Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2010 19 Mora sturtutæki með upp eða niður stút Verð kr. 19.950,- Sphinx upphengt salerni, og seta Verð kr. 19.900,- Mora Eco sturtusett Verð kr. 5.500,- Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 www. tengi.is tengi@tengi.is Maí tilboð á hreinlætistækjum IFÖ Next sturtuklefi 80x80 Verð kr. 99.900,- Gæði, þjónusta og ábyrgð - það er TENGI IFÖ salerni með setu Verð kr. 34.900,- ið uvegi pav gi i 1 1000 aldursnesi kure ri i 1 1050 „Á bak við nafnið mitt er dæmigerð íslensk draumanafna- saga,“ segir Magnfríður Júlíusdóttir, lektor við Háskóla Íslands, en hún heitir í höfuðið á langömmu sinni í móðurætt. „Mamma var búin að ákveða annað nafn á mig en svo dreymdi hana að amma hennar væri að ganga kringum vögguna mína og tók því þannig að hún væri að biðja um nafn. Mamma varð við þeirri ósk ömmu sinnar og skýrði mig Magnfríði. Langamma Magnfríðar var alltaf kölluð Magga. Magn- fríður er hins vegar kölluð Fríða í daglegu tali og segir Magnfríðarnafnið notað við formlegri tilefni. „Nemendur mínir í skólanum þekkja mig til dæmis sem Magnfríði en ég á frænku sem heitir Margrét og er kölluð Magga svo sennilega er það þess vegna sem ég er kölluð Fríða. Við erum ekki fleiri Magnfríðarnar í fjölskyldunni og ég á ekki von á að okkur fjölgi. Ég skírði dóttur mína til dæmis stuttu og einföldu nafni, Katla sem myndi ekki vefjast fyrir neinum. Þegar ég var táningur fannst mér fólk hiksta stundum á nafninu mínu og oft var ég kölluð Málfríður.“ Innt eftir því hvort nafnið hennar vefjist sérstaklega fyrir útlendingum segir hún það sennilega bara hljóma eins og önnur íslensk nöfn í eyrum útlendinga, óskiljanlega. Langamma Magnfríðar ólst upp á Rauðasandi á Vest- fjörðum. Hún fór einn vetur til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík sem ung kona ásamt vinkonu sinni. Spurð um líkindi Magnfríðar við langömmu sína segir hún þetta helst tengja þær, þær hafi báðar sótt í að mennta sig. „Ég fór utan til Svíþjóðar í nám sem hefur verið svipað mál og það var í hennar daga fara að vestan til Reykjavíkur til náms. Ég hef gaman að draumatengingunni við nafnið mitt og sem barn þegar ég heyrði þessa sögu hugsaði ég með mér að langamma mín væri að hugsa til mín og passa upp á mig.“ NAFNIÐ MITT: MAGNFRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Langamma passar upp á mig MAGNFRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóli Íslands hafa nýlega eflt starfs- og rannsóknartengsl sín. Það gerðist með samningum um að Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, gegndi jafnframt starfi prófess- ors við Íslensku- og menningar- deild HÍ að hluta. Hugmyndin er að Guðrún annist kennslu við deildina, samkvæmt samkomu- lagi við deildarforseta, og taki að sér að leiðbeina nemendum í rannsóknanámi við lokaverk- efni. Einnig geti hún átt sæti í meistara- og doktorsnefndum við deildina. Guðrún Nordal er með doktors- gráðu frá Oxford-háskóla. Hún kenndi við Háskóla Íslands um árabil og hefur sérhæft sig í íslenskum og evrópskum miðalda- bókmenntum og í íslenskum bókmenntum almennt. Helstu rannsóknarvið hennar núna lúta að útgáfu dróttkvæða, lærdómi, skáldskaparfræðum dróttkvæða og skáldskapariðkun á 12, 13. og 14. öld og tengslum vísna og lausamáls í íslenskum miðalda- frásögnum. Hún stundar enn fremur rannsóknir á breytileika íslenskra miðaldasagna í elstu handritum, frá 13., 14. og 15. öld. - gun Öflugt samstarf FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGA Eiríkur Rögnvaldsson, forseti Íslensku- og menningardeildar HÍ, Guðrún Nordal, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Þórður Kristinsson, kennslustjóri HÍ og Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs HÍ. María Karen Sigurðardóttir, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, heldur fyrirlest- urinn Hvenær er ljósmynd list? í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudag. Þar leitast hún við því að svara spurningunni, rýna í ágreining sem hana snertir, velta upp viðhorfum þeirra sem vinna með miðilinn og leita eftir hugsanlegum svörum. Í tilkynningu segir að ljósmynda umræðan sé um margt sérstök á Íslandi en að hér sé mikil gerjun, vaxandi sýningarhald og að íslenskir ljósmyndarar veki sífellt meiri athygli erlendis. María Karen tók viðtöl við nokkra sem starfa við miðil- inn og í fyrirlestrinum verður svörum þeirra teflt saman. Þá mun hún velta fyrir sér sjálfs- mynd íslenskrar ljósmyndunar og íslenskra ljósmyndara og spyr hvort þeir séu listamenn eða handverksfólk. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.10 en hann er hluti af Listahátíð í Reykjavík. - ve Hvenær er ljósmynd list? HVENÆR ER LJÓSMYND LIST? María Karen heldur fyrirlesturinn Hvenær er ljósmynd list? Hér má sjá veggskreytingu frá 1957 í kaffistofu Arnarhvols.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.