Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 30

Fréttablaðið - 15.05.2010, Side 30
30 15. maí 2010 LAUGARDAGUR V ið höfum búið hér frá árinu 1980, reyndar með hléum,“ segir Helga María við gestina um leið og hún býður kaffi og með því. „Árið 2000 seldum við búpeninginn og fluttum til Akraness. Svo kom Sveinn aftur 2003, þá áttum við reyndar tíu kindur sem vinir okkar höfðu hýst, út af þeim eru þær 160 sem við eigum núna.“ Helga María ílentist á Akranesi en þar hóf hún nám í húsasmíði 2004 en lauk því reyndar í Reykjavík þremur árum síðar. „Ég náði smá tíma í vinnu meðan nóg var að gera en svo datt allt niður við hrunið. Þá flutti ég aftur í sveitina og ætla að sinna ferðaþjón- ustu, vona bara að hún hrynji ekki eins og byggingariðnaðurinn,“ segir Helga María og hlær. Hláturinn er smitandi eins og þeir sem horfðu á Wipeoutið íslenska vita kannski, en Helga María tók þátt í því og var elsti þátttakandinn. „Dóttir mín skráði mig án þess að segja mér frá því. Svo var hringt í mig frá Saga film og ég kom af fjöllum, sagði reynd- ar fljótlega við konuna sem hringdi að mig grunaði fastlega eina dóttur mína.“ Dóttirin heitir Hlédís Sveins- dóttir, eigandi ísbúðarinnar Íslands og hugmyndasmiður kindur.is, sem snýst um að taka kindur í fóstur. „Fólki finnst gaman að koma í sauð- burð og réttir. Allt sem okkur finnst svo sjálfsagt og ekkert spes er núna orðið framandi stórum hluta þjóðar- innar. Það getur verið ótrúleg upplif- un og spennandi að halda á lambi fyrir þrítugt fólk sem aldrei hefur komið í sveit.“ Fyrir utan að bjóða gestum að koma í heimsókn þá er Helga María með ýmsar hugmyndir að afþreyingu fyrir ferðamenn. „Mig langar að bjóða upp á gönguferðir að Ullarfossi hér fyrir ofan bæ og láta túrinn enda á lautar- ferð. Einnig bjóða upp á ferðir á sex- hjólinu sem við eigum og er mjög skemmtilegt að fara á um fjöruna hér fyrir neðan. Það er svo margt að skoða hér í sveitinni, nóg er af gistiplássum en það hefur kannski vantað afþrey- inguna.“ Okkur er ekki til setunnar boðið, Kindin Kviða er komin að burði. Þau drífa sig út og Fréttablaðið með og fær að fylgjast með. Vegna þess að kind, sem hafði borið daginn áður og reynd- ist tvílembd, hafði ekki næga mjólk fyrir bæði lömb er annað tekið og lagt hjá Kviðu. Það er svo makað slím- inu af nýborna lambinu til að reyna að blekkja móðurina í von um að hún taki það að sér. „Við þurfum stundum að grípa til svona ráða hér í sveitinni,” segir Helga og eftirgrennslan Frétta- blaðsins tveimur dögum síðar leiðir í ljós að áætlunin hafði gengið eftir. Upplifun að halda á lambi Hjónin Helga María Magnúsdóttir og Sveinn Gíslason á Fossi í Staðarsveit bjóða áhugasömum að taka kindurnar þeirra í fóstur. Þau segja upplifun fyrir borgarbörn að koma í fjárhús og fylgjast með sauðburði og réttum. Sigríður Björg Tómasdóttir og Stefán Karlsson geta tekið undir það en þau litu í heimsókn og fylgdust með ánni Kviðu bera. Í SAUÐBURÐINUM það geta verið töluverð átök að koma lambi í heiminn og stundum þarf að hjálpa aðeins til eins og raunin varð þegar Fréttablaðið var á ferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. HUGAÐ AÐ NÝBORNU LAMBI Kindin Kviða karar lambið sem fæddist degi áður og vonast var til að hún myndi trúa á lambið væri hennar. Í FJÁRHÚSINU Helga María og Sveinn ásamt nokkrum nýbornum lömbum og hundinum Ragnari sem fylgdist með sauðburðinum af áhuga. Meðal þeirra sem hafa kindur í fóstri á Fossi í Staðarsveit eru þau Dorrit Moussaieff forseta- frú og Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður. Til hægri er mynd af kind Dorritar, sem heitir Rakel. „Hún er af forystukyni og er golsflekkótt og lambið hennar í ár er svartkápótt gimbur,“ segir Helga María sem hefur lengi haft áhuga á að varðveita margbreytileika kinda og alla liti. „Á tímabili þóttu þessar hvítu og kollóttu langfallegastar en ég vildi alltaf halda fjölbreytileik- anum,“ segir Helga María sem er mjög ánægð með að hafa staðið á sínu. Til vinstri er kind Hermanns sem heitir Hermína Lóa í höfuðið á honum og konu hans Rögnu Lóu Stefánsdóttur. Kind Hermanns er svipmikil eins og myndin sýnir glöggt en hún er ferhyrnd, sem er óvenjulegt. DORRIT Á GOLSFLEKKÓTTA KIND OG HERMANN FERHYRNDA Allt sem okkur finnst svo sjálfsagt og ekkert spes er núna orðið fram- andi fyrir stóran hluta þjóðarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.