Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 40
 25. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● eurovision Karl Ágúst Ipsen fer ásamt þremur vinum sínum til Noregs og ætlar á báðar for- keppnirnar, aðalkeppnina og kannski generalprufuna. „Við eigum miða á generalprufuna af því við fengum ekki miða á aðalkeppnina strax. Við ætlum líklega að sleppa því að fara á hana fyrst við fengum miða á aðalkeppnina,“ segir Karl Ágúst Ipsen, starfsmaður í flugrekstrardeild Air Atlanta, en það seldist upp á aðalkeppnina á tuttugu mínútum. Hópurinn datt í lukkupott- inn þegar hundrað aukamiðar á aðalkeppnina fóru í sölu um daginn. „Við sáum það tilkynnt á Facebook og flýttum okkur að kaupa miða. Við verðum á gólfinu, frekar aftarlega í ágætis sætum samt.“ Karl Ágúst segir að hópurinn hafi gert með sér samning þegar keppnin var í Finnlandi. Samningurinn hljóðaði upp á það að næst þegar keppnin yrði haldin í Skandinavíu myndu þau fara. „Við stöndum við gerða samninga. Þannig að þegar Alexander vann þá keyptum við flug- miða til Ósló strax,“ útskýrir Karl Ágúst sem vill meina að þetta sé hálfgerð pílagrímsferð. „Við höfum ekki farið áður á Eurovision.“ Aðspurður segir Karl Ágúst hópinn hafa verið mikla aðdáendur Eurovision. „En það hefur svo- lítið dofnað með árunum eins og gerist,“ upplýs- ir Karl Ágúst og bætir við að sér finnist gæðum keppninnar hafa hrakað. „Þetta eru orðin svo rosalega mörg lönd. Þetta er oft orðið svo keim- líkt, eins og í ár eru bara ballöður. Það er mikið hermt eftir árinu á undan. Það er allt Jóhönnu Guðrúnu að kenna að núna er svona mikið af ballöðum,“ segir hann glettinn. Karli Ágústi finnst lag Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, ágætt en segir erfitt að spá fyrir um hvaða þjóð vinni keppnina í ár. „Þetta er svo ótrúlega jafnt. Ég hugsa að það gæti verið Aserbaíd- sjan sem vinnur. Hún er búin að fara í svo mikla auglýsingaherferð. Hún ætlar að vinna.“ - mmf Pöntuðu flugmiðana í fyrra Karl Ágúst segir hópinn hafa ákveðið að fara á Eurovision eftir að keppnin var haldin í Finnlandi, árið eftir að Lordi vann. ● ABBA HEIM Í STOFU Á heimasíðu breska ríkisútvarpsins BBC er hægt að nálgast plaköt til útprentunar af helstu goðsögnum Eurovision- söngvakeppninnar, eins og ABBA, Cliff Richard, Lulu, Johnny Logan og Katrina and the Waves, svo fáar séu nefndar. Myndirnar eru tilvaldar til skreytinga á híbýlum fyrir Eurovision-partí og setur enn meiri glamúr og gleði á heimkynnin. Þá er stemning að skella uppáhaldsgoðinu sínu í fal- legan ramma og tylla á skrifborðið til upphitunar fyrir stóra daginn. Sjá www.bbc.co.uk/eurovision/party/icons_shrine.shtml ●EUROVISION-ÞJÓFUR? Norðmenn stóðu uppi sem sigurvegarar í síðustu Eurovision-keppni, en þar áður unnu þeir árið 1995 með laginu Nocturne sem flutt var af dúettnum Secret Garden. Annar hluti dúetts- ins, Rolf Løvland, er höfundur slagarans You Raise Me Up sem hefur verið flutt af fjölda fólks og kom meðal annars hjartaknúsaranum Josh Groban á kortið í tónlistarheiminum. Eins og margir muna höfðaði lagahöfundurinn Jóhann Helgason mál á hendur Løvland árið 2007 fyrir meintan lagastuld, en honum þótti You Raise Me Up minna ískyggilega á lagið Söknuð sem Jóhann samdi og Vilhjálmur Vil- hjálmsson heitinn söng á sinni síðustu breiðskífu. Upp úr kafinu kom að Løvland hefði dvalið langdvölum á Íslandi og þóttist Jóhann viss um að Norðmaðurinn hefði hreinlega stolið laginu. Ekkert hefur enn heyrst af afdrifum málsins, en margir telja lögin tvö skuggalega lík. Jóhann Helgason ●SANDRA KIM SIGRAR ICY Hin brosmilda Sandra Kim kom sá og sigraði fyrsta árið sem Ísland tók þátt í söngva- keppni sjónvarpsstöðva með lagið Gleðibankann árið 1986. Sandra var einungis 13 ára þegar hún tók þátt fyrir hönd Belgíu og söng lagið J´aime la vie. Hún er yngsti flytjandi sem farið hefur með sigur af hólmi í sögu keppninnar. John Kennedy O’Connor, höfundur bókarinnark The Eurovision Song Contest – The Official History, sem kom út árið 2007, segir að í texta lagsins segist Sandra Kim vera 15 ára en eftir að í ljós kom að hún var einungis 13 ára hafi tilraun verið gerð til að fá lagið dæmt úr keppni. Lítið hefur farið fyrir söngferli Söndru síðustu ár en nýlega hefur hún gefið út yfirlýsingar á Netinu um að hún hugi á endurkomu. Þá komi hin sanna söngkona í ljós en hún hafi ekki verið tekin alvarlega sem lista- maður gegnum árin. Kemur út miðvikudaginn 26. maí Sérblað um tjöld og útilegubúnað Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 „Við erum öll búin að fjárfesta í fánum og verðum með einn stóran fána líka,“ segir Karl Ágúst sem fer ásamt Guð- rúnu Jónu Sigurðardóttur og tveimur öðrum vinum til Óslóar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AbbaCliff Richard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.