Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 14

Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 14
14 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fátækt Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi HALLDÓR Allir eiga að hafa í sig og á, þak yfir höf-uðið og geta lifað með reisn í samfélagi manna. Það eru mannréttindi. En nú hefur ekki verið jafn mikil fátækt í okkar samfé- lagi í áratugi. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja þeim framfærslu sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, hafa hvorki launa- tekjur né bætur almanna- eða atvinnuleys- istrygginga. Í dag er miðað við 125.500 fyrir einstakl- ing og 200.000 fyrir hjón sem lágmark. Þetta dugar ekki til. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fólki framfærslu eins og hún er skilgreind í dag af ESB og Hag- stofunni, kr. 160.800 á mánuði fyrir ein- stakling. Um er að ræða tekjur eftir skatta auk félagslegra bóta s.s. húsaleigubóta og barnabóta og tengdra greiðslna. Dæmi. Einstaklingur með fjárhagsaðstoð fær 125.500 og 18.000 kr. í húsaleigubætur. Hann vantar 17.300 kr. á mánuði til að kom- ast upp í 160.800 kr. Reykjavíkurborg á að tryggja þessa viðbót. Það er ekki hægt að horfa á sífellt stækk- andi biðraðir við hjálparsamtök án þess að aðhafast. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja fólki framfærslu, en það er ann- arra að taka á skuldavanda, verðlagsástæð- um og lágum tekjum sem valda fátækt. Einstæðar mæður og barnmargar fjöl- skyldur eru í áhættuhópi. Stéttskipting barna kemur skýrast fram í því að börn tekjulágra og skuldugra foreldra geta ekki leyft sér að stunda tómstundir, íþróttir og listnám, þrátt fyrir 25.000 króna framlag í formi Frístundakorta, sem var mikið fram- faraspor. Vegna barna foreldra sem fá fjár- hagsaðstoð er greitt sérstaklega kr. 11.600 á mánuði í skólamáltíðir eða tómstundir. Þetta dugir ekki til, tómstundir, íþróttir og listnám verður að vera ódýrara. Þá höfum við lagt til að allir geti greitt inn á Frí- stundakort ef styrkja þarf börn frekar. Hér á landi getur fólk ekki lifað af tekj- um sem skilgreindar eru sem lágtekjur, miðað við hve margir leita á náðir hjálpar- og líknarsamtaka. Ástæður eru m.a. geysi- lega hátt verðlag á matvöru og húsnæði. Vextir af lánum eru mikið hærri en í Evr- ópu. Fátækt fólk stendur ekki undir neyslu- byrðinni. Borgaryfirvöld verða að gæta sérstak- lega að því að hækka ekki gjaldskrár umfram verðlag. Með öllum tiltækum ráðum þarf að vinna að auknum jöfnuði meðal fólks. Ójöfnuður leiðir til sundrung- ar, en í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir, er meiri velsæld og heilsa fólks betri. Mætum vaxandi fátækt J afnrétti til náms er ein af grunnstoðum norræns velferð- arsamfélags. Í því felst sannur jöfnuður í því að hverjum og einum eru gerð sömu tækifæri til þess að mennta sig. Hvernig fólk svo vinnur úr þeim tækifærum er annað mál. Að loknu grunn- og framhaldsskólanámi á fólk að standa frammi fyrir sömu tækifærum til þess að mennta sig til fram- tíðar. Í jafnrétti til náms felast grunngildi samfélagsins sem horfa verður til þegar kemur að fyrirhuguðum niðurskurði útgjalda til menntastofnana landsins. Hér er uppi sú algalna staða að sjö til átta háskólar þjóna ríflega 300 þúsunda manna samfélagi. Þumalputtaregla segir okkur að í útlöndum standi alla jafna um milljón manns að baki hverjum einum háskóla. Komi til hagræðingar í þá veru að ríki kosti ekki kennslu sömu námsgreinarinnar á háskólastigi í mörgum skólum verður illa séð að það samræmist þeim gildum sem hér hafa verið í heiðri höfð um jöfn tækifæri til náms að eftirláta einkaskólum sem innheimta há skólagjöld kennslu í þeim greinum sem núna eru kennd við marga skóla. Þarna er undir lögfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði. Á fjárlögum 2010 eru heildarútgjöld til menntamálaráðuneyt- isins rúmir 58,8 milljarðar króna, svo sem má svo glögglega sjá á vefnum www.datamarket.com. Í niðurbroti kemur svo fram að af þeirri upphæð renna 14.988 milljónir króna til skóla á háskólastigi, hvort heldur þeir eru í eigu ríkisins eða annarra. Ef Listaháskóli Íslands er sökum sérstöðu sinnar tekinn út fyrir sviga standa eftir Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst sem einkaskólar sem innheimta skólagjöld um leið og þeir taka við framlagi frá ríkinu. Framlag til HR er 2.067 milljónir króna og 329,4 milljónir renna til Háskólans á Bifröst. Það eru 2.396,4 milljónir króna, eða 16 prósent af útgjöldum til háskóla. Með þeirri ákvörðun einni að hætta framlögum til einkaskóla sem innheimta skólagjöld virðist markmiðum næsta árs í sparnaði í Háskólakerfinu náð. Er þá ekkert horft til mögulegrar hagræð- ingar annarrar, svo sem endurskoðun á aðkomu Háskóla Íslands að Keili eða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Nefna má góðan árangur í þróun kennaranáms og fjarkennslu fyrir norðan. Ætti því fátt að standa í vegi fyrir því að færa kennaranám alfarið þangað. Auðvitað er hér um einföldun að ræða, því eitthvert myndi það fólk leita til að mennta sig sem annars hefði ákveðið að stunda nám við þá skóla þar sem niðurskurðarhnífinn ber niður. Þá er ekki loku fyrir það skotið að einkaskólar gætu haldið áfram starfsemi án ríkisstyrkja. Margt gott hefur fylgt þeim skólum sem hér er stungið upp á að verði fyrir barðinu á harkalegum niðurskurði. Fjölbreytni námsleiða hefur aukist, samkeppni milli háskóla hefur veitt fag- legt aðhald og líklegt að fleiri hafi sótt sér framhaldsmenntun en ella hefði verið. Núna blasir hins vegar við harkalegur samdráttur eftir eitthvert mesta efnahagshrun sem þróað vestrænt ríki hefur orðið fyrir, hrun gjaldmiðils og svo fjármálakerfis ofan í sprungna eignabólu. Þá hlýtur að þurfa að horfa til grunngilda sem við vilj- um að þetta samfélag byggi á. Grunngildi höfð til hliðsjónar: Hvar á að skera? SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Hvar eru stefnumálin? Kosningabaráttan þetta árið er í sögulegu lágmarki og elstu menn mun vart meiri ládeyðu í pólitíkinni. Sumum þykir það hið besta mál, orðnir dauðleiðir á stjórnmálunum og þeim sem þar starfa og fegn- astir því að lítill fókus sé á þeim. En stundum er eins og flokkarnir sjálfir hafi gleymt pólitíkinni, í það minnsta hefur reynst erfitt að ræða hugmyndafræði við stjórnmálamenn síðustu mánuði. En nú eru sjónvarps- auglýsingarnar komnar og fókusinn kominn á brosandi stjórn- málamenn og börn í sólinni. Allt eins og það á að vera. Er það kannski fólkið? Gömlu flokkarnir í borginni hafa farið í marga hringi til að útskýra fylgis- hrun sitt og vinsældir Besta flokksins. Helst eru þeir þó sammála um að með þessu séu kjósendur að gefa hefðbundnum stjórnmálum langt nef. Enn hefur enginn þeirra þó velt þeirri hugmynd upp, sem hlýtur að vera eðlilegt að gera, hvort það sé kannski bara fólkið sem kjós- endur fella sig ekki við. Sjálfs- gagnrýni er enda ekki sterkasta hlið stjórnmálamanna. Breiðholt yfirgefið? Það er af sem áður var þegar Breið- holt var eitt helsta vígi Sjálfstæðis- flokksins í borginni. Þar bjuggu marg- ir borgarfulltrúar og líflegt starf var þar í aðdraganda kosninga. Kannski er það til marks um brotthvarf Breið- hyltingsins Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar úr borgarstjórn að þegar heimasíða Sjálfstæðisflokksins er skoðuð kemur í ljós að í þeirra huga eru hverfi borgar- innar fimm: Árbær, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Grafarvogur Miðborgin og Vesturbær. Þar er Breiðholt hvergi að finna. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.