Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 76
40 15. maí 2010 LAUGARDAGUR METSÖLULISTI FÉLAGS BÓKAÚTGEFENDA Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka. Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dag- vöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rannsóknarsetur verslunarinnnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Eftirfarandi verslanir taka þátt í gerð listans: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Eskja, Bókabúðin Hamraborg, Bókabúðin Iða, Bókabúðin við höfnina (Stykkishólmi), Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Kaupás, N1, Office 1, Penninn - Eymundsson, Samkaup Metsölulisti 25.04.10 - 09.05.10 1 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 2 Fyrirsætumorðin James Patterson JPV útgáfa 3 Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 4 Matur og drykkur Helga Sigurðardóttir Opna 5 Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar 6 Nemesis Jo Nesbø Uppheimar 7 Hvorki meira né minna Fanney Rut Elínardóttir N-29 8 Missir Guðbergur Bergsson Forlagið 9 Sítrónur og saffran Kajsa Ingemarsson Mál og menning 10 Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa Uppsafnaður metsölulisti tímabilið 01.01.10 - 09.05.10 1 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi 2 Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa 3 Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Bjartur 4 Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar 5 Stúlkan sem lék sér að eldinum Stieg Larsson Bjartur 6 Svörtuloft Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 7 Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa 8 Nemesis Jo Nesbø Uppheimar 9 Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Ormstunga 10 Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Veröld Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika í Þjóleikhúskjallaranum á mánudagskvöld kl. 21. Á efnisskrá verður öll tónlistin af einni fræg- ustu stórsveitaplötu allra tíma; Consummation með Stórsveit Thad Jones/Mel Lewis frá 1970, en hluti hennar var einmitt hljóð- ritaður í maímánuði það ár, fyrir réttum fjörutíu árum. Tónlistin er öll eftir Thad Jones (1923-86), einn helsta meistara big band-tón- listar síðustu áratuga. Auk lag- anna átta af Consummation verða flutt nokkur lykilverk af efnisskrá stórsveitar Thad Jones og Mel Lewis. Stjórnandi á þessum tón- leikum verður Sigurður Flosason. Thad Jones var trompetleik- ari með hljómsveit Count Basie á árunum 1954-63 og skólaðist þar í einu stærsta og besta bandi sinnar tíðar. Ásamt trommuleikaranum Mel Lewis stofnaði hann árið 1965 The Thad Jones/Mel Lewis Jazz Orchestra, en sú hljómsveit leikur enn á hinum þekkta djassklúbbi The Village Vanguard í New York. Jones yfirgaf sveitina árið 1978 og flutti til Danmerkur. Þar stjórn- aði hann m.a. Stórsveit danska ríkisútvarpsins og stofnaði síðar Eclipse-stórsveitina. Eftir lát Counts Basie árið 1984 flutti Thad Jones aftur til Bandaríkjanna, tók við stjórn þeirrar sveitar og starf- aði með henni til dauðadags árið 1986. Thad Jones er almennt tal- inn í hópi mikilvægustu tónskálda stórsveitasögunnar og hafa tón- smíðar hans og útsetningar haft gríðarleg áhrif. Kraftmikil og áleitin tónlist hans hefur oft skap- að magnaða stemningu, ekki síst á klúbbum. - pbb Thad helgað- ir tónleikar TÓNLIST Thad Jones er helguð dagskrá á mánudagskvöld í Leikhúskjallaranum. Á mánudag kl. 20 flyt- ur Sönghópurinn Hljóm- eyki, undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar, Náttsöngva, op. 37 eftir Sergej Rakhmanínov í Kristskirkju, Landakoti. Sönghópurinn Hljómeyki flutti verkið fyrstur allra kóra á Íslandi í árslok 2007 og nú gefst mönnum tæki- færi til að hlýða á verkið í annað sinn í flutningi sönghópsins. Einsöngvar- ar í verkinu eru: Lilja Dögg Gunn- arsdóttir mezzósópran, Pétur Húni Björnsson tenór og Hjálmar P. Pét- ursson bassi. Náttsöngvar, eða Vespers op. 37, eru í fimmtán köflum, sungið er á rússnesku og tekur um klukku- tíma í flutningi. Þetta er einstaklega hljómfag- urt verk en um leið afar krefjandi fyrir kórinn. Verkið byggir á náttsöng rétttrúnaðarkirkjunnar, sem er blanda af kvöld- og morgunbænum og hefur höfundur valið úr textunum og tónsett þá. Náttsöngvarnir eru tald- ir eitt merkasta tónverk rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar og var verkið í miklu uppáhaldi hjá tónskáldinu sjálfu sem bað um að einn þáttur- inn (Lofsöngur Símeons) yrði flutt- ur við jarðarför sína. Miðar á tónleikana eru til sölu hjá 12 Tónum, hjá kórfélögum og við innganginn. - pbb Náttsöngvar í Kristskirkju SERGEJ RAKHMANÍNOV Þjóðleikhúskjallarinn Mánudag 17. maí. kl. 21:00 Aðgangseyrir er kr. 1.500 Kr 1.000 fyrir námsmenn og eldri borgara CONSUMMATION Thad Jones (1923-86), var einn helsti meistari big band tónlistar síðustu áratuga. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Sigurður Flosason. KLÚBBTÓNLEIKAR STÓRSVEITAR REYKJAVÍKUR Eitt af lykilverkum stórsveitabókmenntana, eftir Thad Jones verður flutt í heild sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.