Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 8
8 15. maí 2010 LAUGARDAGUR Vakningarfundur Nýju frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður og Bjarni Karlsson sóknarprestur, bjóða til vakningarfundar ásamt tónlistarmanninum KK. Hittumst í Kolaportinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Fegurð Reykjavíkur og gildi umhyggjunnar Opnum hugann. Breytum stjórnmálunum. Sláum nýjan tón! Auður hefur frá upphafi lagt áherslu á ábyrga hegðun í allri sinni starfsemi. Við trúum því að við getum öll lagt okkar af mörkum til að byggja upp heilbrigt samfélag. Þess vegna vill Auður leggja þeim lið sem stuðla að jákvæðri uppbyggingu og framförum. DAGSVERK AUÐAR er samfélagsverkefni starfsmanna Auðar. Dagsverkið felst í því að starfsmenn gefa and- virði dagslauna á hverju ári í verðugt málefni. Ennfremur vinna allir starfsmenn Auðar sem nemur einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Starfsmenn Auðar velja verkefni sem hljóta fjár- eða vinnuframlag. ALHEIMSAUÐUR er samfélagssjóður ætlaður til að hvetja konur til frumkvæðis og athafna, einkum í þróunar- löndum. Auður leggur 1% af hagnaði sínum í sjóðinn og býður viðskiptavinum að gera slíkt hið sama. Stjórn AlheimsAuðar tekur ákvörðun um úthlutun styrkja. Ábyrg arðsemi – Mannleg nálgun ÞÚ GETUR BREYTT HEIMINUM VIÐ AUGLÝSUM EFTIR STYRKUMSÓKNUM Umsækjendur eru hvattir til að skilgreina verkefnið vel, sýna fram á hvernig það fellur að markmiði viðkomandi sjóðs og tilgreina hversu háa fjárhæð sótt er um og/eða hverskonar vinnuframlag. Umsóknarfrestur er til 26. maí 2010. Styrkjum verður úthlutað þann 19. júní 2010. Umsóknum má skila á audur@audur.is Nánari upplýsingar á www.audur.is SAMAN BÆTUM VIÐ SAMFÉLAGIÐ PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 19 9 Starfsmenn Auðar við sjálfboða- störf í verslun Rauða krossins Fræðslumiðstöð Enza í S-Afríku hlaut styrk árið 2009. Auður getur lagt þér lið Auður Capital | Borgartúni 29 | 105 Reykjavík | S. 585 6500 TAÍLAND, AP Mótmælendum laust saman við hermenn í miðborg Bangkok, höfuðborgar Taílands í gær. Hermenn skutu af hríðskota- rifflum á mannfjöldann. Átta lét- ust í átökunum í gær og í það minnsta 101 slasaðist. Þegar kvölda tók í Bangkok í gær mátti heyra sprengingar og byssuhvelli frá viðskiptahverfi borgarinnar, þar sem um það bil tíu þúsund stjórnarandstæðingar hafa hreiðrað um sig. Reykur frá götuvígjum með brennandi dekkj- um lagðist yfir borgina. „ Hermen ni r n i r er u að umkringja okkur, það er verið að kremja okkur. Þetta er ekki borg- arastyrjöld, en þetta er hrikalega grimmilegt,“ sagði Weng Tojirak- arn, einn leiðtoga mótmælenda í gær. Eftir því sem ofbeldið eykst minnka líkurnar á því að mótmæl- endur og stjórnvöld nái friðsam- legri lendingu í langvinnri deilu sinni. Óvissan og ofbeldið hafa dregið verulega úr komu ferða- manna til Taílands, en ferðamenn eru ein aðaltekjulind landsins. Ofbeldið færðist enn í aukana eftir að hershöfðingi hliðhollur hinum rauðklæddum uppreisn- armönnum var skotinn í höfuðið í miðju viðtali við fjölmiðlamenn á fimmtudag. Hann liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Mótmælendur halda því fram að leyniskytta á vegum stjórnvalda hafi reynt að myrða hershöfðingj- ann. Hermenn skrúfuðu í gær fyrir vatn og rafmagn í viðskiptahverf- inu þar sem mótmælendur hafa haldið til undanfarnar vikur. Yfir- menn hersins segja mótmælendur hafa ráðist gegn hermönnunum og reynt að ögra þeim, en mótmæl- endur segja hermenn hafa þrengt að sér. Vitni lýsa götubardögum þar sem mótmælendur hentu steinum og bensínsprengjum og hermenn svöruðu með hríðskotarifflum, haglabyssum og táragasi. Frá því mótmælendurnir komu sér fyrir í miðborginni um miðjan mars hafa 37 látið lífið og hundr- uð særst í átökum við lögreglu og hermenn. Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins víki og boðað verði til kosninga. Þeir styðja Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem velt var úr embætti með valdar- áni hersins árið 2006. Talið er að hann fjármagni mótmælin að hluta úr útlegð sinni. brjann@frettabladid.is Átta fallnir í mótmælum Hermenn skutu á mótmælendur í viðskiptahverfi Bangkok í Taílandi í gær og beittu táragasi. Átta lét- ust og yfir eitt hundrað særðust í hörðum átökum. Ekkert bendir til þess að samkomulag sé í augsýn. GÖTUBARDAGAR Á annað hundrað stjórnarandstæðingar særðist í mótmælunum í miðborg Bangkok í gær. Mótmælin hafa nú staðið í tvo mánuði, og hafa alls 37 látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna. NORDICPHOTOS/AFP KOSNINGAR Kjósandi í Kópavogi sem hugðist greiða Næstbesta flokknum atkvæði furðaði sig á því að aðeins voru stimplar með listabókstöfum fjórflokkanna í kjörklefa Sýslu- mannsins í Kópavogi. Þurfti hann að spyrjast fyrir hverju þetta sætti. Sjö flokkar bjóða fram í kosningun- um 29. maí. „Atvikið vekur fyrst og fremst spurningar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar,“ segir Hjálm- ar Hjálmarsson, oddviti Næstbesta flokksins, og bendir á að stimplar með listabókstöfum sendi kjósend- um viss skilaboð, vitað mál sé að þeir séu misvel upplýstir. „Það er líka umhugsunarefni að utankjör- fundaratkvæðagreiðslan hefst svo löngu áður en öll framboðin liggja fyrir,“ segir hann. Þær upplýsingar fengust hjá Sýslumanninum í Kópavogi að málið hafi leyst farsællega, en framboð Næstbesta flokksins, sem fékk listabókstafinn X, hafi komið svo seint fram að ekki hafi unnist tími til að útbúa stimpil. Jón Atli Kristjánsson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, telur frá- leitt að það hafi áhrif á kosning- una þótt stimpill sé ekki til staðar. „Kjósandi skrifar einfaldlega niður hvað hann ætlar að kjósa með eigin hendi.“ - shá Kjósandi í Kópavogi saknaði stimpils með listabókstaf Næstbesta flokksins: Listabókstaf vantaði í klefann FRAMBJÓÐENDUR Þrír af frambjóðendum Næstbesta flokksins, Erla Karlsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Benedikt Nikulás Anes Ketilsson. MYND/ARNAR HALLDÓRSSON VIÐSKIPTI Arion banki leysir ekki frá störfum fjóra grunaða sem enn starfa hjá bankanum nema ákæra verði gefin út á hendur þeim. Komi til þess verða þeir umsvifalaust sendir í leyfi, segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans. Starfsmennirnir, sem áður störfuðu hjá Kaupþingi, hafa rétt- arstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er ekki um háttsetta stjórnendur að ræða. - sh Grunaðir enn við störf í Arion: Hætta ef ákæra verður gefin út Office 2010 komið út Fyrsta kastið fá bara fyrirtæki með leyfissamninga við Microsoft aðgang að nýjustu útgáfu skrifstofuhugbúnað- arvöndulsins Office 2010. Vöndullinn fer í almenna sölu í næsta mánuði. UPPLÝSINGATÆKNI A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.