Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 39 Út er komið vorhefti Skírn- is og leggur sitt til umræðunn- ar um lærdóma af bankahruninu og breytingar á stjórnskipan og stjórnarskrá: þannig eru í heftinu tvær greinar sem tengjast hug- myndum um stjórnarskrá og hlut- verk forsetaembættisins, skrif- aðar frá ólíkum sjónarhornum. Söguleg umfjöllun Svans Kristj- ánssonar um sambandsslit- in 1944, þar sem hann ræðir ólíkan skiln- ing ráðamanna á lýðræði og valdi sem enn setur svip sinn á stjórnmál samtímans, og hins vegar grein Guðna Th. Jóhannessonar um breytingar á forsetaembættinu í valdatíð Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem hann nefnir Byltingin á Bessastöðum. Í Skírnismálum er svo að finna hugleiðingu Árna Björnssonar um sjálfa undirrót bankahrunsins. Það má greina enduróm af helstu deilumálum okkar tíma í tveimur öðrum Skírnisgrein- um. Kristín Loftsdóttir skrifar um kynþáttahyggju og fordóma á Íslandi, en Bryndís Björgvinsdótt- ir ræðir um átök um menningar- arf í samtímanum. Þorsteinn Þorsteinsson bregst við umfjöllun Bergljótar Kristj- ánsdóttur um bók hans um Sig- fús Daðason. Þorsteinn á jafn- framt aðra grein um kvæðabálk Halldórs Laxness um unglinginn í skóginum og stöðu hans í ljóðlist samtímans. Ritdóma skrifa þau Gunnþórunn Guðmundsdóttir um Þórbergsbækur Péturs Gunnars- sonar, og Björn Bjarnason um bók Árna Heimis Ingólfssonar um Jón Leifs. Skírnir er 260 blaðsíður að stærð og markar vorheftið 2010 upphaf 184. árgangs. Ritstjóri er Halldór Guðmundsson. Skírnir kominn Ágúst Ólafsson barítónsöngvari, og Gerrit Schuil píanóleikari, ráðast næstu þrjá sunnu- dagsmorgna í það mikla og erfiða verk að flytja tvo frægustu ljóðasöngflokka Schu- berts, Vetrarferðina og Malarastúlkuna, auk söngvasafns sem gefið var út að honum látn- um undir heitinu Svanasöngur. Hafa þeir unnið frá áramótum við æfingar á þessum perlum tónskáldsins sem eru meðal hans yndislegustu verka. Ágúst segist vera kunn- ugur stökum sönglögum úr flokkunum frá fyrri tíð, bæði úr námi sínu og í meistara- klössum þar sem hann hefur unnið með sum lögin hjá ekki minni meisturum en Dieter Fischer Dieskau og Elisabeth Schwarzkopf. Þrátt fyrir að Ágúst hafi á liðnum árum ein- beitt sér meira að öðru en ljóðasöng var hann þó skólaður í þeim stranga skóla ljóðasöngs- ins í upphafi. Ekki er vitað til þess að tveir listamenn hafi lagt fyrir sig áður hér á landi að flytja þessi þrjú merku söfn ljóðasöngva Schuberts í runu, en einu sinni er allt fyrst. Þeir hefja röðina á Malarastúlkunni fögru á morgun kl. 11., en Vetrarferðin er á dagskrá sunnudaginn 23. maí kl. 11 og Svanasöngur er fluttur sunnudaginn 30. maí kl. 11. Hægt er að fá þrennutilboð á alla tónleik- ana en það fæst aðeins keypt hjá Listahá- tíð í miðasölusíma 552 8588 eða á skrifstofu Listahátíðar í Gimli Lækjargötu 3. Þá er tónleikagestum bent á að Iðnó býður upp á hádegishlaðborð eftir tónleikana. Söngvafléttur Schuberts í Fríkirkjunni TÓNLIST Ágúst og Gerrit við æfingar í Fríkirkjunni á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sunnudaginn 16. maí kl. 20 flytja Kór og Kammersveit Langholts- kirkju Berliner Messe eftir Arvo Pärt og Kantötu nr. 4, Christ lag in Todesbanden (Í dauðans bönd- um Drottinn lá), eftir J. S. Bach. Tónskáldið Arvo Pärt (1935- ) er eitt virtasta tón- skáld samtím- ans. Stíll hans er einstakur og þykir hafa yfir sér ójarðnesk- an blæ. Messan var samin 1993, upprunalega fyrir einsöngv- ara eða kór og orgel og hefur í því formi verið flutt hérlendis. Árið 2002 endurskoðaði tónskáldið messuna og útsetti fyrir strengja- sveit og er þetta í fyrsta skipti að hún er flutt þannig hér. Frá 1976 hefur Pärt þróað með sér stíl sem á sér enga hliðstæðu. Hann nefnir þessa tækni tintinna- buli (úr latínu: „litlar bjöllur“). Hann notar yfirtóna sem líkjast klukkuhlómi sem hverfast um miðlæga tóntegund. Með þessu nær tónlistin sterkum trúarlegum áhrifum. Kantata Bachs nr. 4 er samin fyrir páskadag og er að öllum líkindum ein af fyrstu kantötum hans, að öllum líkindum samin um 1707. Hún er hrein kóralkantata í sjö þáttum. Hún hefst á sinfón- íu og síðan notar hann sjö vers úr sálminum Í dauðans böndum Drottinn lá og útfærir fyrir fjór- raddaðan kór, sópran/alt, tenór, bassa og sópran/tenór. Á tónleikunum syngur kórinn alla þættina en stundum eru ein- söngvarar látnir syngja aríur og dúetta. Konsertmeistari er Ingrid Karlsdóttir, stjórnandi Jón Stef- ánsson. - pbb Bach og Pärt ARVO PÄRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.