum upp teningi til að útkljá hvor fékk að kaupa mig, en Eiður var yfirleitt geymdur á bekknum í leiknum. Svo snerist dæmið fullkomlega við í raunveruleik- anum,“ segir Andri og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.