Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 26
26 15. maí 2010 LAUGARDAGUR É g hafði aldrei hugs- að um Ísland áður en ég kynntist Helgu. Ég hafði heyrt þess getið en aldrei gefið mér tíma til þess að skoða það á korti. Svo þegar ég sett- ist við tölvuna og skoðaði það á Google Earth sá ég hversu virki- lega langt það var frá Indlandi, ég hafði ekki gert mér grein fyrir því,“ segir Leslie spurður um hvort hann hafi þekkt mikið til Íslands áður en hann flutti til landsins. Helga, sem hér er minnst á, er Helga Hrund Bjarnadóttir, eigin- kona Leslies í dag. Þau kynntust í Hótel- og veitingaskóla í Genf í Sviss fyrir nokkrum árum, hófu samband og nú nokkrum árum síðar býr Leslie á æskuslóðum Helgu í Staðarsveit á Snæfells- nesi. Leslie er prúðmannlegur í fasi sem er vel viðeigandi í starfi sem veitingastjóri Hótels Búða. Þar nýtir hann þá menntun sem hann aflaði sér í Genf. En þó að Leslie sé ekki nema 29 ára gamall hefur hann búið víða og menntað sig í tveimur ólíkum greinum. Fæddur í Kúveit „Ég er fæddur í Kúveit og alinn þar upp þar til Persaflóastríð- ið skall á árið 1990. Nokkrum dögum áður en það braust út var ég sendur til borgarinnar Bangal- ore í suðurhluta Indlands í heima- vistarskóla. Arabískan var orðin mér töm, ég var í arabískum skóla og lærði þess vegna siði þeirra og venjur. Faðir minn vildi að ég kynntist indverskum siðum og sendi mig þangað í skóla,“ segir Leslie sem segir það hafa verið meginorsök vistaskipta hans frek- ar en hættu á yfirvofandi átökum. Foreldrar hans höfðu ætlað að líta til hans strax eftir að hann og yngri systir hans voru send á milli landa en urðu innlyksa vegna inn- rásar Íraka inn í Kúveit. „Faðir minn var í höfuðborginni og horfði á skriðdrekana koma inn í borgina, hann gat hins vegar ekki haft samband við fjölskylduna sem vissi ekkert um ferðir hans næstu mánuðina.“ Móðir Leslies var hins vegar stödd í Tyrklandi þegar inn- rásin átti sér stað og gat ekki snúið til baka vegna stríðsins. „Þetta var henni mjög erfitt, loks gat hún slegið lán hjá ókunnugum manni og komst til Indlands. Hún heils- aði upp á mig og fór svo til Bomb- ay, þar sem hún beið föður míns í óvissu og þremur mánuðum síðar bankaði hann upp á, hafði þá eina handtösku meðferðis.“ Leslie var næstu árin í heima- vistarskóla í Bangalore og hitti for- eldra sína aðallega í fríum. Systir hans var í heimavistarskóla fyrir stúlkur í næsta nágrenni þannig að þau systkinin hittust oftar. Að skóla loknum hóf Leslie nám í þrí- víddarteiknun og grafískri hönn- un. Hann lauk BA-prófi í þeim fræðum og hóf strax rekstur fyr- irtækis í grafískri hönnun. „Ég rak það fyrirtæki í nokkur ár en það sameinaðist svo öðru tölvu- fyrirtæki. Ég var orðinn frekar leiður á tölvum á þessum tíma og ákvað að prófa veitingahúsarekst- ur. Keypti stað í Bangalore sem ég rak í félagi við vin minn sem sá um eldhúsið,“ segir Leslie sem er alinn upp við fyrirtækjarekstur. Fjölskylda hans á fiskveiðiskip og verksmiðjur í borginni Mangalore, höfuðborg samnefnds héraðs í suð- vesturhluta Indlands, og í Kúveit en faðir hans sneri þangað aftur að loknu Persaflóastríðinu. Mörg tungumál við matarborðið Menningaráhrifin eru því marg- vísleg og segir Leslie oft skraut- legt þegar fjölskyldan hittist. „Við endum yfirleitt á því að tala þrjú til fjögur tungumál. Móðir mín talar konkani, faðir minn telugu [hvort tveggja opinber mál á Ind- landi], arabíska er okkur öllum töm og svo enska, þannig að við endum yfirleitt í mörgum tungu- málum.“ Veitingahúsareksturinn í Bangalore gekk vel en þegar félagi Leslies flutti til Ástralíu ákvað hann að mennta sig í veitinga- rekstri og leigði út rekstur staðar- ins á meðan. „Planið var alltaf að fara aftur heim og taka upp þráð- inn og reyndar langaði mig til að stækka veitingastaðinn.“ Þegar Leslie sneri aftur var reyndar komið babb í bátinn. „Sá sem ég leigði staðinn eyðilagði reksturinn og ég hafði ekki leng- ur áhuga á þessum veitingastað. Þá lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem ég vann á lúxushóteli.