Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 16
16 15. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Að þessu virtu kemur í ljós að stjórnarflokkarn-ir hafa aðeins starfhæfan málefnameirihluta um tvö málefnasvið af þeim sex sem hér eru talin. Í því sambandi verð- ur aukheldur að hafa í huga að sameiginleg stefna þeirra í sjávar- útvegsmálum gengur gegn mark- miðum samstarfsáætlunarinnar um þjóðhagslega hagkvæmni. Sjálfstæðisflokkur og Samfylk- ing gætu átt samleið um fjögur af þessum sex málefnasviðum. Ef líta má á andstöðu hluta Framsóknar- flokks við samstarfsáætlunina sem stundar leikaraskap gæti flokkur- inn átt samstarf við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk um fjögur til fimm atriði. Eins og sakir standa eru því engar pólitískar forsendur fyrir nauðsynlegri málefnasamstöðu um endurreisnina. Sá flokkur sem skemmst vill ganga hefur málefna- leg undirtök í stjórnarsamstarfinu og ræður för. Ný nálgun Samfylkingar í sjáv- arútvegsmálum og ný nálgun Sjálf- stæðisflokksins í peningamálum og Evrópumálum væru rökrétt- ir leikir til að opna þessa lokuðu stöðu. Þeir sýnast hins vegar ekki vera í vændum. Kosningar breyta engu ef málefnastaðan er föst. Verst er að kreppan heldur áfram að dýpka ef enginn hreyfir mál- efnastöðuna. Þegar dregur úr umræðum um hrunskýrsluna fara menn að kalla eftir ábyrgð á pólitísku kreppunni. Samfylkingin fórnar stærri mál- efnum fyrir ráðherrastóla en VG. Fyrir þá sök brennur eldurinn fremur á henni. Hins vegar hitn- ar tæplega að ráði undir Samfylk- ingunni í þessum skilningi fyrr en stjórnarandstöðuflokkarnir báðir eða annar hvor tefla fram raun- hæfum kostum um aðra möguleika eða breiðara samstarf. Engin útgönguleið í sjónmáli Endurreisn á grundvelli samstarfsáætlunar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn snýst einkum um fimm kjarnaatriði til viðbótar: 1) Jöfnuð í ríkisfjármálum á þremur árum: Vinstri armur VG hafnar því. Samstaða milli stjórnar- flokkanna getur því einungis náðst um allsendis ófullnægjandi aðgerð- ir. Meiri líkur eru á að Sjálfstæðis- flokkur, Samfylking og Framsókn- arflokkur gætu náð saman um það sem þarf. 2) Endurreisn viðskiptabank- anna: Hér er enginn ágreiningur hvorki innan ríkisstjórnarflokk- anna né við stjórnarandstöðuna. 3) Orkunýtingu: Útilokað er að stjórnarflokkarnir nái saman um það sem þarf að lágmarki að ger- ast í nýrri verðmætasköpun vegna andstöðu VG og hluta Samfylking- ar. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn eiga möguleika á að ná þar saman. 4) Sjávarútvegsstefnu: Hér eru ríkisstjórnarflokkarnir algjörlega sammála um grundvallarbreyting- ar sem draga munu úr þjóðhags- legri hagkvæmni fiskveiða og vinna gegn endurreisn efnahagslífsins. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn geta með hvorugum stjórnarflokk- anna unnið á þeim grunni. 5) Samkeppnishæfa mynt: Það merkir evru með aðild að Evrópu- sambandinu: Hér er djúpstæður ágreiningur. VG er á móti. Sam- fylkingin er fylgjandi en gæti eins fórnað málinu fyrir samstarf- ið við VG. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mótað framtíðarstefnu í peninga- og gjaldmiðilsmálum og innan hans eru mismunandi skoð- anir á Evrópusambandsaðild. Í Framsóknarflokknum eru líka mis- munandi skoðanir þó að flokkurinn sé formlega fylgjandi aðild. Engir tveir eða þrír flokkar geta því myndað meirihluta um þetta lykil- mál eins og sakir standa. Lág laun með gjaldeyrishöftum eru því eina framtíðarsýnin á samkeppnishæfni Íslands sem stjórnmálin bjóða. Kjarnaatriðin Hvers vegna neituðu Bretar og Hollendingar að ræða við íslensk stjórnvöld nema stjórnarandstað- an væri með? Hvers vegna kallaði forseti ASÍ eftir þátttöku stjórnar- andstöðunnar þegar aðilar vinnu- markaðarins vildu samtöl við rík- isstjórnina? Í fljótu bragði má ætla að kröf- ur sem þessar bendi til að stjórnar- andstaðan beri höfuð og herðar yfir réttkjörin stjórnvöld. Önnur skýr- ing gæti þó verið jafn sennileg. Hún er sú að hér ríki pólitísk kreppa og engin málefnalega