Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 2
2 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR BORGARMÁL „Ég geri það á morg- un eða hinn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í gær, spurður hvenær hann hyggst gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem gáfu honum styrki fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 2006. „Ég hef bara ekki gefið mér tíma í þetta ennþá. Það hefur verið nóg að gera,“ segir Gísli Marteinn. Í byrjun maí sagði Gísli Mart- einn í viðtali við DV að hann myndi birta nöfnin einhvern tímann fyrir kosningar. Nú eru aðeins fáeinir dagar þar til borg- arstjórnarkosningar verða haldn- ar, en Gísli Marteinn segist engar áhyggjur hafa af því að þess- ar upplýsingar geti haft áhrif á útkomu þeirra. „Nei, nei. Þetta er ekki neitt neitt. Ég er þegar búinn að gefa upp helminginn af þessu og þetta eru svo litlar upphæðir hjá mér. Hæsti styrkurinn hjá mér er milljón.“ Hann segist ætla að setja upp- lýsingarnar á heimasíðu sína, lík- lega í dag eða á morgun. - gb Gísli Marteinn segist ætla að gefa upp styrkveitendur sína í dag eða á morgun: Hefur ekki gefið sér tíma enn GÍSLI MARTEINN BALDURSSON „Þetta er ekki neitt neitt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ELDGOS „Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðv- ast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassa- felli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. Bær Heiðu og eiginmanns hennar, Páls Magnúsar Pálsson- ar bónda, hefur á undanförn- um vikum orðið illa úti í ösku- fallinu. Um helgina steig hins vegar aðeins gufustrókur upp frá Eyjafjallajökli. „Það er hellings aska á öllum túnum hjá okkur, um 5-6 senti- metra þykkt lag, en þar sem gras- ið er orðið hátt virkar allt grænt og fínt úr fjarlægð. Við slógum blettinn hjá okkur í gær og þá sá maður hvað er í raun mikil aska á túnunum og allt gisið. En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvaða áhrif það hefur,“ segir Heiða og bætir við að þetta hafi þó engin áhrif á hin venjubundnu vorverk. „Við ákváðum að halda okkar striki, bera á öll túnin eins og venjulega. Hugsanleg goslok virka auðvitað eins og vítamín- sprauta í verkin.“ Heiða hitti aðra bændur í nágrenninu um helgina og segir alla komna út með kálfana og það hjálpi að veðrið hafi verið gott. „Það hefur verið skýjað og stillt, þannig að askan fýkur ekki. Um leið og þornar og fer að fjúka verður þetta hins vegar erfiðara. Það var allt hreinsað um daginn en síðan þá hefur aska fallið öðru hverju og því umhverfið komið í svipað far. Slökkviliðið kom í fyrradag og hreinsaði öll hús og af stéttum en ef þetta er búið er ekkert að gera nema taka hraust- lega til hendinni aftur.“ Íbúafundi, sem vera átti á Hvolsvelli í dag, hefur verið frestað vegna hugsanlegra gosloka en á fundinum átti að fara yfir stöðu mála vegna eldgossins. „Við ætlum að sjá hvað er að gerast, bíða í nokkra daga meðan málin þróast til að ákveða nán- ari tímasetningu á fundinum og hvaða aðgerða er þörf,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra. „Ef gosinu er lokið þarf samhent átak í uppbyggingu og hljóðið í mönnum er jákvætt. Við höfum verið á ferðinni í dag og brúnin á til dæmis ferða- mannastöðunum er léttari. Menn bíða bara eftir ferðamönnunum sínum.“ juliam@frettabladid.is Kýrnar ánægðar að komast út í sumarið Mikil bjartsýni ríkir meðal bænda á bæjum undir Eyjafjallajökli þar sem menn vona að gosið sé á lokasnúningi. Þó er ljóst að mikið hreinsunarstarf er fram undan og fimm til sex sentimetra þykkt lag af ösku er víða á túnum. FRELSINU FEGNAR Kýrnar á bænum Hvassafelli voru kátar að vera komnar út í íslenska sumarið í gær. Aska er á túnum en vorverkin hafa sinn gang. MYND/ÚR EINKASAFNI ELDGOS „Ennþá er ekki alveg ljóst hvort kvikuað- streymið hafi núna haldið áfram að neðan, og fjall- ið þá þanist út, og það er það sem skiptir sköpum í því hvort framhald verður á þessari sögu eða ekki. Slíkt kemur ekki í ljós fyrr en næstu daga, og það gætið tekið viku og upp í tíu daga að afskrifa þessa atburðarás,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðing- ur. Páll segir gosið vera framhaldssögu í mörgum köflum og þótt þetta séu lokin á einum kafla, sé enn spurning hvort þessi kafli sé í miðjunni, byrjun, eða endi þessarar