Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 80
44 15. maí 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Sigtrygg- ur Baldursson og leikkonan Magnea Björk Valdimarsdótt- ir hafa skipulagt tónleika- veislu til styrktar nímenning- unum sem ákærðir eru fyrir árásina á Alþingishúsið í byrjun búsáhaldabyltingar- innar 2008. Sigtryggi er málið nokkuð skylt því tengdasonur hans er meðal hinna níu. „Mér finnst mjög mikilvægt að lýsa yfir stuðningi við þetta mál, mér finnst dóms- kerfið vera að hlaupa á sig því þarna á að dæma níu manns á svolít- ið alvarlegan hátt,“ segir Sigtryggur og bendir á að nímenningarnir séu síður en svo þeir fyrstu sem ráðast inn á Alþingi. „Fræg- ast er nú sennilega þegar menn réðust inn á pallana með plat-vélbyssur,“ útskýr- ir Sigtryggur sem þykir það heldur hæpið að handtaka þessa níu og ætla að flengja þá opinberlega fyrir þessa mótmæla- stöðu. „Þetta er ekki alveg rétta fólkið til að taka, þetta var ekki fólkið sem var að beita ofbeldi,“ bendir Sigtryggur á og bætir því við að sú hug- mynd, að dæma út frá 100. gr. hegninarlaganna sé nánast út úr kortinu. „Dómur við brot á þeirri grein varðar fangelsi allt frá einu ári og upp í sex- tán ár.“ Meðal þeirra sem ætla að láta stuðning sinn í ljósi við mál nímenn- ingana eru Páll Óskar, Hjaltalín, KK og Ellen, Ari Eldjárn og Varsjár- bandalagið.“ Tónleikarnir verða á Austurvelli í dag og hefjast klukkan tvö. - fgg > MEG HANNAR HÚS Leikkonan Meg Ryan er lítið fyrir sviðsljósið og lætur jafnan lítið fyrir sér fara. Það kemur því nokkuð á óvart að í nýj- asta hefti hönnunarblaðsins Elle Decor sýnir hún innanhúss- hönnun sína á eigin heimili. Í ljós kemur að Meg hefur lengi fengist við innanhússhönnun og þykir nokkuð fær á því sviði. Styrktartónleikar á Austurvelli FÁRANLEGT Sigtryggur Baldursson er í baráttu- hug. Séð og heyrt birti á dögun- um forsíðufrétt um bak- raddasöngkonuna Bryndísi Jónsdóttur undir fyrirsögn- inni „Ásdís Rán stal rödd- inni minni“. Þar er Ásdís sökuð um að eigna sér heið- urinn af söng Bryndísar, en Ásdís vísar þeim ásökunum til föðurhúsanna. „Þetta er algjört bull. Stelpan er náttúrlega bakrödd, en hún er með allt öðruvísi rödd en ég. Það fer ekkert milli mála að þetta er ég að syngja,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán. Ásdís sendi nýlega frá sér lagið Feel My Body, sem er frumraun hennar á söngsviðinu. Séð og heyrt birti í vikunni frétt þar sem Bryndís Jónsdóttir, bak- raddasöngkona lagsins, segir Ásdísi hafa stolið röddinni sinni. Bryndís ku samkvæmt Ásdísi vera ósátt við fréttina og segir blaðið fara frjálslega með stað- reyndir. Ásdís segir leiðinlegt hvernig sé hægt að skemma fyrir á svona leiðinlegan hátt. „Þetta er örugglega söluhæsta forsíða ársins,“ segir Ásdís. „En ég er ekki svo vitlaus að ég myndi gefa út lag sem ég syng ekki sjálf. Hún er náttúrlega bakrödd. Það er ekki satt sem er sagt þarna, að hún syngi allt lagið og ég steli rödd- inni hennar.“ Snorri Snorrason tók lagið upp og útsetti. Hann staðfest- ir þetta og segir málið afar einfalt. „Bryndís syngur bakraddir, Ásdís er aðalsöngvarinn. Þetta er ekkert flóknara,“ segir hann. atlifannar@frettabladid.is Ég stal ekki röddinni hennar Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian trúði útvarpsmanninum Ryan Seacrest fyrir því að hún úðaði hreinsivökva á matinn sinn til að koma í veg fyrir að hún borði of mikið. „Ég sprauta Ajaxi yfir matinn svo ég freistist ekki til að borða hann,“ sagði raunveruleika- stjarnan. Þegar Seacrest spurði hlessa hvort hún gengi með úða- brúsann í veski sínu hló stúlkan og svaraði: „Ég nota Ajaxið bara heima. Þegar ég borða úti þá helli ég sódavatni yfir matinn minn.“ Megrunaraðferðir stjarnanna eru því eins misjafnar og þær eru margar. Setur Ajax á matinn Söngvarinn Robbie Williams og gamanleikarinn Russell Brand hafa sungið nýja útgáfu af HM-lag- inu Three Lions, sem var opinber söngur enska landsliðsins í fótbolta árið 1996. Þessi nýja útgáfa telst þó ekki vera opinber HM-söngur Eng- lendinga því enska knattspyrnu- sambandið ákvað að borga ekki fyrir slíkt lag í þetta sinn. „Mér fannst vandræðalegt hve ég var tilfinninganæmur þegar ég söng þetta lag. Ég grét næstum því,“ sagði Russell. „Þetta er eina góða enska fótboltalagið og ég hlakka til að syngja það þegar við dettum út í vítaspyrnukeppni. Þá mun ég virkilega gráta.“ Grætur yfir HM-lagi SYNGUR LAGIÐ Ásdís Rán vísar á bug að hafa stolið rödd Bryndísar Jónsdóttur og upptökustjórinn Snorri Snorrason staðfestir það. Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 17. maí hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–4 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00 5–7 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00 8-10 ára » föstudagar klukkan 16:30–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.org Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Bráðskemmtileg ný létt- lestrarbók um æringjann Skúla skelfi Frábær fyrir byrjendur í lestri Guðni Kolbeinsson þýddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 113. tölublað (15.05.2010)
https://timarit.is/issue/323658

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

113. tölublað (15.05.2010)

Aðgerðir: