Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2010 15 Samkvæmt reglugerð um starf-semi lífeyrissjóða frá 1998 þarf árleg raunávöxtun þeirra að vera í það minnsta 3,5% og er sú tala notuð sem mat við núvirðingu líf- eyris. Þetta viðmið var e.t.v. ekki óraunhæft á þeim tíma; ávöxtun- arkrafa ríkistryggðra bréfa hér á landi var töluvert hærri og um 2/3 hlutar lífeyrissjóða var í verð- bréfum með föstum tekjum. Þó fólst í þeirri einslitnu fjárfesting- arstefnu lítil áhættudreifing sem gerði ekki ráð fyrir afföllum að slíkum skuldabréfum, sem í dag eru ekki óhugsandi. Þessi ávöxt- unarkrafa til fjárfestinga gengur hins vegar ekki upp. Eðlileg raunávöxtun hlutabréfa helst í hendur við hagvöxt. Sé hún til lengri tíma hærri verður ávöxt- unin að endanum hærri en verg þjóðarframleiðsla. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var meðal- tal hagvaxtar 3,1% síðasta áratug, en sé miðað við magnbreytingu á mann er sú tala aðeins 1,6%. Árleg ávöxtun lífeyrissjóða frá árinu 1999 til 2008 var um 3,0%. Miðað við hagvöxt á sama tímabili var sú ávöxtun þolanleg, en hálfu prósenti undir 3,5% viðmiðunar- mörkunum. Í upphafi þess tíma- bils var auk þess miklu hærri ávöxtunarkrafa á ríkistryggðum verðbréfum, það þótti tíðindum sætta þegar að krafan fór niður fyrir 5% múrinn árið 2003. Raunávöxtun skuldabréfa er almennt lægri en hjá hlutabréf- um. Ávöxtunarkrafa Íbúðabréfa í dag er í flestum flokkum í kring- um 3,7%. Miðað við 0,2% rekst- arkostnað sjóða sem hlutfall af eigum og eðlilegum viðskipta- kostnaði og öðrum gjöldum geta lífeyrissjóðir nú þegar ekki reitt sig á slík kaup, ávöxtunin færi niður fyrir 3,5%. Sjóðsstjórar þeirra geta því vart undir núver- andi kringumstæðum fjárfest í slíkum bréfum á núverandi kjör- um. Því þarf að lækka þessa ávöxt- unarkröfu á núvirðingu lífeyris. Slæmu fréttirnar eru að það leið- ir óhjákvæmilega til enn frekari skerðingar á lífeyri landsmanna. Á móti kemur að það veitir sjóðs- stjórum lífeyrissjóða rými til að fjárfesta í Íbúðabréfum með lægri ávöxtunarkröfu. Slíkt veitir rými til lækkunar raunvaxta, sem í dag eru óraunhæfir. Efnahagsmál Már Wolfgang Mixa hagfræðingur Því þarf að lækka þessa ávöxtunar- kröfu á núvirðingu lífeyris. Slæmu fréttirnar eru að það leiðir óhjá- kvæmilega til enn frekari skerðingar á lífeyri landsmanna. Óraunhæfir raunvextir Mætum öll - Ekkert um okkur án okkar Fundur um velferð fatlaðra Nú í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna óma loforð stjórnmálaflokka um stræti og torg: „Eitt samfélag fyrir alla“, enginn „svangur og án húsaskjóls“, allir eiga að hafa „sómasamlegt lífsviðurværi“ og staðinn verður vörður um „góða grunnþjónustu“. Hvað felst í þessum loforðum? Öryrkjabandalag Íslands heldur opinn fund um velferð fatlaðra þriðjudaginn 25. maí kl. 16-19 á Hilton Reykjavík. Fulltrúar í framboðum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu svara spurningum um áherslur þeirra og forgangsröðun í málefnum fatlaðra. Táknmálstúlkar verða á staðnum og tónmöskvakerfi. Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is HVERJU LOFA FLOKKARNIR? KREPPU LOFORÐIN Einu sinni þegar ég tók þátt í kosningu til stjórnar hjá fjöl- mennri hreyfingu, búin að merkja við þá sem ég treysti, en vantaði eitt nafn, fékk ég vægt valkvíða- kast. Átti erfitt með að velja milli tveggja einstaklinga. Stúlka sem var að safna saman atkvæðaseðl- unum stóð við borðið og beið eftir seðlinum frá mér. Annar þessara manna hafði sýnt fálæti í umræðu sem mér fannst skipta máli, svo ég afréð að kjósa hinn. Þeir kæm- ust hvort sem er báðir í stjórnina. Sú varð ekki raunin. Sá sem ég valdi síðastan komst í stjórnina, en var neðstur á listanum. Fyrsti varamaður var hinn sem ég ákvað að kjósa ekki, og það munaði einu atkvæði á þeim! Þetta var góð lexía og gagnleg. Það er ekki kosningafrasi að hvert atkvæði skipti máli. Ábyrgð kjósenda Allt bendir til þess að þátttaka í sveitarstjórnarkosningunum um næstu helgi geti orðið í sögulegu lágmarki. Stjórnmál og stjórn- málamenn eru ekki eftirlætis- umræðuefni almennings þessa dagana, en beri það á góma, er áherslan helst á því sem fólk er mótfallið, bæði í eigin stjórnmála- flokki og annarra. Sólin er nú mætt og sumargleðin allsráðandi, grínið komið í framboð og kemur best út í skoðanakönnunum. Grín auðgar lífið og gerir það skemmti- legra, en það er ekki lífið sjálft. Spyrja má: Sýnum við kjósend- ur sömu ábyrgð og við köllum eftir hjá frambjóðendum? Hvernig eru frambjóðendur valdir í dag? Er lögð áhersla á að í sveitarstjórnum og á alþingi sitji fólk sem ber skynbragð á og hefur reynslu af viðskiptalífi, menn- ingarmálum, heilbrigðismálum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði í víðasta skilningi, utanríkismálum, skólamálum, íþróttum, skipulags- málum og húsbyggingum eða sam- göngumálum? Varla. Frambjóðendur eru yfirleitt valdir með prófkjörum, og þá skiptir mestu að vera þekktur. Fjölmiðlafólk sem missir vinnuna eða vill skipta um starf, fær yfir- leitt örugg sæti ef það gefur kost á sér. Það tíðkast ekki lengur hjá stjórnmálaflokkum, að því er virð- ist, að leita uppi fólk með reynslu og þekkingu sem gagnast í stjórn- málum, reyna að fá það til að bjóða sig fram og afla því síðan stuðn- ings. Virtasti og vinsælasti ráð- herra sitjandi ríkisstjórnar, Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mann- réttindaráðherra er lýsandi dæmi um hverju slík vinnubrögð geta skilað. Margt fólk, sem gæti aukið veg og virðingu sveitarstjórna og alþingis með störfum sínum og framkomu, fengist ekki í það leik- rit sem prófkjörsbarátta stundum er. Því miður. Einsleitur hópur, þar sem flestir eru á svipuðum aldri, endurspegl- ar naumast samfélagið og hefur ekki skilyrði til að skilja eigin tak- markanir. En það er semsagt ekki við hópinn að sakast, heldur okkur, sem kjósum hann. Valdið er okkar. Við veljum fulltrúa okkar og við veljum forystumenn flokkanna sem við treystum. Ef við vöndum ekki valið, er við okkur að sakast. Á maður ekki að hafa stefnu? Einu sinni kom til mín frambjóð- andi, sem var á leið í prófkjör í sveitarstjórn í fyrsta sinn ,og bað mig að líta yfir kynningarbækling sem hann var að búinn að setja upp, áður en hann færi í prentun. Þetta var fínn bæklingur, góð og tilgerðarlaus mynd af frambjóð- andanum á forsíðunni, upplýsing- ar um hann á opnunni, en fyrir neðan nokkur orð um stefnu hans í fjórum eða fimm málaflokk- um. Ég spurði hvort þetta væru málaflokkar sem hann þekkti til eða hefði áhuga á. Hann sagði svo ekki vera, „En á maður ekki að hafa stefnu í þessum málum?“ spurði hann. Þessi frambjóðandi var vel kynntur og hafði staðið sig vel á meira en einu sviði. Ég sagði honum því, að í hans spor- um myndi ég taka fram þá mála- flokka sem allir vissu að hann þekkti til en gefa hinum frí þangað til seinna, sem hann gerði. Komst inn, og gekk vel. Frambjóðendur leita í æ rík- ari mæli aðstoðar sérfræðinga í markaðsmálum, og það er rökrétt varðandi kynningu, en síður þegar kemur að málefnum flokkanna. Þegar fólk fer með utanaðlærða frasa sem augljóslega eru ekki þeirra hugarsmíð, er kominn tími til að draga í land. Kjósendur sem skila auðu, senda skilaboð til eigin flokks um að hann sé ekki að standa sig, sem getur vel verið verðskuldað, en um leið eru þeir að leggja öðrum flokkum lið. Kjósendur eru í raun arkitektar valdsins þar sem lýðræði ríkir. Valdið er okkar Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.