virk ríkisstjórn finnist til að ræða við. V i ð þ e t t a va k n a t vær spurningar. Sú fyrri er: Um hvað snýst mál- efnaágreining- urinn sem lamar landsstjórnina? Sú seinni er: Má leysa hann? Með hæfilegri ein- földun má leita svara með því að líta á samstarfsáætlunina við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og fimm önnur kjarnaatriði. Samstarfsáætlunin er undirstaða efnahagsendurreisnar- innar. Hluti þingmanna VG er and- vígur henni í heild. Ríkisstjórnar- flokkarnir hafa því ekki meirihluta í eigin þingliði fyrir þeim málefna- þætti efnahagsendurreisnarinnar sem allt annað byggir á. Hluti Framsóknarflokksins undir forystu formannsins fylgir minni- hluta VG í þessu efni. Málefnalega hefur hann því staðsett sig til hliðar við raunveruleikann um stund. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin sömdu við sjóðinn um áætlunina. Þessir tveir flokkar ættu því að geta átt málefnalega samleið um að koma henni í framkvæmd. Önnur mál hindra hins vegar sam- starf þessara flokka. Pólitíska kreppan ÞORSTEINN PÁLSSON Ö ssur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði meðal annars grein fyrir stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu í skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær. Í máli ráðherrans kom fram að undir- búningur formlegra aðildarviðræðna gengi ágætlega og þær ættu að geta hafizt fljótlega eftir að leiðtogar ESB samþykkja umsókn Íslands. Í máli Össurar kom fram að mikilvægt væri að hafa umsóknar- ferlið eins opið og gegnsætt og mögulegt væri til að eyða tortryggni og misskilningi. Ráðherrann fór meðal annars yfir að í því skyni hefðu spurningar ESB um löggjöf á Íslandi og svör stjórnsýslunnar verið birt opinberlega. Í sama anda yrðu fundargerðir samn- inganefndarinnar og undirhópa hennar birtar opinberlega, þannig að samningsafstaða Íslands í ein- stökum málum yrði opinber um leið og hún lægi fyrir. Sömuleiðis yrðu önnur gögn birt, svo fremi að samningamenn teldu það ekki skaða samningsstöðu Íslands. Til viðbótar ætlar utanríkisráðherrann að opna gagnvirka netsíðu, þar sem almenningur getur sagt skoðun sína á einstökum málum og átt í samræðum við samningamenn, sérfræðinga og „eftir atvikum ráðherrann sjálfan“. Þá er ætlunin að Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fari í fundaferð um landið til að upplýsa þá sem áhuga hafa um næstu skref í viðræðunum. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar og til þess fallin að stuðla að opinni og upplýstri umræðu um aðildarumsókn Íslands. Þau eru líka vonandi til þess fallin að þvert á pólitíska flokka og hagsmuna- samtök taki menn þátt í að ná sem hagstæðastri samningsniðurstöðu fyrir Ísland, sem þjóðin getur svo greitt atkvæði um, í trausti þess að málið sé unnið fyrir opnum tjöldum. Mikilvægt er að upplýsingar, sem stjórnvöld miðla um Evrópusam- bandið og aðildarumsóknina séu byggðar á handföstum staðreyndum en ekki óskhyggju eða spádómum. Hins vegar munu einhverjir verða til að tortryggja allt, sem frá stjórnvöldum kemur, til dæmis hvort réttu staðreyndunum sé haldið á lofti. Þess vegna er mikilvægt að tryggt verði að fleiri en ríkisvaldið geti miðlað upplýsingum. Í skýrslu utanríkisráðherrans er rifjað upp að meirihluti utanrík- ismálanefndar hafi lagt til að fé verði ráðstafað til þess að félaga- samtök geti tekið þátt í opinberri umræðu og miðlað upplýsingum um málið. Víða í ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB hefur sú leið verið farin að ríkisvaldið styrkir bæði samtök aðildarandstæðinga og stuðningsmanna aðildar til að koma málflutningi sínum á framfæri við almenning. Með því að hafa sama háttinn á hér yrði stuðlað að virkri upplýsingamiðlun og að málið yrði rækilega rætt frá öllum hliðum. Að lokum getur þjóðin þá myndað sér skoðun, byggða á miklum og fjölbreytilegum upplýsingum. Virk og gegnsæ miðlun upplýsinga skiptir miklu máli í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Opin og upplýst umræða Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.