Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 18
18 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Á undanförnum sjö árum hefur starfsemi Hugarafls, félags notenda geðheilbrigðisþjónustunn- ar og fagaðila, stuðlað að mikilli breytingu á viðhorfum fagaðila og almennings til einstaklinga með geðraskanir (notenda) og þess sem þeir hafa fram að færa í umræð- unni um geðheilbrigðismál. Þessu hefur félagið áorkað með blaðskrif- um, sjónvarpsviðtölum, ráðstefnu- haldi, fræðslu í skólum og fleiru. Grundvöllur alls þessa er mjög öflugt innra starf þar sem notend- ur og fagaðilar vinna á jafningja- grunni. Hugarafl, sem starfar hjá Geðheilsu-eftirfylgd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, byggir starf sitt á valdeflingarhugtakinu (emp- owerment). Útfærsla þess er sótt til National Empowerment Center í Bandaríkjunum. Er það því mikil lyftistöng fyrir félagið að fá fram- kvæmdastjóra miðstöðvarinnar, geðlækninn Daniel Fisher, til þess að tala á málþinginu „Að læknast af geðröskun“ sem haldið verður laug- ardaginn 15. maí kl. 13.00-16.00 í Háskólanum í Reykjavík í Nauthól- svík. Fisher náði bata af geðklofa. Áður en hann varð geðlæknir lagð- ist hann nokkrum sinnum inn á geð- sjúkrahús. Hann er einn fárra geð- lækna í Bandaríkjunum sem ræðir opinberlega um hvernig honum batnaði af geðsjúkdómi sínum og er fyrirmynd fyrir aðra sem berj- ast við að ná sér. Hefur hann helg- að líf sitt því að eyða goðsögninni um að ekki sé hægt að ná sér af geðröskunum. Bati hans og starf á þessu sviði urðu til þess að hann var valinn í nefnd Hvíta hússins um geðheilsu. Fisher hefur verið ötull talsmað- ur batamódelsins og valdeflingar, sem hreyfanlegt teymi Geðheilsu- eftirfylgdar (þrír fagmenn og tveir notendur) vinnur eftir. Þessi hug- myndafræði byggir á því að ein- staklingur nái tökum og valdi á eigin lífi og geti fundið styrkleika sína til að takast á við daglegt líf. Það er trú á bataferlið sem skipt- ir sköpum og því að það byggi ekki eingöngu á að losna við einkenni sjúkdóms. Það er lögð áhersla á persónulega nálgun og mikilvægi þess að læra á tilfinningar sínar til að geta tileinkað sér bjargráð þegar harðnar á dalnum og til að varðveita árangur. Nálgunin hefur reynst vel í starfinu öllu hvort sem um er að ræða einstaklings- eða fjölskyldu- vinnu, einnig í hópastarfinu hjá Hugarafli. Lögð er áhersla á bjarg- ráð í bataferlinu og stuðningur er veittur á jafningjagrunni. Lesandi góður við hvetjum þig til að mæta á málþing Hugarafls hinn 15. maí, kl. 13.00-16.00. Auk Fishers munu Auður Axelsdóttir og Stein- dór J. Erlingsson flytja erindi á málþinginu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.hug- arafl.is. Að læknast af geðröskun Geðheilbrigðismál Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýð- ræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfé- lagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almanna- hag“. Er það niðurstaða skýrslu- höfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjór- na og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eig- endur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum mála- flokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðis- ríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að inn- leiða evrópsku hljóð- og myndmiðl- unartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Það er m.a. gert til að samræma lög og regl- ur sem gilda um hljóð- og mynda- miðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu rétt- inda. Ýmis nýmæli eru í frumvarp- inu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með skýrum hætti fyrir almenning hvernig eignar- haldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einn- ig ákvæði í frumvarpinu um að skip- uð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að kanna samþjöpp- un á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignar- haldi. Nefndin á að skila niðurstöð- um fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjöl- miðlar skuli setja sér og birta opin- berlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frum- varpinu sem tryggir vernd heimild- armanna skýrar en verið hefur. Til að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald á að setja á fót sérstaka stofnun, Fjöl- miðlastofu, sem leysir útvarpsrétt- arnefnd af hólmi. Hún verður sjálf- stæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjöl- miðlar eru í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhags- leg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíð- ar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn vinni saman að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjöl- miðlaumhverfi til framtíðar. Framtíð íslenskra fjölmiðla Snjólfur Ólafsson prófessor í við-skiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrif- aði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group – og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastlið- inn. Þar segir undir fyrirsögninni „Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum“ að ein spurn- ing í prófi á námskeiðinu „Stjórn- un og skipulagsheildir“ árið 2008 hafi verið á þessa leið: „Stjórnar- formaður Milestone Karl Werners- son hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðl- að að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsveg- ar ótengda fjölbreytingu (fjölþætt- ingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?“ Í framhald- inu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vil- hjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um sið- blindu eða heimsku einstakra kenn- ara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé „kennt með velþóknun“. Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í við- skiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti grip- in er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fell- ur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svip- uðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagn- rýni – heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Við- skiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að end- urskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni? Athugasemd Snjólfi Ólafssyni svarað Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Fjölmiðlalög Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Aðalfundur SPOEX 2010 38. aðalfundur Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga verður haldinn miðvikudaginn 19. maí í Fundarsal Örykjabandalagsins Hátúni 10.B Vesturturni.9 hæð og hefst fundurinn kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Kosning Formans og eins varamans í stjórn Kaffi veitingar í boði Mætið öll og fræðist um málefni samtakanna. Stjórnin. ÞÁTTUR MANNAUÐSSTJÓRNUNAR Í BANKAHRUNINU Hádegismálstofa þriðjudaginn 18. maí kl. 12:00 – 13:30, í Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík (stofa: Bellatrix). DAGSKRÁ: 12:00 – 12:30 Studdi mannauðsstjórnun við ranga stefnu bankanna? Ásta Bjarnadóttir, Háskólanum í Reykjavík. 12:30 – 12:50 Studdi mannauðsstjórnun ekki við rétta stefnu eftirlitsstofnana? Arney Einarsdóttir, Háskólanum í Reykjavík. 12:50 – 13:10 Hvaða lærdóm getur mannauðsstjórnun dregið af hruninu? Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Háskóla Íslands. 13:10 – 13:30 Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.