Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 12
12 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Mikil endurnýjun er fyrirsjáanleg í bæjarstjórn Ísafjarðar að loknum kosningum Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is Ljóst er að nýr bæjarstjóri tekur við í Ísafjarðarbæ eftir kosningar. Nýtt fram- boð Kammónistalistans setur svip sinn á lokasprett baráttunnar. Helsta deilu- mál undanfarinna ára, framtíð sorphirðumála, bíður ákvörðunar næstu bæjarstjórnar. Fjórir listar eru í framboði í Ísa- fjarðarbæ, þeir þrír sem mann eiga í bæjarstjórn og hinn ný Kammón- istalisti. Meirihlutinn á Ísafirði er skipaður fjórum sjálfstæðismönn- um og einum fulltrúa Framsókn- arflokks. Þessir tveir flokkar hafa haldið um stjórnartaumana á Ísa- firði undanfarin tólf ár og hefur Halldór Halldórsson verið bæjar- stjóri allan þann tíma. Hann er hins vegar að hætta og raunar eru þrír af fjórum efstu fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins nýir á lista. Það liggur því fyrir að nýr maður sest í stól bæjarstjóra en miðað við könnun Fréttablaðsins er allsendis óvíst að það verði efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks, Eiríkur Finnur Greipsson. Könnunin sýndi mikið fylgistap Sjálfstæðisflokks en fylgi- saukningu Í-listans sem er sameig- inlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, frjálslyndra og óháðra. Ofmat á fylgi Í-listans í skoðana- könnun stuttu fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum gerir það hins vegar að verkum að bæði Í-listi og Sjálfstæðisflokkur taka niðurstöð- um hennar með fyrirvara. Sigurður Pétursson er leiðtogi Í-listans rétt eins og fyrir fjórum árum en auk hans eru á listanum tveir sitjandi bæjarfulltrúar og einn nýr liðsmaður, ef miðað er við efstu fjögur sætin. Oddviti Framsóknar- manna er hins vegar nýr, Albert- ína Elíasdóttir leiðir listann en hún hefur ekki setið í bæjarstjórn. Kammónistar óskrifað blað Óvæntasta útspilið í framboðsmál- um Ísafjarðarbæjar er framboð Kammónistalistans sem skipað er ungu fólki, sem flestir eru nem- endur í Menntaskóla Ísafjarðar. Þeir sem að framboðinu standa feta ekki ótroðna slóð, árið 1996 bauð Fönklistinn fram á Ísafirði en hann átti einmitt rætur sínar að rekja til menntaskólans. Aðalsprauturnar í Kammónistalistanum eru vinir og félagar sem ákváðu að kýla á fram- boð skömmu áður en framboðsfrest- ur rann út. Vegna vinatengsla fram- bjóðenda flokksins við Gunnar Atla Gunnarsson, formanns Félags ungra sjálfstæðismanna á Ísafirði, komst í hámæli í síðustu viku að framboð- ið væri í raun frá sjálfstæðismönn- um runnið og ætlað að ná í óánægða sjálfstæðismenn eða annað óánægju- fylgi. Bæði frambjóðendur og sjálf- stæðismenn sóru þetta af sér. Íbúar munu svo sumir ekki hafa verið viss- ir um hvort framboðið væri grín eða alvara en aðstandendur segja fram- boðið vera í fullri alvöru. Það kemur svo í ljós á laugardag hvort leikur Fönklistans verður endurtekinn, en hann náði tveimur mönnum í bæjarstjórn. Atvinnumálin mikilvæg Hver eru svo stóru málin í Ísafjarð- arbæ, bæjarfélagi sem varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfé- laga? Íbúar hafa áhyggjur af fólks- fækkun, en fækkað hefur um 300 íbúa á undangengnu kjörtímabili, íbúar eru nú um 3.800. Þegar forsvarsmenn eru spurðir um áherslumál eru atvinnumál alls staðar ofarlega á blaði, enda sé næg atvinna forsenda fyrir blómlegri byggð. Ísafjarðarbær hefur hins vegar ekki úr miklu að spila, bæj- arfélagið er skuldum vafið, hefur mátt glíma við afleiðingar hrunsins og fall krónunnar. Á síðasta ári nam tap bæjarsjóðs 400 milljónum, tæp- lega 900 árið á undan. Grípa þurfti til niðurskurðarhnífsins á síðasta ári og voru laun lækkuð og stöðu- gildum fækkað. Núverandi minni- hluti Í-listans vann með meirihlut- anum að sparnaðaraðgerðunum. Staðan er þó ekki svo slæm að frambjóðendur telji að skuldirnar sligi