Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 62
8 FERÐALÖG NORÐUR ÍTALÍA 05.–12.07. Como – Torino – Asti – Genúa – Cinque Terre – Mílanó Verð á mann frá 219.900,- Innifalið í verði er flug, flugvalla- skattar, gisting, ½ fæði (morgun- verður og kvöldverður), allur akstur og skoðunarferðir, sigling á Como-vatni, vínsmökkun, og íslenzk fararstjórn. Fararstjóri er Guðný Margrét Emilsdóttir. Verð miðast við gengi og forsendur 04.02. 2010 og 30 manna hóp. Leitið nánari upplýsinga og kynnið ykkur fleiri ferðir á okkar vegum á heimasíðu okkar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Sími 511 1515 www.ferdir.is outgoing@gjtravel.is Mest stelpur sem sækja staðinn Ómar Arnarson og Friðrik Arnarson á Cafe Salonen. Cafe Blasen Cafe Blasen varð tveggja ára 9. maí síðastliðinn og segir eigandi staðar- ins, Sigurður Helguson, að rekstur- inn hafi gengið mjög vel þessi tvö ár. „Mér líður stundum eins og ég sé að reka 400 manna skemmtistað,“ segir hann. „Samt er rýmið ekki mikið stærra en 40 m².“ Húsnæðið hefur hýst margs konar staði síðan þar var opnaður fyrst bar fyrir 30 árum; allt frá mótorhjólab- ar til veitingastaðar. Sigurður segir stefnuna í byrjun ekki hafa verið að opna Íslendingabar þó svo að Blasen sé einn aðalsamkomustaður Íslend- inga í Kaupmannahöfn. „Þegar maður er Íslendingur með íslenskt tengslanet smitar þetta út frá sér,“ segir Sigurður. „Það vantaði líka svona bar í Kaupmannahöfn.“ Sigurður segir Dani koma á Cafe Blasen til þess að virða fyrir sér íslenskt skemmtanalíf, en séu ekki eins þrautseigir og Íslendingarnir. „Danirnir koma kannski einu sinni í mánuði, þeir hafa ekki orku í meira. Íslendingar koma hverja helgi – báða dagana.“ Margir íslenskir tónlistar- menn hafa heiðrað staðinn með nær- veru sinni, og má þar nefna Hjalta- lín, Heru, Múgsefjun, Didda Fel og 7berg. Cafe Blasen stendur við Nörregade 6, stóra umferðargötu í hjarta Kaupmannahafnar. Cafe Salonen Cafe Salonen leggur mikið upp úr matseðlinum og er með fjölbreytt úrval lítilla, góðra rétta. „Við búum mest allt til sjálf,“ segir Friðrik Arn- arson, annar eigenda Cafe Salonen, en hann rekur staðinn ásamt bróð- ur sínum, Ómari Arnarsyni. „Annað reynum við að kaupa beint frá býlum og minni stöðum sem leggja mikið upp úr gæðum hráefnisins. Við kaupum t.d. brauðið frá litlu, ítölsku bakaríi rétt handan við hornið.“ Reksturinn hefur gengið vel og er staðurinn vinsæll. Friðrik segir kúnnahópinn vera mjög fjölbreyttan, þó svo að kvenþjóðin sé þar í meiri- hluta. „Einhverra hluta vegna eru það mest stelpur sem sækja staðinn,“ segir hann. „Það er kannski eitt- hvað við stemninguna og hollustuna á matseðlinum sem heillar.“ Friðrik segir staðinn í anda gamla Sirkuss og Kaffibarsins. Hann er opinn til 1 á nóttunni og það er mikið um lif- andi tónlist, DJ-a og trúbadora. Cafe Salonen stendur við Sankt Pedersstræde (rétt við Strikið). The Laundromat Cafe Fyrsta Laundromat-kaffihúsið opn- aði á Nörrebro í ágúst 2004 og hefur reksturinn gengið vonum framar. „Upprunalega hugmyndin var að opna stað þar sem gestir geta sest niður og fengið sér kaffibolla og bita á meðan beðið er eftir þvottinum,“ segir Friðrik Weisshappel, eigandi staðanna, sem eru nú orðnir tveir. „Við opnuðum svo annað kaffihús á Österbro 2006 sem er alveg jafn vin- ÍSLENSK K HÚSAMENN Í KAUPMANNA Stefnir á að opna þriðja kaffihúsið. Friðrik Weisshappel á Laundromat Cafe. Varð óvart að Íslendingabar Sigurður Helguson rekur Cafe Blasen á Nörregade. Íslendingar hafa löngum verið duglegir við að færa viðskipti sín út fyrir landsteinana eins og mörgum er kunnugt. Danmörk hefur verið vinsæll áningarstaður fyrir landsmenn alla tíð og hafa nokkrir þeirra fest sig þar í sessi sem kaffi húsa- og bareigendur. Fréttablaðið náði tali af þremur Íslendingum sem lifa og starfa lukkulega í Kaupmannahöfn við veitingarekstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.