“ En þar langaði Leslie ekki til að setjast að enda var málum svo komið að íslensk kona átti hug hans og hjarta, áðurnefnd Helga. „Þegar við byrjuðum að hittast átti sambandið ekki endilega að vera til frambúðar. Það hélt svo áfram og við sáum að ef við ætluðum að láta á það reyna fyrir alvöru yrði það að vera núna,“ segir Les- lie sem flutti til Íslands í ársbyrj- un 2009. „Fyrstu tveir mánuðirn- ir voru erfiðir, það var ekkert að gerast hjá mér. En svo fengum við þetta tækifæri með Hótel Búðir, fjölskylda Helgu ákvað að leigja reksturinn og við tókum verkið að okkur.“ Leslie er veitingastjóri hót- elsins en Helga hótelstjóri. Barist um landið á Indlandi Leslie þekkti Snæfellsnesið, hafði unnið á Hellnum sumarið 2007. „Fyrsta sinn sem ég kom til Íslands varð ég heillaður af þessu svæði,“ segir Leslie sem er vanur öllu meiri mannmergð á sínum heima- slóðum en þekkist á Íslandi, hvað þá í íslenskri sveit. „Fyrst þegar ég kom hingað þá fannst mér víðáttan ævintýraleg. Ég hugsaði með mér að það væri gott að geta tekið eitt- hvað af þessu landi og flutt til Ind- lands. Þar er land gríðarlega verð- mætt og barist um minnstu skika. Það er fólk alls staðar á Indlandi, jafnvel þar sem manni dytti ekki í hug að það væri,“ segir Leslie sem segir þrengslin hafa aukist mikið undanfarin ár, hann sjái hreinlega muninn undanfarin ár. „Ég gæti til dæmis ekki búið í Bombay, þar er of mikið af fólki.“ Andstæðurnar eru því miklar og eins og gefur að skilja saknar Leslie margs á Indlandi, fjölskyldu, vina, lífs og fjörs á hverju horni. „En mér þykir gott að vera hér, fjölskyldan hennar Helgu hefur líka tekið mér frábærlega. Maturinn hérna er mjög góður og svo elska ég íslenska vegi, hér er hægt að aka heillengi án þess að mæta bíl.“ Fram undan er mesti annatím- inn í hótelrekstri á Íslandi, sum- arið. Þá verður Leslie líka faðir í fyrsta sinn, en þau Helga eiga von á frumburðinum í júlí. „Fjölskyldan mín kemur svo í heimsókn í haust en þau hafa ekki komið til Íslands,“ segir Leslie sem er spenntur að sýna þeim heimkynnin á Íslandi og litla barnið. „Svo er stefnan tekin á Indland síðar, okkur langar líka að prófa að búa þar.“ Ævintýraleg víðátta á Íslandi Þegar Leslie Steven Dchuna kom til Íslands í fyrsta sinn heillaði mannlaus víðáttan hann enda mikil andstæða við heimahaga hans á Indlandi. Leslie, sem býr og starfar á Snæfellsnesi, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur hvernig því háttaði til að hann settist að á Íslandi eftir nám í Sviss og störf í Bandaríkjunum og í föðurlandinu Indlandi. LESLIE STEVEN DCHUNA Fluttist til Íslands fyrir ári og kann vel við sig á Snæfellsnesi en hann er veitingastjóri á Hótel Búðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Þau Leslie og Helga kona hans giftu sig á Indlandi enda kom ekkert annað til greina en að halda brúðkaupið þar. „Fjölskyldur okkar urðu að hittast, þær höfðu bara átt samskipti í gegnum Netið fram að því,“ segir Leslie sem segir fjölskyldu og vini Helgu hafa tekið vel í uppátækið, 38 Íslendingar fylgdu brúðinni til Indlands. Raunar búa svo margir úr fjölskyldu Helgu í Staðarsveit að þorrablóti sveitunganna var frestað, haldið í lok þorra í stað byrjunar eins og venja er. Brúðkaupið, sem haldið var í Mangalore-héraði, stóð yfir í þrjá daga og var að indverskum hætti. Þann fyrsta var fylgt hefðum svæð- isins, sem er fiskimannasamfélag á vesturströnd Indlands, en faðir Leslies er ættaður þaðan. Þá er brúðurin böðuð í kókoshnetusafa, sem á hefð- inni samkvæmt að búa hana undir að eignast fjölskyldu. Annan daginn dvöldu gestir í húsi fjölskyldu Leslies í sveitinni í góðu yfirlæti. Helga, vinkon- ur hennar, sem voru brúðarmeyjar, og aðrar konur sem vildu, voru skreyttar á handleggjum samkvæmt indverskum venjum. Þriðja daginn voru þau svo gefin saman í kirkju og þá var haldin veisla að athöfn lokinni. Þorrablót frestaðist vegna brúðkaups á Indlandi LITSKRÚÐUG VEISLA Til vinstri má sjá brúðina Helgu í handa- skreytingu daginn fyrir brúðkaupið. Á myndinni fyrir ofan gefur að líta Leslie með Helgu og vinkonum hennar sem voru brúðarmeyj- ar í brúðkaupinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.