Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 12
12 15. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvernig er lagt til að stjórnkerfinu verði breytt? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Starfshópur forsætisráðu- neytisins leggur til um- fangsmiklar breytingar á stjórnsýslunni og stjórn- arskránni í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Áhersla er lögð á færri og stærri ráðuneyti, söfnun upplýsinga og að ráðherrar beri aukna ábyrgð. Starfshópurinn tekur í meginatrið- um undir aðfinnslur rannsóknar- nefndarinnar. Hans var að útfæra hugmyndir um hvernig brugðist yrði við þeim og útfæra nánar þær breytingar sem ráðast ætti í og beina sjónum sínum að stjórnsýsl- unni og stjórnarráðinu. Niðurstaða starfshópsins er að mjög mikilvægt sé að tillögum í skýrslunni sé fylgt. Ýmis atriði eru komin á rekspöl, til að mynda er starfandi nefnd um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands og tengdri löggjöf. Starfshópur- inn leggur til að ýmsum atriðum verði vísað til þeirrar nefndar. Auk þeirra til- lagna rannsókn- arnefndarinnar sem starfshóp- urinn mælist til að farið sé eftir, leggur hann til beinar aðgerðir í níu liðum. Þegar þeir eru skoðaðir sést að efling ráðuneyta er ofarlega í huga hópsins. Hann leggur mikla áherslu á að þau verði stærri og öflugri stjórnsýslueiningar og embættis- mönnum verði betur gert kleift að sinna skyldum sínum. Það á einn- ig við um ráðherra, en því er velt upp hvort ekki eigi að rýmka heim- ildir þeirra til að ráða sér pólitíska aðstoðarmenn. Þá er einnig lögð rík áhersla á að ábyrgð sé skýrð; bæði ráðherra og embættismanna. Ljóst verði að vera hverju sinni hvar hún liggi. Efla upplýsingar og eftirlit Í því skyni er lagt til að komið verði upp óháðu eftirliti með ráðu- neytum. Lagt verði mat á frammi- stöðu æðstu stjórnenda. Þá þurfi að lögfesta skyldur og ábyrgð embættismanna betur, ekki síður en ráðherranna sjálfra. Meðal þess sem starfshópur- inn leggur til að gert verði er að stuðla að svokölluðum samstöðu- skapandi stjórnmálum. Með því er átt við að sá hópur sem kemur að ákvörðunum verði víkkaður út. Þar er horft til þess að stjórn- arandstaðan sé höfð með í ráðum. Í því skyni leggur hópurinn til að hlutverk Alþingis verði eflt. Þá er mikið lagt upp úr því að upplýsingasöfnun sé ábótavant. Gera verði gangskör að því að bæta hana, bæði hvað varðar formlega og óformlega fundi. Það nái einnig til munnlegra upplýs- ingar. Hópurinn varar þó við því að upplýsingalög megi ekki koma í veg fyrir samráð, eða samstarf, á milli stjórnvalda. Starfshópinn skipuðu þau Gunnar Helgi Kristinsson, próf- essor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem gegndi formennsku, Oddný Mjöll Arn- ardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Ómar H. Kristmundsson, prófessor í opin- berri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, Kristín Benedikts- dóttir hæstaréttarlögmaður og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Með hópnum starfaði Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í for- sætisráðuneytinu. Aukin ábyrgð og stærri og færri ráðuneyti Smæð stjórnsýslunnar hér á landi er vandamál að mati starfshópsins. Þeim grundvallarstaðreyndum verði ekki breytt, heldur verði að takast á við þau verkefni sem þær skapa. Þau lúti að innra skipulagi og starfs- háttum stjórnkerfisins annars vegar og hins vegar að áhersluþáttum þess í samskiptum út á við. Mörg atriði verði að hafa í huga. ■ Stuðlað verði að samstöðu- skapandi stjórnmálum og meirihlut- aræði minnkað. Það verði gert með því að efla eftirlits- og umræðuhlut- verk þingsins. Þá er hugsanlegt að veita skilgreindum minnihluta rétt til að beina málum í ákveðinn farveg, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu. ■ Ráðuneyti sameinuð og efld. Þær skipulagsheildir sem stjórn- kerfið er byggt upp af verði styrktar, vegna veiks stoðkerfis. ■ Samþætting utanríkisráðuneyt- isins við aðra stjórnsýslu. Þannig nýtist þekking þar öllu stjórnkerfinu, þegar kemur að samskiptum út á við. ■ Hugmyndir og þekking verði flutt inn að utan. Stjórnkerfið læri af reynslu erlendis frá, til dæmis í Evrópuráðinu, hjá Sameinuðu þjóð- unum og af norrænu samstarfi. Samstöðuskapandi stjórnmál Starfshópurinn leggur á það áherslu að gagnrýni rannsóknarnefndarinn- ar á málaskráningu og skjalavörslu hjá Fjármálaeftirlitinu sé heimfærð á alla stjórnsýsluna. Efla þurfi innleiðingu á notendavænni upp- lýsingatækni í opinberri stjórnsýslu og auka möguleika á að nýta hana sem stjórntæki í daglegri starfsemi. Skráning bætt Umfangsmestu breytingarnar sem starfshópurinn leggur til eru á starf- semi Stjórnarráðs Íslands. Hópurinn vildi vísa tillögunum til nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um Stjórnarráðið. Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt frumvarp sem lagt verður fram á yfirstandandi þingi. Breyting- arnar eru í átta liðum. ■ Ábyrgð ráðherra - skerpt á stjórnunar- og eftirlitsskyldum. ■ Skyldur ráðherra - útfæra nánar hvað varðar upplýsingaskyldu, sann- leiksskyldu og frumkvæðisskyldu. ■ Verkstjórn - hlutverk forsætis- ráðherra sem verkstjóra ríkisstjórnar tryggt í sessi. Honum ber að upplýsa alla ráðherra um málefni þeirra ráðuneyta. Sú framkvæmd sem skapast hefur með ráðslagi oddvita ríkisstjórnarflokkanna ýtir undir þörfina. ■ Ríkisstjórnarfundir - reglur verði skýrari, skilgreind hvað teljast mikilvæg stjórnarmál og þurfi fyrir ríkisstjórn. ■ Ráðherranefndir - lagarammi skýrður og hver munur er á slíkum nefndum og fundum einstakra ráð- herra um stjórnsýsluleg efni. ■ Pólitískir starfsmenn - kannað hvort og með hvaða hætti möguleiki ráðherra til að ráða sér pólitíska starfsmenn verði efldur. ■ Ráðuneytum fækkað - einfaldar samstarf í ríkisstjórn. ■ Embættismenn - sérstakar skyldur æðstu embættismanna gagnvart ráðherrum lögfestar. Ítarlegar breytingar lagðar til á Stjórnarráðinu Hópurinn vill breyta stjórnsýslu- lögum til að tryggja skýrari laga- setningu. Sú óskráða regla um að athafnir og ákvarðanir stjórnvalda þurfi að vera efnislega ákveðnar og skýrar, verði lögfest. Með því er tryggt að einstaklingar, sem eiga samskipti við stjórnvöld, á hverjum tíma skilið lögin og metið réttarstöðu sína. Lög verði skýr Hópurinn vill að tekið sé tillit til athugasemda í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar varðandi söfnun upp- lýsinga. Endurskoða verði ákvæði um skráningu munnlegra upplýs- inga. Víkka þurfi gildissvið þeirrar reglu svo hún taki einnig til annarra mikilvægra upplýsinga en þeirra sem varða úrlausn stjórnsýslumál. Hópurinn áréttar hins vegar að tryggja verð að upplýsingalög standi ekki í vegi fyrir því að stjórn- völd geti haft samráð og samstarf sín á milli, til dæmis með nefndum og hópum. Upplýsingalög STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS Starfshópurinn, sem Gunnar Helgi Kristinsson veitti for- mennsku, leggur til ýmsar breytingar á starfsemi Stjórnarráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÍTIÐ SKRÁÐ Rannsóknarnefndin gagn- rýndi að lítið hefði verið skráð niður af mikilvægum fundum, til dæmis á mili forsætisráðherra og seðlabankastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUNNAR HELGI KRISTINSSON ODDVITARNIR Skýrari reglur þarf um verkstjórn forsætisráðherra. SAMRÁÐ Starfshópurinn leggur til að komið verði á samstöðuskapandi stjórnmálum og dregið úr meirihluta- ræði. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N                              !  "#$%&'' ()(*++, - ! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.