sveitarfélagið. Þær geri það hins vegar að verkum að aðhalds- semi sé þörf í rekstri. Stórtæk lof- orð eru ekki á dagskránni hjá fram- bjóðendum, þeir vilja standa vörð um þjónustu til íbúa og hafa augun opin í að grípa ný tækifæri. Helsta ágreiningsefni undanfarinna ára hefur verið framtíðarskipulag sorphirðu í bæjarfélaginu. Í-list- inn hefur viljað endurnýja Funa, sorphirðu bæjarins sem er í Sku- tulsfirði. Meirihlutinn hefur verið að skoða möguleika á urðunarstað annars staðar eða jafnvel að aka sorpi til Reykjavíkur. Afráðið var að setja þessi mál í útboð en það verður næstu bæjarstjórnar að taka um þau endanlega ákvörðun. „Þau meginatriði sem við leggjum áherslu á eru umhverfismál, samfélagsmál, atvinnumál og stjórnun sveitarfélagsins,“ segir Albertína Elíasdóttir oddviti framsóknarmanna. „Atvinnumálin eru mikilvæg en það sem okkur vantar hér er fjölbreyttari atvinna. Við viljum því leggja áherslu á að búa fyrirtækjum gott rekstrarumhverfi. Raforkumál eru annað mál sem við setjum á oddinn, við viljum bætt raforkuöryggi en hér er rafmagnsleysi öðru hvoru með miklu tapi. Við viljum að sérstaklega verði hugað að varðveislu gamalla húsa. Einnig viljum við huga að umhverfismálum. Það er brýnt að umgangast umhverfið af virðingu án þess þó að það sé verið að takmarka atvinnu- möguleika.“ Atvinnulífið er mikilvægt Endurnýjun í Ísafjarðarbæ „Við höfum lagt áherslu á ráðdeild og sparsemi, það má segja að við viljum ekki gefa nein loforð sem kosta pening,“ segir Eiríkur Finnur Greipsson oddviti sjálfstæð- ismanna. „Við höfum líka mikinn áhuga á atvinnuupp- byggingu og höfum til að mynda áhuga á því að hér verði byggð upp sportbátamiðstöð, við viljum mótívera fólk og gefa því tækifæri og ýta þannig undir verðmæta- sköpun. Við stefnum á uppbyggingu hjúkrunarheimilis og ætlum að standa vel að því þegar við Vestfirðingar tökum við Svæðisskrifstofu fatlaðra. Staða bæjarfélags- ins er allþokkaleg þó að það sé skuldsett. Við fórum í niðurskurð og síðan 2007 höfum við fækkað störfum auk þess að lækka laun.“ Leggjum áherslu á ráðdeild og sparsemi „Við erum fyrst og fremst með hugann við það að við- halda þjónustu bæjarfélagsins í leikskóla og skólamál- um og í þjónustu við eldri borgara. Við viljum koma upp hjúkrunarheimili og taka við þjónustu við fatlaða með myndarlegum hætti. Á bak við þetta er varnarbarátta í íbúamálum, þar þarf að standa fast á málum, hvort sem er í samgöngu- eða sjávarútvegsmálum. Við stöndum heils hugar á bak við þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til í þeim efnum,“ segir Sigurður Pétursson oddviti Í-listans. „Ég hef oft sagt það að nú sé kominn tími hinna smáu verka. Verk sem kosta ekki mikið eins og viðhald á eignum. Ferðaþjónusta hefur verið að aukast og í henni hljóta að felast tækifæri.“ Mikilvægt að viðhalda þjónustunni „Við viljum stuðla að því að byggt verði hjúkrunarheim- ili, hjólaskýli í miðbæ Ísafjarðar og að Holtahverfið verði vistgata. Við viljum að sláturhúsið á Þingeyri verði endurreist,“ segir Stígur Berg Sophusson oddviti Kammónistaflokksins. „Til að spara fé fyrir bæjarfélagið viljum við lækka hitakostnað húsnæðis hans með því að lækka hitann í húsnæði hans, við viljum líka hafa sjaldnar kveikt á ljósastaurum í sparnaðarskyni. Við erum sammála Í-listanum í því að við viljum lækka laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa meira en gert hefur verið, þann pening sem sparast væri hægt að setja í framkvæmdir.Við viljum líka að Ísafjarðarbær veði sportbátamiðstöð Íslands.“ Vilja hjólaskýli og hjúkrunarheimili FRÁ ÍSAFIRÐI Kosningabaráttan fór rólega af stað á Ísafirði. Stórtæk loforð eru ekki dagskrá frambjóðenda sem vilja standa vörð um þjónustu til íbúa. Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskipta vinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@ borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.