gossögu í Eyjafjallajökli. „Fyrsti kaflinn var árið 1944 með fyrsta atburð- inum í þessari sögu, kvikuinnskoti í rótum eldstöðv- arinnar, og kaflarnir gengu svona koll af kolli, og eru komnir út í þetta gos núna. Ferlið er það hægt núna að það mun ekkert mælast fyrr en eftir dálít- inn tíma. Ef aðstreymið er hætt er sögunni lokið en ef það er ekki hætt þá eru þetta lokin á þessum kafla en fleiri kafla að vænta. Þegar gosið á Fimm- vörðuhálsi hætti voru sams konar tímamót, þar sem jarðfræðingur voru að bíða eftir því að geta geng- ið úr skugga um að að kvikuaðstreymi væri hætt samkvæmt mælingum. Og þá varð eldgosið á undan mælunum. Þannig er of snemmt að afskrifa þessa atburðarás, hún gæti verið í fullum gangi ennþá.“ - jma Ekkert hægt að segja um hugsanleg goslok fyrr en eftir viku til tíu daga: Mælingar segja ekkert strax FRAMHALDSSAGA Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að slá því föstu strax að kaflinn, sem nú er að ljúka, sé sá síðasti í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Ösku- lag er á túnum á bæjum undir Eyjafjallajökli, en þar sem grasið er orðið hátt virkar allt grænt og fínt úr fjarlægð. 5-6cm MÓTMÆLA NIÐURSKURÐI Starfsfólk flugfélagsins hótar frekari aðgerðum. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Áhafnir flugvéla breska flugfélagsins British Air- ways hófu í gær fimm daga verk- fall. Aðgerðirnar urðu til þess að hætta þurfti við nærri helm- ing flugferða félagsins til og frá Heathrow-flugvelli í London. Áhafnirnar eru að mótmæla niður skurði í rekstri félagsins, sem hefur verið rekið með tapi. Þessar truflanir á flugi koma í kjölfarið á flugröskunum vegna ösku frá eld- gosinu í Eyjafjallajökli, auk þess sem áhafnirnar efndu til sjö daga verkfalls í mars. - gb Verkfall hjá British Airways: Frekari röskun á bresku flugi „Andri, ertu þá í drauma- landinu?“ „Reyndar var ég í Flatey með 32 börnum þannig að ég er kannski miklu frekar á Bláa hnettinum.“ Andri Snær Magnason er einn af viðmæl- endum heimildarmyndarinnar Inside Job sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Aðrir viðmælendur eru stór nöfn, svo sem Matt Damon og Eliot Spitzer, fyrrverandi borgarstjóri New York. SJÁVARÚTVEGUR 110 kílóa þung og 204 sentimetra löng stórlúða veiddist á sjóstöng við Ísafjarðar- djúp fyrir helgina. Aðeins einu sinni áður hefur stærri lúða veiðst með þessum hætti hér á landi. Það var 68 ára gamall Þjóð- verji, Gerd Marteinsen, sem veiddi lúðuna á föstudag. Það tók um eina og hálfa klukkustund að veiða lúðuna og koma henni upp í bát. Marteinsen var á bátnum Bobby 12 sem er gerður út af sjó- stangaveiðifyrirtækinu Hvíldar- kletti frá Flateyri. Fyrirtækið gerir út 22 báta frá Suðureyri og Flateyri. - þeb Sjóstangveiðin farin á fullt: Veiddi tveggja metra stórlúðu GERD MARTEINSEN MEÐ LÚÐUNA Það tók um eina og hálfa klukkustund að veiða þessa stórlúðu, sem er 204 senti- metrar á lengd og 110 kíló. MYND/RÓBERT SCHMIDT IÐNAÐUR Stuðningur við nýsköp- un á Íslandi verður kynntur á fundi á Grand hóteli á morgun. Tilgangur fundarins er að veita yfirsýn og skapa umræðu um stuðningskerfi nýsköpunar á Íslandi. Á fundinum munu tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja miðla af sinni reynslu af styrkjamöguleikum, frumkvöðlasetrum og annarri þjónustu. Þá munu á annan tug stuðn- ingsaðila við nýsköpun kynna sína þjónustu. - þeb Evrópsk fyrirtækjavika: Kynna stuðning við nýsköpun Þung umferð Þung umferð var í höfuðborgina í gærkvöldi, eftir fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var bíll við bíl frá hringtorginu á Selfossi og langleiðina til Reykja- víkur. Umferðin fór að aukast um klukkan tvö í gær og þyngdist eftir því sem á leið. SAMGÖNGUR PÓLLAND, AP Um það bil hundrað þúsund af íbúum Varsjár, höfuð- borgar Póllands, gætu orðið fyrir því að það flæði inn á heimili þeirra úr ánni Vistula, sem hefur vaxið mjög vegna úrhellis undan- farna daga. Hanna Gronkiewicz borgar- stjóri segir að fólkið gæti þurft að yfirgefa heimili sín í hvelli ef ástandið versnar. Nærri fimmtán manns hafa látið lífið í flóðum í Póllandi und- anfarið. Áin Vistula hafði í gær- kvöldi þegar flætt yfir bakkana á einum stað, en olli þó litlum skemmdum. - gb Flóðin hrella Pólverja: Íbúar Varsjár í hættu staddir SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.