Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 10

Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 10
10 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. WWW.N1.IS / Sími 440 1000 GLEÐILEGT GOLFSUMAR! Meira í leiðinni VERSLANIR: BÍLDSHÖFÐA 9, EGILSSTÖÐUM, KUREYRI, AKRANESI, REYKJANESBÆ OG HAFNARFIRÐI WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 GOLFSETT MEÐ ÖLLU FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Dömu- og herrasett með burðarpoka og 12 kylfum. Driver, 3 tré, 3,4,5,6,7,8,9 járn, wedge, sandkylfa og putter. Verð aðeins: 38.998 KR. 25. maí kl. 16:30 Frístundamiðstöðin Frostaskjól 26. maí kl. 16:30 Í Árseli 27. maí kl. 16:30 Hlaðan í Gufunesbæ Samfylkingin kynnir metnaðarfulla barna- og skólastefnu sína fyrir borgarbúum Allir velkomnir! Börnin okkar í borginni www.xs.is/ungareykjavik SKILABOÐ TIL NORÐUR-KÓREU Íbúar í Suður-Kóreu senda á loft með loft- belgjum bæklinga þar sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eru gagnrýnd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Þegar sparperur brotna er hætt við kvikasilfursmiti, að því er fram kemur í umfjöllun TV2 í Danmörku. Umhverfisráðuneyti Dana stendur nú fyrir vitundar- vakningu um málið. Á vef Land- læknis kemur fram að kvikasilfur í of miklu magni geti haft „skað- vænleg áhrif á vefi líkamans“. Fram kemur í frétt TV2 að sparperur sé að finna á 90 pró- sentum danskra heimila. Í kynningarefni danska ráðu- neytisins segir að vegna kvika- silfursins í perunum sé nauðsyn- legt að opna glugga og viðra vel þegar þær brotna. Flestir eru sagðir sleppa því, auk þess sem um sextíu prósent almennings viti ekki einu sinni af kvikasilfrinu. Þá skiptir máli hvernig stað- ið er að því að hreinsa upp brot- in. Ekki á að nota kúst eða ryk- sugu, því þá kann kvikasilfrið að dreifast enn frekar. Nota á papp- ír eða pappa til að skrapa saman því sem hægt er. Agnir sem setj- ast í rifur eða sprungur á svo að hreinsa upp með votum eldhús- pappír. Næstu tvær vikur á svo að huga að því að vel lofti um herbergið. - óká Ef sparpera brotnar kunna varasöm efni að menga næsta umhverfi hennar: Ekki á að nota kúst eða ryksugu PERUR Danir benda á að gæta þurfi sér- staklega að mögulegu kvikasilfurssmiti ef sparperur brotna. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Landhelgisgæslan sinnti níu útköllum síðastliðinn fimmtu- dag, sem er metfjöldi. Mikið annríki hefur verið síðustu daga vegna strandveiða. Á fimmtudag urðu sex bátar vélarvana víðs vegar við landið og tveir bátar duttu út úr fjar- eftirlitskerfum vegna bilunar. Þegar bátar eiga í erfiðleikum eru nærstaddir bátar kallaðir til ásamt björgunarskipum Lands- bjargar og þyrlu Landhelgis- gæslunnar. - þeb Sinntu níu útköllum: Metfjöldi út- kalla hjá gæslu ANDREW WAKEFIELD Segist ætla að halda ótrauður áfram rannsóknum sínum. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Breska læknaráðið hefur bannað lækninum Andrew Wakefield að stunda læknisstörf í Bretlandi, þar sem hann hefur að mati ráðsins gerst sekur um alvarleg brot í starfi. Wakefield er þekktur fyrir kenningar sínar um tengsl ein- hverfu við bólusetningar barna gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Wakefield býr nú í Bandaríkj- unum þar sem hann rekur mið- stöð fyrir einhverfa í Texas. Bannið nær eingöngu til starfa í Bretlandi og breytir því engu um stöðu hans í Bandaríkjunum. - gb Einhverfa og bólusetningar: Lækningabann sett á Wakefield SUÐUR-KÓREA, AP Stöðvun allra við- skipta við Suður-Kóreu verður væntanlega þungur skellur fyrir íbúa Norður-Kóreu, því næst á eftir Kína eiga Norður-Kóreumenn mest viðskipti við nágranna sína í Suður-Kóreu. Lim Eul-Chul, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, segir að viðskiptabannið muni kosta Norð- ur-Kóreumenn 200 milljónir dala á ári. „Við höfum alltaf sýnt grimmd Norður-Kóreu umburðarlyndi, hvað eftir annað,“ sagði Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, í ávarpi til þjóðarinnar. „Nú er öðru máli að gegna. Norður-Kórea mun greiða gjald í samræmi við ögr- andi verk sín.“ Hann sagði árásina á herskip- ið hafa breytt öllu á Kóreuskaga, en formlega eiga Kóreuríkin enn í stríði því eftir Kóreustríðið fyrir rúmri hálfri öld var aldrei samið um frið heldur aðeins um vopna- hlé. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sem sjálfur er Suður-Kóreumaður, sagðist reikna með að málið kæmi til kasta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var í Suður- Kóreu í gær og sagði ástandið orðið ótryggt. Fjörutíu og sex menn fórust með suður-kóreska herskipinu Cheon- an, sem sökkt var í Gulahafi 26. mars. Ljóst þykir að tundurskeyti hafi verið skotið á skipið og böndin berast að Norður-Kóreu. gudsteinn@frettabladid.is Suður-Kórea hótar hörðum refsingum Suður-Kóreustjórn hefur lokað á öll viðskipti við Norður-Kóreu og krefst afsök- unarbeiðni vengna herskips sem Norður-Kóreumenn eru taldir hafa sökkt í lok mars. Hillary Clinton segir ástandið óstöðugt. Ban Ki-moon fordæmir árásina. CLINTON Í SEÚL Hillary Clinton víkur undan þegar Wang Qishan, varaforsætisráðherra Suður-Kóreu, reynir að heilsa Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.