Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 15. maí 2010 49 Börn popparans sáluga Michaels Jackson hafa slegið í gegn á síð- unni Youtube. Myndband með hinum átta ára Blanket að herma eftir atriði úr kvikmyndinni Star Wars hefur sogað til sín hundr- uð þúsunda áhorfenda. Á sama tíma hefur annað myndband með systur hans Paris að rappa vakið gríðarlega athygli. Ekki er vitað hver lak myndböndunum á Netið. Þegar Jackson var á lífi reyndi hann ávallt að vernda börnin sín frá ágangi fjölmiðla en núna eru þau loksins komin í sviðsljósið, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Börn Jackson slá í gegn BLANKET OG PARIS Blanket og Paris hafa slegið í gegn á síðunni Youtube. Russell Crowe, sem leikur í ævin- týramyndinni Robin Hood, hefur mikinn áhuga á að breyta til og leika í Bollywood-mynd. „Ég er ekki að meina týpíska Holly- wood-mynd sem gerist á Ind- landi, heldur Bollywood-mynd,“ segir Crowe. „Handritið yrði að vera gott og ég yrði að skilja algjörlega hvað ég ætti að gera. En ég hef áhuga á þessu. Ég gæti sungið sjálfur og ég kann líka að dansa smávegis.“ Crowe spilaði með hljómsveitinni 30 Odd Foot of Grunts áður en hann ákvað að hefja sólófer- il og hefur hann því ágæta reynslu úr tónlistar- bransan- um. Vill prófa Bollywood Leikarinn Steve Carell segist ekki hafa hótað að hætta í gam- anþáttunum í von um að fá launahækkun. Carell lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði að hætta eftir að næstu þáttaröð lýkur. Ástæðan er sú að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Carell hefur leik- ið hinn aumkun- arverða forstjóra Michael Scott síðan þættirn- ir hófu göngu sína árið 2005. Þá tók hann við keflinu af Ricky Gervais sem lék sama hlutverk í hinum uppruna- legu bresku þáttum. „Þetta er engin samningabrella. Mig langar bara að eyða meiri tíma með börnunum mínum,“ sagði Carell. Hann á tvö börn, hinn fimm ára John og hina níu ára Elisabeth með eiginkonu sinni Nancy. Vill ekki hærri laun STEVE CARELL Ætlar að hætta eftir að næstu þáttaröð af The Office lýkur. Warner Bros tilkynnti nýverið að ráðist yrði í gerð kvikmyndar um Skytturnar þrjár eftir sam- nefndri bók Alexandre Dumas. Leikstjórinn Doug Liman, þekk- astur fyrir Bourne Identity, mun líklega stýra hlutunum á töku- stað. Fyrir tæpum sautján árum var gerð kvikmynd um Skytturn- ar þrjár með þeim Charlie Sheen, Donald Sutherland, Chris O‘Donn- ell og Oliver Platt í helstu hlut- verkum og sagan um skytturnar kom einnig við sögu í Man with the Iron Mask þar sem Gabri- el Byrne, Jeremy Irons, Gérard Depardieu og John Malkovich léku hinar fræknu hetjur. Warner verður hins vegar ekki eitt um hituna því Paul Anderson, maðurinn á bak við Resident Evil, hefur tilkynnt að hann ætli sér að gera þrívíddarútgáfu um Skytt- urnar þrjár. Það sem vekur kannski mestu athyglina er að Óskarsverðlauna- hafinn Christoph Waltz hefur tekið að sér hlutverk hins illa kardínála og Mads Mikkelsen verður senditíkin hans, Rochef- ort. Auk þeirra tveggja munu Logan Lerman, Ray Stevenson, Luke Evans og Matthew Macfa- dyen leika í myndinni. - fgg Slegist um Skytturnar þrjár VONDUR OG VERRI Christoph Waltz og Mads Mikkelsen leika þrjótana í nýrri kvikmynd um skytturnar þrjár. Tvær myndir eru í burðarliðunum um þessa frægu kappa Alexandre Dumas. RUSSELL CROWE Leikarinn snjalli hefur áhuga á að leika í ind- verskri Bollywood- söngvamynd. Náðu utan um verkefnin! Kynntu þér MPM, meistaranám í verkefnastjórnun Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. Umsóknarfrestur er til 17. maí Inntökuskilyrði: B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt. Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu. Reynsla við verkefnavinnu æskileg. Vor í íslenskri verkefnastjórnun Við vekjum einnig athygli á ráðstefnu um verkefna- stjórnun sem fram fer á Hótel Sögu föstudaginn 21. maí kl. 13–17. Nánari upplýsingar um MPM-námið færðu á mpm.is www.mpm.is PI PA R\ TB W A \ SÍ A 1 01 27 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.