Fréttablaðið - 15.05.2010, Síða 76
40 15. maí 2010 LAUGARDAGUR
METSÖLULISTI FÉLAGS BÓKAÚTGEFENDA
Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka.
Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dag-
vöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rannsóknarsetur
verslunarinnnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra
bókaútgefenda. Eftirfarandi verslanir taka þátt í gerð listans: Bókabúð Máls
og menningar, Bókabúðin Eskja, Bókabúðin Hamraborg, Bókabúðin Iða,
Bókabúðin við höfnina (Stykkishólmi), Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup,
Kaupás, N1, Office 1, Penninn - Eymundsson, Samkaup
Metsölulisti 25.04.10 - 09.05.10
1 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi
2 Fyrirsætumorðin James Patterson JPV útgáfa
3 Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa
4 Matur og drykkur Helga Sigurðardóttir Opna
5 Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar
6 Nemesis Jo Nesbø Uppheimar
7 Hvorki meira né minna Fanney Rut Elínardóttir N-29
8 Missir Guðbergur Bergsson Forlagið
9 Sítrónur og saffran Kajsa Ingemarsson Mál og menning
10 Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa
Uppsafnaður metsölulisti tímabilið 01.01.10 - 09.05.10
1 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Alþingi
2 Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa
3 Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Bjartur
4 Hafmeyjan Camilla Läckberg Undirheimar
5 Stúlkan sem lék
sér að eldinum Stieg Larsson Bjartur
6 Svörtuloft Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell
7 Góða nótt, yndið mitt Dorothy Koomson JPV útgáfa
8 Nemesis Jo Nesbø Uppheimar
9 Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Ormstunga
10 Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Veröld
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Þjóleikhúskjallaranum á
mánudagskvöld kl. 21. Á efnisskrá
verður öll tónlistin af einni fræg-
ustu stórsveitaplötu allra tíma;
Consummation með Stórsveit
Thad Jones/Mel Lewis frá 1970,
en hluti hennar var einmitt hljóð-
ritaður í maímánuði það ár, fyrir
réttum fjörutíu árum. Tónlistin
er öll eftir Thad Jones (1923-86),
einn helsta meistara big band-tón-
listar síðustu áratuga. Auk lag-
anna átta af Consummation verða
flutt nokkur lykilverk af efnisskrá
stórsveitar Thad Jones og Mel
Lewis. Stjórnandi á þessum tón-
leikum verður Sigurður Flosason.
Thad Jones var trompetleik-
ari með hljómsveit Count Basie á
árunum 1954-63 og skólaðist þar í
einu stærsta og besta bandi sinnar
tíðar. Ásamt trommuleikaranum
Mel Lewis stofnaði hann árið 1965
The Thad Jones/Mel Lewis Jazz
Orchestra, en sú hljómsveit leikur
enn á hinum þekkta djassklúbbi
The Village Vanguard í New York.
Jones yfirgaf sveitina árið 1978 og
flutti til Danmerkur. Þar stjórn-
aði hann m.a. Stórsveit danska
ríkisútvarpsins og stofnaði síðar
Eclipse-stórsveitina. Eftir lát
Counts Basie árið 1984 flutti Thad
Jones aftur til Bandaríkjanna, tók
við stjórn þeirrar sveitar og starf-
aði með henni til dauðadags árið
1986. Thad Jones er almennt tal-
inn í hópi mikilvægustu tónskálda
stórsveitasögunnar og hafa tón-
smíðar hans og útsetningar haft
gríðarleg áhrif. Kraftmikil og
áleitin tónlist hans hefur oft skap-
að magnaða stemningu, ekki síst á
klúbbum. - pbb
Thad helgað-
ir tónleikar
TÓNLIST Thad Jones er helguð dagskrá á
mánudagskvöld í Leikhúskjallaranum.
Á mánudag kl. 20 flyt-
ur Sönghópurinn Hljóm-
eyki, undir stjórn Magn-
úsar Ragnarssonar,
Náttsöngva, op. 37 eftir
Sergej Rakhmanínov í
Kristskirkju, Landakoti.
Sönghópurinn Hljómeyki
flutti verkið fyrstur allra
kóra á Íslandi í árslok 2007
og nú gefst mönnum tæki-
færi til að hlýða á verkið
í annað sinn í flutningi
sönghópsins. Einsöngvar-
ar í verkinu eru: Lilja Dögg Gunn-
arsdóttir mezzósópran, Pétur Húni
Björnsson tenór og Hjálmar P. Pét-
ursson bassi.
Náttsöngvar, eða Vespers op. 37,
eru í fimmtán köflum, sungið er
á rússnesku og tekur um klukku-
tíma í flutningi. Þetta er
einstaklega hljómfag-
urt verk en um leið afar
krefjandi fyrir kórinn.
Verkið byggir á náttsöng
rétttrúnaðarkirkjunnar,
sem er blanda af kvöld-
og morgunbænum og
hefur höfundur valið úr
textunum og tónsett þá.
Náttsöngvarnir eru tald-
ir eitt merkasta tónverk
rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar og var verkið
í miklu uppáhaldi hjá tónskáldinu
sjálfu sem bað um að einn þáttur-
inn (Lofsöngur Símeons) yrði flutt-
ur við jarðarför sína.
Miðar á tónleikana eru til sölu
hjá 12 Tónum, hjá kórfélögum og
við innganginn. - pbb
Náttsöngvar í Kristskirkju
SERGEJ
RAKHMANÍNOV
Þjóðleikhúskjallarinn
Mánudag 17. maí. kl. 21:00
Aðgangseyrir er kr. 1.500
Kr 1.000 fyrir námsmenn og eldri borgara
CONSUMMATION
Thad Jones (1923-86), var
einn helsti meistari big band
tónlistar síðustu áratuga.
Stjórnandi á þessum tónleikum
verður Sigurður Flosason.
KLÚBBTÓNLEIKAR
STÓRSVEITAR
REYKJAVÍKUR
Eitt af lykilverkum stórsveitabókmenntana,
eftir Thad Jones verður flutt í heild sinni