Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 74
38 15. maí 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 17 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna held- ur tónleika á morgun kl. 17 í Seltjarn- arneskirkju. Þetta eru sjöttu og síðustu tónleikar tuttugasta starfsárs sveitar- innar. Á tónleikunum verður flutt Seren- aða í Es-dúr fyrir blásara eftir Mozart, K375, Konsert í B-dúr fyrir tvær flautur og strengi eftir Telemann og Tilbrigði eftir Brahms við stef eftir Haydn, kóral St. Ant- oni. Einleikarar í flautukonsertinum eru Kristrún Björnsdóttir og Jón Guðmunds- son og stjórnandi er Oliver Kentish. Þórarinn Eldjárn hefur átt greiða leið með sín háttbundnu kvæða allar götur síðan Atli Heimir Sveinsson sló lagboða um Guðjónskvæði hans meðan skáldið sat enn í menntaskóla. Jóhann G. Jóhannsson tók fyrir fáum árum stóran slurk úr kvæðabrunni skáldsins en þess utan hefur Þórarinn sett saman fjölda ljóða til söngs í leiksýningar. Og nú er enn gerð atlaga að ljóðum hans: á morgun verða tónleikar í Gerðubergi á vegum fyrirtækis Guðna Franzsonar, Tóneyjar, og hefjast kl. 14. Þar mun Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir ásamt Caput hópnum flytja ljóð úr bókinni Grannmeti og átvextir eftir Þórarin Eldjárn við lög Hauks Tómassonar. Lagaúrval Hauks við ljóð Þórarins hefur verið hljóðritað, en það var gert í Salnum í Kópavogi árið 2009 og er stefnt að því að diskurinn komi út á næstu dögum. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Guðrún Jóhanna tekst hér á við ísmeygilegan húmor, útúrsnúninga og orðaleiki og verður spennandi að heyra og sjá túlkun hennar á lögum Hauks. Aðrir flytjendur eru: Kolbeinn á flautu, Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Zbigniew Dubik á fiðlu, Sigurður Halldórsson á selló og Snorri Sigfús Birgisson á píanó. Stjórnandi er Guðni Franzson. Af átvöxtum skuluð þið þekkja þá TÓNLIST Guðrún Jóhanna gómar ljóð Þórarins við lög Hauks í Gerðubergi á morgun. Í Listasafni Íslands verð- ur opnuð á morgun sýning á úrvali átján grafíkverka eftir norska listamann- inn Edvard Munch. Það var góðvinur listamanns- ins, Christian Gierløff, sem af rausnarskap sínum færði íslensku þjóðinni fimmtán grafíkverk að gjöf árið 1947. Þrjú verk bárust skömmu síðar, eða 1951, að gjöf frá Ragnari Moltzau útgerðarmanni en þau voru hluti af stórri gjöf grafík- verka eftir norska lista- menn. Elst þessara 18 verka er þurrnál- armyndin Veika barnið – Det syke barn, frá 1894, en yngsta verkið er steinþrykkið Mannkynssagan – Historien, frá 1914, en eins og svo margar þrykkmyndir Munchs, eru báðar myndir byggðar á málverk- um listamannsins. Fyrir skömmu var handmáluðu eintaki af Histor- ien rænt úr galleríi í Ósló. Edvard Munch færði nýja til- finningalega vídd í myndlistina og ruddi brautina í grafíkinni með nýstárlegri tækni. Megnið af þeim grafíkverkum sem eftir hann liggja vann hann á árunum 1894- 1944. Hann lærði myndlist m.a. hjá Christian Krogh, og hóf feril sinn í impressíóniskum anda, sem snemma varð blandinn táknhyggju út frá persónulegri reynslu, þar sem veikindi, dauði og þjáningar- full mynd af samskiptum kynjanna verða áberandi viðfangsefni. Síðla haustið 1894 gerði Munch sínar fyrstu þurrnálar- og stein- prentsmyndir. Ætla má að bæði aukin dreifing verka hans og tekju- von hafi drifið hann áfram. Mörg fyrstu grafíkverkin voru byggð á sömu mótífum og hann hafði unnið með í málverkunum svo sem Ópið, Madonna og Veika barnið. Eftir stormasamt líf framan af ævi hafði hann hægara um sig og settist að á Kragerø, undan suð- urströnd Noregs. Þar kom hann jafnframt upp grafíkverkstæði og þrykkti sjálfur. Grafíkverk Munch eru enn fáanleg á stóru uppboðs- húsum heimsins og fara á háu verði. Sýningin stendur til 5. sept- ember. pbb@frettabladid.is Sýning á verkum Munch MYNDLIST Edvard Munch, Á öldum ástarinnar, 1896, LÍ 740. MYND/LISTASAFN ÍSLANDS > Ekki missa af … Í Populus Tremula klukkan 14 í dag opnar Maja Siska mynd- listarsýningu sem hún nefnir RT10 og stendur sýningin aðeins þessa einu helgi. Nán- ari upplýsingar um listakonuna er að finna á slóðinni www. skinnhufa.is. Populus er á Akureyri og er sýningin hluti af menningarhelgi nyrðra. TÆKNIDAGUR TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILDAR HR Gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í tækni- og verkfræðideild HR. DAGSKRÁ: 13:00 Forskot: Rafbíla- og hjólaleigu Háskólans í Reykjavík ýtt úr vör. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tekur forskot á sæluna. Athöfn fer fram fyrir framan V1.02, BETELGÁS. 13:30 Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði. Formaður Tæknifræðingafélags Íslands, Bergþór Þormóðsson, veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Lokaverkefni nemenda í tæknifræði og iðnfræði verða til sýnis. Stofa V1.02, BETELGÁS. 14:15 Uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR. Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan, í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík. Mannvirki í Öskjuhlíð – samspil arkitektúrs og burðavirkjahönnunar. Göngutúr um Öskjuhlíð – unnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Sjálfvirkur kafbátur leikur listir sínar í Djúpinu. Afrakstur námskeiðsins Hönnun X. Gufuvél – stimpilvél til raforkuframleiðslu. V1.12, Orkutæknistofa. Frá bensíni yfir í rafmagn – rafbílaverkefni HR. V1.12, Orkutæknistofa. Álagsgreining og prófun stálbita og tölvustudd hönnun í þrívídd. V1.13, Byggingartæknistofa. Hönnun og álagsgreining á róbot. Tölvustudd hönnun í þrívídd. Stofa V1.11, Vélsmiðjan. Tölvustýrð mótorstýring fyrir jafnstraumsmótora. Fyrir framan V1.12, Orkutæknistofu. Hagnýt verkefni í raforkukerfum. Stofa M1.10. Burðarvirkjahönnun húsbygginga. Stofa V1.16. Landupplýsingakerfi – notkunarmöguleikar. Stofa M1.03. ALLIR VELKOMNIR! Mánudaginn 17. maí í Nauthólsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.