Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 41 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 15. maí 2010 ➜ Leikrit 20.00 Þórunn Claus en flytur ein- leikinn „Ferðasaga Guðríðar“ eftir Brynju Benediktsdóttur í Víkingaheimum við Víkingabraut í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar á www. midi.is. ➜ Tónleikar 14.00 Ungir og efnilegir tónlistarmenn flytja tónlist Sigfúsar Halldórssonar á tónleikum í Molanum, menningar- og tómstundamiðstöð við Hábraut 2 í Kópavogi. Enginn aðgangseyrir. 14.00 Drengjakór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. Fjölbreytt efnisskrá, kaffiveitingar og sögusýning. 17.00 Kvennakórinn Kyrjurnar verður með tónleika í Seltjarnarneskirkju við Kirkjubraut. Á efnisskránni verða meðal annars sígild lög sem Ellý Vilhjálms og Haukur Morthens hafa flutt. 17.00 og 21.00 Í Salnum við Hamra- borg í Kópavogi verða haldnir tvennir tónleikar til heiðurs Sigfúsi Halldórs- syni. Meðal þeirra sem koma fram eru Stefán Hilmarsson, Hera Björk Þórhalls- dóttir og Egill Ólafsson. 17.00 Kór og Kammersveit Grafarvogs- kirkju við Fjörgyn, verða með tónleika í kirkjunni. Á efnisskránni verða flutt Requiem og Cantique de Rachine eftir Gabriel Fauré og lög eftir m.a. Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Pet- oni o. fl. 22.00 Hljómsveitin Stálull verður á Gallery - Bar 46 við Hverfisgötu 46. 22.00 Árstíðir, Lights on the Highway og Tom Hannay koma fram á tónleikum á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Opnanir 15.00 Guðný Kristmannsdóttir opnar sýningu í Jónas Viðar Gallerí í Lista- gilinu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið laugardaga kl. 13-18. Sunnudagur 16. maí 2010 ➜ Leikrit 20.00 Leikhópurinn Börn Loka sýnir verkið Glerlaufin eftir Philip Ridley í Norðurpólnum við Sefgarða á Seltjarnar- nesi. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Tónleikar 14.00 Í menningarmiðstöðinni Gerðubergi (Gerðubergi 3-5) munu Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir og Caput hópurinn flytja tónlistardagskrá með ljóðum úr bókinni Grannmeti og átvextir eftir Þórarin Eldjárn við lög Hauks Tómassonar. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. 15.00 Harmonikufélag Reykjavíkur verður með harmonikuspil og dans í Sjóminjasafninu Vík á Grandagarði. 16.00 Söng- og leikkonan Jana María og Valmar Valjaots flytja söngdagskrá tileinkaða söngkonunum Ellý Vilhjálms, Helenu Eyjólfs og Ingibjörgu Þorbergs. Tónleikarnir fara fram í Norræna húsinu við Sturlugötu. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. 17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna heldur tónleika í Seltjarnarnes- kirkju við Kirkjubraut. Á efnisskránni verða verk eftir Telemann, Mozart og Brahms. 20.00 Í Langholtskirkju við Sólheima munu kór og kammersveit kirkjunnar flytja Berliner Messe eftir Arvo Pärt og Christ lag in Todesbanden eftir J. S. Bach. ➜ Kvikmyndir 15.00 Í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar sýnir MÍR sovésku verðlaunamyndina (1957) Trönurnar fljúga. Sýningar eru í húsarými MÍR að Hverfisgötu 105. Eng- inn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ➜ Dagskrá 16.00 Ármann Reynisson stendur fyrir vinjettuhátíð þar sem sögurnar verða lesnar í bland við tónlistaratriði. Auk hans munu koma fram: Lýður Pálsson, Örlygur Benediktsson, Auðbjörg Guð- mundsdóttir, Þóra Grétarsdóttir o.fl. Allir velkomnir og enginn aðgangs- eyrir. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Kristín Loftsdóttir flytur erindi í tengslum við sýninguna „Erro - Konur frá Norður-Afríku“ sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Drengjakór Reykjavíkur fagnar í dag kl. 14 tvítugsafmæli kórsins síns með tónleikum í í Hallgríms- kirkju. Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður 6. október 1990. Frá árinu 1994 hefur Friðrik S. Kristinsson, fjölmenntaður tónlistarmaður og uppalandi stjórnað kórnum. Hann stjórnar einnig Karlakór Reykjavík- ur og kennir við Söngskóla Sigurðar Demetz. Lenka Matevoa, organisti Kópavogskirkju er einnig hámennt- aður tónlistarmaður frá Tékklandi og er hún undirleikari kórsins. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakórinn hér á landi og starf- ar við Hallgrímskirkju í Reykja- vík. Kórinn syngur að jafnaði einu sinni í mánuði í messu á starfsár- inu. Haldnir eru jóla- og vortónleik- ar og einnig kemur kórinn fram við mörg önnur hátíðleg tækifæri, jafnt utan kirkju sem innan. Einkunnarorð kórsins eru „Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar“. Í kórstarfi læra dreng- irnir að starfa saman, taka tillit til annarra og síðast en ekki síst fá þeir mikilsvert tónlistarlegt upp- eldi, sem þeir búa að alla tíð bæði í leik og starfi. Margir fyrrver- andi kórfélagar hafa haldið áfram tónlistarnámi sínu eftir að kórnum sleppir. Drengjakór Reykjavíkur æfir reglulega tvisvar í viku. Á hverjum vetri er farið í æfingabúðir út fyrir höfuðborgarsvæðið. Við kórinn hefur frá upphafi starfað foreldra- félag sem heldur utan um starfsemi kórsins í samvinnu við stjórnanda hans. Foreldrafélagið sér um dag- legan rekstur kórsins. Tónleikahald er stór þáttur í starfi kórsins og er það metnaður drengjanna að tónleikar séu kórn- um og þeim sjálfum ævinlega til sóma. Þeir vita að til þess að svo megi verða þurfa þeir að vinna mikið og vel! Söngstjórinn þarf að ráða yfir margslungnum galdri svo að þessi markmið náist ljúflega og í allri gleði. Og þannig nást þau í Drengjakór Reykjavíkur. - pbb Drengjakór Reykjavíkur stendur á tvítugu TÓNLIST Drengjakór Hallgrímskirkju: syngja eins og englar. FJÖREGG Háskóli Íslands og Norræna húsið kynna 15. maí kl. 14 - 16: Hátíð helguð náttúru, vísindum og börnum Frú Vigdís Finnbogadóttir setur hátíðina, sem helguð er vísindum og leik, umhverfi og náttúru, börnum landsins og barnamenningu. Vatnsmýrarhátíð 2010 Tilraunalandið Skjólgóði sandkassinn Lúðrasveitin Svanur Trúðar úr leikritinu Bláa gullið Blikandi stjörnur Leikatriði frá List án landamæra Bragðtilraunir fyrir börn ...og margt, margt, fleira Gómsæ tt hollustu nammi í boði fy rir fyrstu g estina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.